Kjaramál Febrúar 2008

MINNT Á MÁLÞING UM LÍFEYRIMÁL HJÁ BSRB


Í dag klukkan 13 verður efnt til rúmlega tveggja tíma málþings um lífeyrismál í höfuðstöðvum BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík.  Þeir sem þar tala eru að ýmsu leyti eins konar tákngervingar fyrir aðskiljanlega þætti hinnar félagslegu og fjármálalegu  umgjarðar um íslenska  lífeyriskerfið. Þar mun mæla fulltri lífeyrissjóðanna allra, Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða; forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins ... SigríðutrLilly Baldursdóttir;  stórvesír úr banka- og fjárfestinagaumhverfinu, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka en hann fjallar um hlutdeild lífeyrissjóðanna í "útrásinni" og síðan höfum við hina bókmenntalegu og sögulegu sýn bókmenntafræðingsins.. Katrínar Jakobsdóttur. Ég verð einnig með innleg á þessari ráðstefnu sem...

Lesa meira

GÓÐA FÓLKIÐ Í RÍKISSTJÓRNINNI?


Ég skal játa það hreinskilnislega að mér varð hálf illt innra með mér þegar ég hlýddi í dag á Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, kætast yfir nýgerðum kjarasamningum fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Ég man satt að segja ekki eftir eins hástemmdum lýsingaroðrum í tengslum við kjarasamninga og við urðum vitni að á Alþingi í dag...En að ríkisstjórn stórfyrirtækjanna og hátekjufólksins geti leyft sér það sjálfshól og mærðartal sem þjóðin hefur orðið vitni að síðustu dægrin með skírskotun til árangurs þessara samninga er út úr öllu landakorti og hróplega úr takti við hinn daglega veruleika fólks með innan við 300 þúsund krónur í kaup á mánuði...

Lesa meira

VILHJÁLMUR TIL BJARGAR?

Birtist í 24 Stundum 14.02.08.
24 stundirSíðastliðin ár hafa fréttir af manneklu innan almannaþjónustunnar - á velferðarstofnunum og í löggæslunni - orðið æ tíðari. Öllum ber nú saman um að ástandið hafi aldrei verið verra. Ef ekkert er að gert blasir við neyðarástand á grunnstofnunum velferðarsamfélagsins.  Þetta bitnar á þeim sem síst skyldi, börnum, öldruðum, veikum og fötluðum, auk þess sem starfsfólki er boðið upp á að vinna undir ólíðandi álagi og bágum kjörum. Til verður til vítahringur: Fólk flýr bágborin kjör, úr verður mannekla, sem aftur eykur á álagið. Og starfsfólkið leggur á flótta.
Kjarakannanir hafa sýnt að gliðnun hefur orðið í kjaraþróun á milli almenna markaðarins og almannaþjónustunnar á undanförnum misserum, almannaþjónustunni  í óhag. Við þessu þarf að bregðast í komandi kjarasamningum...

Lesa meira

SA GEGN SAMNINGSRÉTTI

Birtist í Fréttablaðinu 14.02.08.
FB logoGreinilegt er að samtök atvinnurekenda leggja nú allt kapp á að fá ríkisstjórnina til að undirgangast loforð um að hvergi verði komið til móts við kjarakröfur launafólks innan almannaþjónustunnar umfram það sem Samtökum atvinnulífsins þóknast. Þessi krafa SA, sem m.a. hefur komið fram í Fréttablaðinu, gengur út á að ríkisstjórnin hundsi samningsrétt BSRB og annarra samtaka sem semja fyrir launafólk innan almannaþjónustunnar. Í annan stað er þetta krafa um að   ríkisstjórnin svíki gefin fyrirheit um að bæta verulega kjör stétta innan velferðarþjónustunnar. Að undanförnu hafa borist fréttir af ...

Lesa meira

BSRB MÓTMÆLIR FORRÆÐISHYGGJU OG FREKJU


Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, hefur lýst því yfir opinberlega að atvinnurekendur muni hvetja ríkisstjórnina til að hlíta í einu og öllu því sem SA komi til með að semja um við sína viðsemjendur. Hvað felst í þessu? Tvennt felst í þessu: Annars vegar krafa um að ríkisstjórnin hundsi samningsrétt sinna viðsemjenda. Hins vegar er þetta krafa um að ríkisstjórnin svíki gefin fyrirheit um að bæta verulega kjör stétta innan velferðaþjónustunnar...Hvað vakir fyrir Samtökum atvinnulífsins? Eru atvinnurekendur að hjálpa ríkistjórninni við að svíkja viðsemjendur sína og hundsa samningsrétt þeirra? ...

Lesa meira

HVAÐ GERA ÞAU GUÐLAUGUR ÞÓR OG JÓHANNA?

Birtist í Fréttablaðinu 07.02.08.
FB logoTónninn í láglaunahópum samfélagsins er að harðna. Skiljanlega og sem betur fer. Starfsmenn á velferðarstofnunum samfélagsins eru ýmsir við það að gefast upp, bæði vegna óforsvaranlegs álags og lágra launa...Ég er sannfærður um að ef ekki verður samið af raunsæi ...þá mun velferðarkerfið springa í skipulegum og óskipulegum launauppreisnum...

Lesa meira

HVAÐ SEGJA UMÖNNUNARRÁÐHERRAR UM LAUNAKJÖRIN OG KJARASAMNINGA FRAMUNDAN?


...Ég sakna þess að þeir ráðherrar, sem fara með heilbrigðismál og félagsmál, þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Jóhanna Sigurðardóttir, séu spurð á sama hátt og menntamálaráðherra um starfsfólk skólanna, hvað þeim finnist um þau laun, sem  starfsfólki á dvalarheimilum aldraðra, sjúkrahúsum og stofnunum fyrir fatlaða eru greidd. Ætla þau að beita sér þessu fólki til framdráttar? Ég er sannfærður um að ef ekki verður samið af raunsæi við starfshópa innan þessara geira, sem búa við ófullnægjandi kjör þá mun kerfið springa í skipulegum og óskipulegum launa-uppreisnum fyrr eða síðar. Tónninn í láglaunahópum er að harðna. Skiljanlega og...

Lesa meira

Frá lesendum

FLUGVALLARSVIKIN ENN OG AFTUR

Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. 
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SAMHERJI VARLA SÉRTILFELLI

Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar