Kjaramál 2004

Verkfærakista Geirs H. Haarde

Birtist í Morgunblaðinu 18.05.04.
Fjármálaráðherra landsins, Geir H. Haarde, leggur nú mikið kapp á að ná fram því áhugamáli ríkisstjórnarinnar að forstöðumenn ríkisstofnana geti rekið fólk úr starfi fyrirhafnarlaust. Hugmyndafræðin að baki þessu áhugamáli sem ...

Lesa meira

Ónýt/Ónýtt starfsorka


Í dag var haldin mjög vekjandi ráðstefna um atvinnuleysi miðaldra fólks - 45 ára og eldri. Áhugahópur sem hefur verið stofnaður um málefnið blés til ráðstefnunnar í samvinnu við Vinnumálastofnun og ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BSRB. Þetta er lofsvert framtak og enginn vafi á að framhald á efir að verða á þeirri umræðu...

Lesa meira

Kröftugur fundur gegn réttindaskerðingu


Það er ljóst

, að með þessu frumvarpi er stefnt til fortíðar, starfsmönnum á ríkisstofnunum send skýr skilaboð um það hverjir eru "húsbændur" og hverjir "hjú". Nái frumvarpið fram að ganga munu "húsbændur" geta rekið "hjúin" án fyrirhafnar. Annað atriði sem ljóst má heita, er að frumvarpinu er stefnt gegn tjáningarfrelsi. Einstaklingar eru sviptir rétti sínum til þess að skýra mál sit og bera hönd fyrir höfuð sér.

Lesa meira

Óskiljanleg framkoma fjármálaráðherra

Geir H Haarde

hefur að mörgu leyti verið farsæll fjármálaráðherra. Að sjálfsögðu verður ekkert horft framhjá því að sem fjármálaráðherra ber hann fulla ábyrgð á þeirri  stjórnarstefnu, sem hér hefur verið fylgt á undanförnum árum en afleiðingar hennar eru smám saman að birtast í aukinni misskiptingu gæðanna, niðurbroti á samfélagsþjónustu og samþjöppun á auði og völdum. Þrátt fyrir þetta nýtur Geir H Haarde talsverðs trausts. Það á til dæmis við um marga viðsemjendur fjármálaráðherrans. Innan BSRB og annarra heildarsamtaka, BHM og Kennarasambands Íslands, hefur almennt verið litið á Geir H. Haarde sem mann sátta, reiðubúinn að hlusta á rök gagnaðila og freista þess að ná samningum. Þess vegna er með öllu óskiljanlegt að ...

Lesa meira

1. maí á Höfn: Með lýðræði gegn skrifræði

"Hafa menn velt því fyrir sér, að skiptin sem boðið er upp á, er annars vegar samfélag, sem rekið er á forsendum lýðræðislegrar þátttöku og lýðræðislegs aðhalds og hins vegar samfélag sem reist er á forsendum fjármagns en með tilheyrandi og stöðugt fleiri eftirlitsstofnunum. Annars vegar almannasamfélagið með opnu lýðræðislegu aðhaldi og umræðu sem öllum er opin og hins vegar eftirlitssamfélagið, samfélag fjármagnsins þar sem kostnaðarsamt skrifræði gegnir hlutverki sýndarréttlætis. Á þessu tvennu er grundvallarmunur..." Lesa meira

Fjölmenn og velheppnuð ráðstefna um kjaramál


Súlnasalurinn á Hótel Sögu var þétt setinn í gær þegar fjallað var um kjaramál starfsmanna ríkisins. Heildarsamtök starfsfólks í almannaþjónustu stóðu að ráðstefnunni, BSRB, BHM og Kennarasamband Íslands. Fjallað var um nýskipan í ríkisrekstri og launakerfi ríkisins, sem gengur undir því frumlega heiti Nýja launakerfið. Fræðimenn og fulltrúar samningsaðila reifuðu málin auk þess sem efnt var til almennra umræðna í kjölfarið. Á þessari vefslóð BSRB er greint frá því hverjir fluttu framsöguerindi á fundinum en ég var í þeim hópi. Mitt verkefni var að setja málin í sögulegt samhengi og einskorðaði ég mál mitt við launakerfið en fjallaði einnig um nýskipan í ríkisrekstri og þær afleiðingar, sem hún hefði haft í för með sér.

Lesa meiraBSRB með upplýsingar og afstöðu í deilunni um heimahjúkrun

Þjóðin fylgist nú agndofa með tilraunum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að keyra í gegn breytingar á starfsfyrirkomulagi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, sem felur í sér stórfellda kjaraskerðingu þvert á samkomulag sem hefur verið í gildi allar götur frá 1990, undirritað af hálfu BSRB fyrir hönd starfsmanna. Þessu samkomulagi hefur aldrei verið sagt upp og er ljóst að þessi deila leysist ekki fyrr en ...

Lesa meira

Málflutningur SA um opinbera starfsmenn: Rugl eða rógur?

Talsmenn atvinnurekenda fara nú mikinn. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins benda á, að frá 1997 til 2002, hafi starfandi fólki á Íslandi fjölgað í heild um tæp 15 þúsund eða 10,4%. En viti menn, aðeins hafi fjölgað um 8% í einkageiranum en um rúm 17% hjá hinu opinbera. "Tímabilið einkennist þannig af örri fjölgun opinberra starfsmanna og vaxandi hlutdeild hins opinbera á vinnumarkaðnum." Þetta þykja þeim SA mönnum illar fréttir og segja mikla vá fyrir dyrum ef þessi þróun verði ekki stöðvuð hið fyrsta. Eftir SA var haft í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mikil "fjölgun opinberra starfsmanna hér á landi (væri) verulegt áhyggjuefni enda dragi slík þróun úr hagvexti." Og orðrétt sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins...

Lesa meira

Frá lesendum

FLUGVALLARSVIKIN ENN OG AFTUR

Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. 
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SAMHERJI VARLA SÉRTILFELLI

Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar