RÍKISSTJÓRNIN OG KJARAMISRÉTTIÐ

Valgerður Sverrisdóttir kom fram á Morgunvakt RÚV í morgun til að fjalla um launagjána sem myndast hefur í íslensku samfélagi. Í viðtalinu kom margt athyglisvert fram og sumt vægast sagt furðulegt. Ráðherrann reynir að þvo hendur ríkisstjórnarinnar af öllu því sem er að gerast. Valgerður Sverrisdóttir segir að stjórnvöld geti ekki haft áhrif á launakjörin í landinu, einvörðungu sett almenn lagaákvæði sem lúta að kjaraumhverfinu. Þetta er að vísu ekki rétt því ríkið semur við starfsmenn sína og eins og fram hefur komið í opinberri umræðu hafa samningar þeirra sem hærri hafa launin hækkað meira en hinna sem eru á lægri launum. Ummæli Valgerðar Sverrisdóttur gefa líka tilefni til að skoða þau lagaákvæði sem ráðherrann vísar í og lúta að kjaramálum. Þegar dæmið er gert upp lítur það svona út...

Fréttabréf