GÓÐIR TÓNAR FRÁ STARFSGREINASAMBANDI

Starfsgreinasambandið - Drífa Snædal
Á heimasíðu Starfsgreinasambandsins blasir eftirfarandi við: "Lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsfólk sem unnið hefur fjóra mánuði eða lengur eru 204.000 krónur á mánuði og eftir skatta og önnur gjöld eru útborguð laun tæplega 168.000 krónur á mánuði. Þó flestir séu á hærri launum þá má fyrir þessa upphæð kaupa vinnuframlag í heilan mánuð og getur það varla talist hátt verð."
Að undanförnu hafa upplýsingar úr skattskýrslum fært okkur innsýn í heim mikillar misskiptingar. Úr röðum verkalýðshreyfingarinnar eru farin að berast þau skilaboð að við þetta verið ekki unað. Ég hef vikið að því í skrifum að undanförnu að ég efaðist um að fólk almennt gerði sér grein fyrir því hve laun væru lág hjá stórum hópum opinberra starfsmanna. Fær leið til að passa upp á réttlætið sé að semja um ásættanlegan launamun hjá hinu opinbera, að hann yrði aldrei að hámarki meiri en einn á móti þremur.

Við þetta kann að vera erfiðara að ráða á almennum launamarkaði þar sem launaskrið, óháð kjarasamningum er útbreiddara. Hér þyrfti tvennt að gerast: Stórhækka þarf lægstu laun og í öðru lagi þarf að skapa skilning og viðurkenningu á því hvílík réttlætiskrafa kjarajöfnun er.
Mér þótti gott að heyra áherslur Starfsgreinasambandsins eins og þær hafa verið viðraðar á opinberum vettvangi að undanförnu. Hér að neðan eru slóðir á nýleg viðtöl við framkvæmdastjóra sambandsins, Drífu Snædal.

Spegillinn: http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/06082013/kjaravidraedur-framundan

Stöð 2: http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV6B23E641-7688-4F10-BAA9-EDB1FAC65282

Fréttabréf