Kjaramál 2004

Verkfærakista Geirs H. Haarde

Birtist í Morgunblaðinu 18.05.04.
Fjármálaráðherra landsins, Geir H. Haarde, leggur nú mikið kapp á að ná fram því áhugamáli ríkisstjórnarinnar að forstöðumenn ríkisstofnana geti rekið fólk úr starfi fyrirhafnarlaust. Hugmyndafræðin að baki þessu áhugamáli sem ...

Lesa meira

Ónýt/Ónýtt starfsorka


Í dag var haldin mjög vekjandi ráðstefna um atvinnuleysi miðaldra fólks - 45 ára og eldri. Áhugahópur sem hefur verið stofnaður um málefnið blés til ráðstefnunnar í samvinnu við Vinnumálastofnun og ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BSRB. Þetta er lofsvert framtak og enginn vafi á að framhald á efir að verða á þeirri umræðu...

Lesa meira

Kröftugur fundur gegn réttindaskerðingu


Það er ljóst

, að með þessu frumvarpi er stefnt til fortíðar, starfsmönnum á ríkisstofnunum send skýr skilaboð um það hverjir eru "húsbændur" og hverjir "hjú". Nái frumvarpið fram að ganga munu "húsbændur" geta rekið "hjúin" án fyrirhafnar. Annað atriði sem ljóst má heita, er að frumvarpinu er stefnt gegn tjáningarfrelsi. Einstaklingar eru sviptir rétti sínum til þess að skýra mál sit og bera hönd fyrir höfuð sér.

Lesa meira

Óskiljanleg framkoma fjármálaráðherra

Geir H Haarde

hefur að mörgu leyti verið farsæll fjármálaráðherra. Að sjálfsögðu verður ekkert horft framhjá því að sem fjármálaráðherra ber hann fulla ábyrgð á þeirri  stjórnarstefnu, sem hér hefur verið fylgt á undanförnum árum en afleiðingar hennar eru smám saman að birtast í aukinni misskiptingu gæðanna, niðurbroti á samfélagsþjónustu og samþjöppun á auði og völdum. Þrátt fyrir þetta nýtur Geir H Haarde talsverðs trausts. Það á til dæmis við um marga viðsemjendur fjármálaráðherrans. Innan BSRB og annarra heildarsamtaka, BHM og Kennarasambands Íslands, hefur almennt verið litið á Geir H. Haarde sem mann sátta, reiðubúinn að hlusta á rök gagnaðila og freista þess að ná samningum. Þess vegna er með öllu óskiljanlegt að ...

Lesa meira

1. maí á Höfn: Með lýðræði gegn skrifræði

"Hafa menn velt því fyrir sér, að skiptin sem boðið er upp á, er annars vegar samfélag, sem rekið er á forsendum lýðræðislegrar þátttöku og lýðræðislegs aðhalds og hins vegar samfélag sem reist er á forsendum fjármagns en með tilheyrandi og stöðugt fleiri eftirlitsstofnunum. Annars vegar almannasamfélagið með opnu lýðræðislegu aðhaldi og umræðu sem öllum er opin og hins vegar eftirlitssamfélagið, samfélag fjármagnsins þar sem kostnaðarsamt skrifræði gegnir hlutverki sýndarréttlætis. Á þessu tvennu er grundvallarmunur..." Lesa meira

Fjölmenn og velheppnuð ráðstefna um kjaramál


Súlnasalurinn á Hótel Sögu var þétt setinn í gær þegar fjallað var um kjaramál starfsmanna ríkisins. Heildarsamtök starfsfólks í almannaþjónustu stóðu að ráðstefnunni, BSRB, BHM og Kennarasamband Íslands. Fjallað var um nýskipan í ríkisrekstri og launakerfi ríkisins, sem gengur undir því frumlega heiti Nýja launakerfið. Fræðimenn og fulltrúar samningsaðila reifuðu málin auk þess sem efnt var til almennra umræðna í kjölfarið. Á þessari vefslóð BSRB er greint frá því hverjir fluttu framsöguerindi á fundinum en ég var í þeim hópi. Mitt verkefni var að setja málin í sögulegt samhengi og einskorðaði ég mál mitt við launakerfið en fjallaði einnig um nýskipan í ríkisrekstri og þær afleiðingar, sem hún hefði haft í för með sér.

Lesa meiraBSRB með upplýsingar og afstöðu í deilunni um heimahjúkrun

Þjóðin fylgist nú agndofa með tilraunum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að keyra í gegn breytingar á starfsfyrirkomulagi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, sem felur í sér stórfellda kjaraskerðingu þvert á samkomulag sem hefur verið í gildi allar götur frá 1990, undirritað af hálfu BSRB fyrir hönd starfsmanna. Þessu samkomulagi hefur aldrei verið sagt upp og er ljóst að þessi deila leysist ekki fyrr en ...

Lesa meira

Málflutningur SA um opinbera starfsmenn: Rugl eða rógur?

Talsmenn atvinnurekenda fara nú mikinn. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins benda á, að frá 1997 til 2002, hafi starfandi fólki á Íslandi fjölgað í heild um tæp 15 þúsund eða 10,4%. En viti menn, aðeins hafi fjölgað um 8% í einkageiranum en um rúm 17% hjá hinu opinbera. "Tímabilið einkennist þannig af örri fjölgun opinberra starfsmanna og vaxandi hlutdeild hins opinbera á vinnumarkaðnum." Þetta þykja þeim SA mönnum illar fréttir og segja mikla vá fyrir dyrum ef þessi þróun verði ekki stöðvuð hið fyrsta. Eftir SA var haft í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mikil "fjölgun opinberra starfsmanna hér á landi (væri) verulegt áhyggjuefni enda dragi slík þróun úr hagvexti." Og orðrétt sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins...

Lesa meira

Frá lesendum

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

VEL VIÐ HÆFI AÐ MINNAST ÁRNA STEINARS

Takk fyrir að minnast Árna Steinars heitins eins og þú gerir í sjómannadagspistli þínum hér á síðunni og einmitt vel við hæfi að gera það á þessum degi. Það var fyrir réttum 18 árum, árið 2002, að Samherji var látinn komast upp með meina honum að vera ræðumaður á sjómannadaginn á Akureyri, eins og hann hafði verið beðinn um, því vitað var hve gagnrýninn hann var á kvótakerfið. Í staðinn var fenginn ráðherra úr ríkisstjórn sem sagði að nóg væri komið af gagnrýni á kerfið! Skyldi þetta vera enn svona? Kæmi mér ekki á óvart. Tek undir kröfuna um kvótann heim. Löngu tímabært!!!
Sigríður   

Lesa meira

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA ÞRJÚ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Nú verður enn haldið áfram að rekja innihald tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins 2019/944 um raforku. Eins og áður er komið fram er hún hluti af orkupakka 4 („Vetrarpakkanum“). Þessi vegferð skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenska þjóð enda margt sem þarna hangir á spýtunni. Það er hvorki meira né minna en öll raforkuframleiðsla, dreifing og sala hennar. Það er í fullu samræmi við orkupakkana sjálfa að „skera pylsuna“ í þunnar sneiðar og útheimtir umrædd tilskipun því endurtekin greinaskrif ...

Lesa meira

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar