Kjaramál 2008

...Talsmenn hálaunalækna segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um
nýjan kjarasamning fela í sér skýr skilaboð: Meirihluti lækna vilji
að menntun þeirra sé metin að verðleikum. Svipaðir tónar hafa
heyrst frá ýmsum hópum háskólamenntaðara að undanförnu. Þeir tala
með fyrirlitningu um tilraunir til að jafna kjörin. Slíkt tal
hljómar ekki sérlega vitiborið í mínum eyrum. Læt ég þá
réttlætið liggja á milli hluta. Langskólamenntað fólk verður að
skilja að menntun er ekki og á ekki að vera óskilyrt ávísun á miklu
betri kjör en þeir njóta sem búa yfir minni skólamenntun...
Lesa meira

Það er verst hvað samfélagið og þá ekki síst fjölmiðlaumhverfið
er oft latt og værukært. Alltof fáir nenna að setja sig inn í
flókin mál. Einmitt í þessu sýnist mér vera fólginn vandi
flugumferðarstjóra sem standa nú í ströngum í kjarasamningaviðræðum
í Karphúsinu. Þeim er úthúðað fyrir að stefna ferðaiðnaði í
vandræði vegna verkfalla. Ég hlýt að taka undir með þeim sem
hafa áhyggjur af truflunum í flugi á háannatíma. En hverjum er um
að kenna?Flugumferðastjórar tóku því ekki fagnandi þegar þeir voru
"hlutafélagavæddir" í tíð síðustu ríkisstjórnar. Sýnt var þá að
ýmis kjaramál þyrfti að leiða til lykta í tengslum við breytinguna.
Það var aldrei gert að fullu. Þá voru - og eru - einnig til staðar
ýmis ...
Lesa meira

...Sú hætta var fyrir hendi - það er að segja ef menn hefðu ekki
tekið að af skarið og samið nú - að kjarasamningar hefðu
farið í hægagang og jafnvel dregist fram á haustið. Fimm
mánaða töf hefði þýtt að hver og einn hefði orðið af eitt hundrað
þúsund krónum auk þess sem launahækkanir á grunntaxta skila sér í
hækkun afleiddra stærða svo sem yfirvinnu og álags í vaktavinnu.
Því hefði verið um að ræða mun hærri fjárhæð sem fólk hefði orðið
af....
Lesa meira

...En til þess að þetta verði ekki bara orðagjálfur þarf meira
kjöt á bein. Á Íslandi hefur misrétti færst í aukana á undanförnum
árum. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin hafið stórfellda einkavæðingu
innan heilbrigðisþjónustunnar. Ef ríkisstjórnin ætlar að efna til
þjóðarsáttar - nokkuð sem ég styð heilshugar - þá þarf hún að snúa
af þessari braut; hefja markvissar aðgerðir til að jafna kjörin í
landinu og vinda ofan af einkavæðingunni. Þar nægir ekki að láta
staðar numið heldur ...
Lesa meira

Formaður Samfylkingarinnar, utanríkisráðherrann, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, talaði um nauðsyn "þjóðarsáttar" á
baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Gott ef formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hefur
ekki einnig orðað þessa hugsun. Hvað þau eiga við er mér hins vegar
hulin ráðgáta....Oft hefur verið vísað til
Þjóðarsáttarsamninganna, sem svo voru nefndir, frá
árinu 1990. Þar hafa iðulega verið uppi ýmsar söguskýringar, sem
margar eiga það sammerkt að gera sem minnst úr hlut þáverandi
ríkisstjórnar...Þótt ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur sé rétt fram höndin virðist hún
fullkomlega áhugalaus um að taka í þá hönd...
Lesa meira

1. maí ræða í Vestmannaeyjum.
...Á þessum málum verður nú að taka af festu og ábyrgð því eitt
mega menn vita að okkar tilboð er ekki án
skilyrða. .. lögð verði á hilluna áform um frekari
einkavæðingu innan velferðarþjónustunnar og hætt verði að úthýsa
láglaunahópum og koma fram við fólk eins og ómerkilegar stærðir
í bókhaldi ... Þá þurfum við að heyra hvenær
stjórnvöld ætli að framfylgja fyrirheitum um að bæta kjör
umönnunarstétta og annarra hópa sem búa við óviðunandi kjör og
aðstæður?...Ætlar ríkisstjórnin Almannatryggingum rýrari hlut þegar
farið verður að beina fjármagni inn í þennan nýja farveg
Endurhæfingarsjóðs? Við þessu þurfa að fást svör....
Lesa meira

Í gær hófst þing Kennarasambands Íslands þar sem lagðar eru
línur til næstu ára hjá sambandinu. Athyglisvert var að hlýða á
ávörp sem flutt voru við setningu þingsins og ber þar fyrst að
telja ræðu Eiríks Jónssonar, formanns KÍ, sem
flutti kraftmikla ræðu þar sem hann ræddi þjóðfélagsmál almennt og
málefni kennara sérstaklega. Varaði Eiríkur mjög eindregið við
einkavæðingarstefnunni og vék hann sérstaklega að
heilbrigðiskerfinu í því efni. Við svipaðan tón kvað í ræðum
erlendra gesta. Ég flutti þinginu ávarp og færði þingfulltrúum
kveðjur stjórnar BSRB...Minntist ég föður míns, Jónasar B.
Jónssonar, en hann var heiðursfélagi í Kennarasambandi
Íslands og hefði orðið hundrað ára 8. apríl ef hann hefði
lifað...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 01.04.08.

Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn
birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, "Sátt um
hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á
mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt
Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú
mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af
þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og
samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupóstar sem ritaðir hafa
verið eftir 1. september á síðasta ári!
Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt
Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir
m.a. ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 01.04.08.

...Ástæðan fyrir því að BSRB ákvað að standa að þessari hækkun er í
fyrsta lagi sú að samtökin hafa sannfærst um að kúabændur myndu upp
til hópa lenda í verulegum hremmingum ef ekki yrði komið til móts
við óskir þeirra og væri það í hæsta máta óábyrgt að tefla afkomu
þessa mikilvæga atvinnuvegar í tvísýnu. Í annan stað má ekki gleyma
því að bændur geta ekki farið líkt að og ýmsir aðrir sem stýra
verði á vöru sinni eða þjónustu og ákveðið verðlagið einhliða.
Sannast sagna er ástæða til að ætla að sveiflur á heimsmarkaðsverði
eða gengissveiflur hafi iðulega ekki skilað sér í lægra vöruverði
þegar þær hafa verið neytendum í hag þótt
Lesa meira

Gengissveiflur síðustu daga hafa veitt nokkra innsýn í verslun
og viðskipti. Ekki að það þurfi að koma á óvart að gengi
krónunnar hafi áhrif á vöruverð heldur er hitt umhugsunarvert með
hvaða hætti það gerist. Ekki voru liðnir tveir dagar frá falli
krónunnar en blöðin birtu flennifyrirsagnir um að holskefla
hækkana væri skollin á þjóðinni... Það verður að segjast
einsog er, að rökin hætta að vera sannfærandi þegar þau eru alltaf
neytandanum í óhag. Er til of mikils mælst að þeir sem annast
innkaupin erlendis frá og stunda verslun og viðskipti sýni að nú sé
tími til að draga ögn úr...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum