Kjaramál 2008

HROKAFULLT PRÓFGRÁÐUMANNATAL


...Talsmenn hálaunalækna segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning fela í sér skýr skilaboð: Meirihluti lækna vilji að menntun þeirra sé metin að verðleikum. Svipaðir tónar hafa heyrst frá ýmsum hópum háskólamenntaðara að undanförnu. Þeir tala með fyrirlitningu um tilraunir til að jafna kjörin. Slíkt tal hljómar ekki  sérlega vitiborið í mínum eyrum. Læt ég þá réttlætið liggja á milli hluta. Langskólamenntað fólk verður að skilja að menntun er ekki og á ekki að vera óskilyrt ávísun á miklu betri kjör en þeir njóta sem búa yfir minni skólamenntun...

Lesa meira

FLUGUMFERÐARSTJÓRAR OG KJARABARÁTTAN


Það er verst hvað samfélagið og þá ekki síst fjölmiðlaumhverfið er oft latt og værukært. Alltof fáir nenna að setja sig inn í flókin mál. Einmitt í þessu sýnist mér vera fólginn vandi flugumferðarstjóra sem standa nú í ströngum í kjarasamningaviðræðum í Karphúsinu. Þeim er úthúðað fyrir að stefna ferðaiðnaði í vandræði vegna verkfalla.  Ég hlýt að taka undir með þeim sem hafa áhyggjur af truflunum í flugi á háannatíma. En hverjum er um að kenna?Flugumferðastjórar tóku því ekki fagnandi þegar þeir voru "hlutafélagavæddir" í tíð síðustu ríkisstjórnar. Sýnt var þá að ýmis kjaramál þyrfti að leiða til lykta í tengslum við breytinguna. Það var aldrei gert að fullu. Þá voru - og eru - einnig til staðar ýmis ...

Lesa meira

BJÖRGUNARSAMNINGUR BSRB


...Sú hætta var fyrir hendi - það er að segja ef menn hefðu ekki tekið að af skarið og samið nú - að kjarasamningar hefðu farið í hægagang og jafnvel dregist fram á haustið. Fimm mánaða töf hefði þýtt að hver og einn hefði orðið af eitt hundrað þúsund krónum auk þess sem launahækkanir á grunntaxta skila sér í hækkun afleiddra stærða svo sem yfirvinnu og álags í vaktavinnu. Því hefði verið um að ræða mun hærri fjárhæð sem fólk hefði orðið af....  

Lesa meira

ÞJÓÐARSÁTT UM HVAÐ?


...En til þess að þetta verði ekki bara orðagjálfur þarf meira kjöt á bein. Á Íslandi hefur misrétti færst í aukana á undanförnum árum. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin hafið stórfellda einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Ef ríkisstjórnin ætlar að efna til þjóðarsáttar - nokkuð sem ég styð heilshugar - þá þarf hún að snúa af þessari braut; hefja markvissar aðgerðir til að jafna kjörin í landinu og vinda ofan af einkavæðingunni. Þar nægir ekki að láta staðar numið heldur ...

Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIR SKIPTA MÁLI


Formaður Samfylkingarinnar, utanríkisráðherrann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,  talaði um nauðsyn "þjóðarsáttar" á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Gott ef formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hefur ekki einnig orðað þessa hugsun. Hvað þau eiga við er mér hins vegar hulin ráðgáta....Oft hefur verið vísað til Þjóðarsáttarsamninganna, sem svo voru nefndir,  frá árinu 1990. Þar hafa iðulega verið uppi ýmsar söguskýringar, sem margar eiga það sammerkt að gera sem minnst úr hlut þáverandi ríkisstjórnar...Þótt ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur  sé rétt fram höndin virðist hún fullkomlega áhugalaus um að taka í þá hönd...  

