Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2012

Á MANNAMÁLI

Í fyrirsögn einhvers vefmiðils segir: "Rekstraráætlanir Hörpu voru óraunhæfar, viðurkennir ráðherra - Ríki og borg taki ábyrgð á lausn vandans." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú, Katrín Jakobsdóttir, flokksfélagi og varaformaður þinn Ögmundur, virðist hafa vitað það fyrirfram, að rekstraráætlanir Hörpu voru óraunhæfar, en samt miklaði hún sig mikið í fréttum, þegar ákveðið var að halda áfram með framkvæmdir eftir Hrunið.
milton og oli

MILTON OG ÓLAFUR

Milton Friedman kom upp í hugann þegar ég las leiðara Ólafs Stephensen  í Fréttablaðinu sl. föstudag. Öldungurinn Milton mun nefnilega hafa risið upp við dogg á fleti sínu í Chicago þegar hvirfilbylurinn Katrina lagði Lousiana í Bandaríkjunum nánast í rúst árið 2005, og þá komist svo að orði: „Drífið í að einkavæða skólakerfið á meðan fólk er í losti."  . Hann var vel að sér í sjokk-aðferðafræðinni eftir ráðgjafastörf sín hjá Pinochet í Chile á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

ÁRÉTTING

Takk fyrir að birtinguna. Bið afsökunar á að hafa verið óskýr og því er gott að þú komst með spurninguna. Ég tel Neytendastofu alls ekki fara með rangt mál.

MYNDI BYLTA SÉR Í GRÖFINNI!

Sæll Ögmundur: Nú er verið að lesa ævimynningar Eiríks Kristóferssonar á rás 1 í ríkisútvarinu. Þar er minnst á hremmingar Snæbjarnar í Hergilsey og afa míns Guðmundar Björnssonar sýslumanns á Patreksfirði.

MÁ SKRÖKVA?

Má skrökva að stjórnsýslunni? Við vitum að stjórnsýslan er fámenn og verk hennar yrði auðveldara, jafnvel leikur einn, ef hún gæti treyst upplýsingum frá okkur, fyrirtækjum og einstaklingum sem undir hana heyra.

VILTU SEGJA UPP EES?

Sæll Ögmundur, telur þú að segja eigi upp EES samningnum? . Kveðja,.  Kjartan. . Enn sem komið er hef ég ekki verið með tillögu um það og gert gert grein fyrir því hvers vegna.
floki 1

MINNISVARÐI UM HRAFNA-FLÓKA AFHJÚPAÐUR: "DAGUR OKKAR ALLRA..."

Mér er sagt að eitthvað hafi verið um hringingar frá Barðaströndinni yfir í Fljótin þegar fréttist af því að verið væri að afhjúpa minnisvarða um Hrafna-Flóka í Fljótunum.
ÖgTHO

LJÚFIR TÓNAR Í SALNUM

Ástæða er til að vekja athygli á áhugaverðum tónleikum í Salnum í kvöld en þar koma fram gítarleikarinn Ögmundur Þór Jóhannesson og fiðluleikarinn Joaquín Páll Palomares.Um tónleikana má sjá nánar hér:http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=10856. Tónleikarnir eru kenndir við Tónlistarhátíð unga fólksins.

HVERS VEGNA LÆTUR ÞÚ ÞETTA VIÐGANGAST?

Það er ekki að undra að bréf skuli berast þér um Vaðlaheiðargöngin. Þar var farin bakdyraleið og er ljótt dæmi um lélega stjórnsýslu og óvönduð vinnubrögð.

ENN UM VAÐLAHEIÐI

Sæll Ögmundur, Vildi bara snöggvast skora á þig að gera það sem stungið er uppá í þessari grein, þ.e. að segja Vegagerðinni að bíða með að semja við verktaka þar til Ríkisendurskoðun eða óháður aðili hefur farið yfir útreikninga sem liggja að baki göngunum: http://andriki.is/post/29005626479 . Bestu kveðjur, . Jói Sigurðsson.