1. maí á Höfn: Með lýðræði gegn skrifræði

"Hafa menn velt því fyrir sér, að skiptin sem boðið er upp á, er annars vegar samfélag, sem rekið er á forsendum lýðræðislegrar þátttöku og lýðræðislegs aðhalds og hins vegar samfélag sem reist er á forsendum fjármagns en með tilheyrandi og stöðugt fleiri eftirlitsstofnunum. Annars vegar almannasamfélagið með opnu lýðræðislegu aðhaldi og umræðu sem öllum er opin og hins vegar eftirlitssamfélagið, samfélag fjármagnsins þar sem kostnaðarsamt skrifræði gegnir hlutverki sýndarréttlætis. Á þessu tvennu er grundvallarmunur..."

Fréttabréf