Lesa meira

SKILYRÐI BSRB OG EFASEMDIR UM ENDURHÆFINGARSJÓÐ


1. maí ræða í Vestmannaeyjum.
...Á þessum málum verður nú að taka af festu og ábyrgð því eitt mega menn vita að okkar tilboð er ekki án skilyrða. .. lögð verði á hilluna áform um frekari einkavæðingu innan velferðarþjónustunnar og hætt verði að úthýsa láglaunahópum og koma fram við fólk eins og ómerkilegar stærðir  í bókhaldi ... Þá þurfum við að heyra hvenær stjórnvöld ætli að framfylgja fyrirheitum um að bæta kjör umönnunarstétta og annarra hópa sem búa við óviðunandi kjör og aðstæður?...Ætlar ríkisstjórnin Almannatryggingum rýrari hlut þegar farið verður að beina fjármagni inn í þennan nýja farveg Endurhæfingarsjóðs? Við þessu þurfa að fást svör....

Lesa meira

SAMFÉLAGIÐ HALDI VÖKU SINNI


Í gær hófst þing Kennarasambands Íslands þar sem lagðar eru línur til næstu ára hjá sambandinu. Athyglisvert var að hlýða á ávörp sem flutt voru við setningu þingsins og ber þar fyrst að telja ræðu Eiríks Jónssonar, formanns KÍ, sem flutti kraftmikla ræðu þar sem hann ræddi þjóðfélagsmál almennt og málefni kennara sérstaklega. Varaði Eiríkur mjög eindregið við einkavæðingarstefnunni og vék hann sérstaklega að heilbrigðiskerfinu í því efni. Við svipaðan tón kvað í ræðum erlendra gesta. Ég flutti þinginu ávarp og færði þingfulltrúum kveðjur stjórnar BSRB...Minntist ég föður míns, Jónasar B. Jónssonar, en hann var heiðursfélagi í Kennarasambandi Íslands og hefði orðið hundrað ára 8. apríl ef hann hefði lifað...

Lesa meira

BÆNDASAMTÖKIN GRUNUÐ UM AÐ STARFA FYRIR BÆNDUR!

Birtist í Fréttablaðinu 01.04.08.
FB logo
Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, "Sátt um hækkanir nauðsynleg".  Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupóstar sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári!
Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a. ...

Lesa meira

FORÐUMST ALHÆFINGAR

Birtist í Morgunblaðinu 01.04.08.

...Ástæðan fyrir því að BSRB ákvað að standa að þessari hækkun er í fyrsta lagi sú að samtökin hafa sannfærst um að kúabændur myndu upp til hópa lenda í verulegum hremmingum ef ekki yrði komið til móts við óskir þeirra og væri það í hæsta máta óábyrgt að tefla afkomu þessa mikilvæga atvinnuvegar í tvísýnu. Í annan stað má ekki gleyma því að bændur geta ekki farið líkt að og ýmsir aðrir sem stýra verði á vöru sinni eða þjónustu og ákveðið verðlagið einhliða. Sannast sagna er ástæða til að ætla að sveiflur á heimsmarkaðsverði eða gengissveiflur hafi iðulega ekki skilað sér í lægra vöruverði þegar þær hafa verið neytendum í hag þótt

Lesa meira

VANGAVELTUR UM VERÐLAG OG SAMFÉLAGSLEGA ÁBYRGÐ


Gengissveiflur síðustu daga hafa veitt nokkra innsýn í verslun og viðskipti. Ekki að það þurfi að koma á óvart að gengi krónunnar hafi áhrif á vöruverð heldur er hitt umhugsunarvert með hvaða hætti það gerist. Ekki voru liðnir tveir dagar frá falli krónunnar en blöðin birtu flennifyrirsagnir um að holskefla hækkana væri skollin á þjóðinni... Það verður að segjast einsog er, að rökin hætta að vera sannfærandi þegar þau eru alltaf neytandanum í óhag. Er til of mikils mælst að þeir sem annast innkaupin erlendis frá og stunda verslun og viðskipti sýni að nú sé tími til að draga ögn úr...

Lesa meira

Frá lesendum

FLUGVALLARSVIKIN ENN OG AFTUR

Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. 
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SAMHERJI VARLA SÉRTILFELLI

Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar