RÉTTMÆTAR KRÖFUR SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA

...Þarna er með öðrum orðum komin skýringin á meintum þvergirðingshætti Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þeir hafna tilboði um að byrjunarlaun þeirra verði komin í 125 þúsund krónur í árslok 2008!   Hvílíkt vanþakklæti eða hvað? Síðan er hitt, að í launum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þættir sem almennt standa utan grunnlauna hjá öðrum stéttum. Þetta hefur Vernharð Guðnason, formaður sambandsins tíundað skilmerkilega í fréttum undanfarna daga. Þegar dæmið er gert upp hefði verið nær fyrir Morgunblaðið að slá því upp að samninganefnd sveitarfélaga hafi boðið stétt sem stundar vandasöm, krefjandi og hættuleg störf byrjunarlaun sem nemi 125 þúsund krónum  - ekki núna - heldur að þau verði komin í þessar himinhæðir eftir tæp þrjú ár! Ég er sannfærður um að kröfur Landssambands slökkviliðsmanna...

Fréttabréf