Kjaramál

HEIÐUR AÐ HEIMSÓKN


Það yljar mér alltaf um hjartarætur að hlýða á Lúðrasveit Verkalýðsins - sjá hana og heyra. Og einstaklega vænt þótti mér um þegar sveitin tók Nallan af öllum lífs og sálarkröftum úti fyrir höfuðstöðvum BSRB á baráttudegi verkalýðsins - auk annarra vel valinna laga. Okkur var heiður að heimsókn Lúðrasveitar Verkalýðsins...Þórveig Þormóðsdóttir, formanni Félags starfsmanna Stjórnarráðsins mæltist einstaklega vel, þegar hún varaði við niðurskurði í velferðarþjónustunni....Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, minnti á áfangasigra verkalýðshreyfingarinnar í tímans rás....Síðan hvatti hann til þess að Íslendingar gengju í Evrópusambandið....Mikilvægt er að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar einnig,  átti sig á því hvenær og hvenær ekki - í hvaða málum og hvaða málum ekki - þeir hafa umboð til að tala í nafni þjóðarinnar. ...  

Lesa meira

UM VONINA OG SAMSTÖÐUNA

Alltaf er gott að heyra í þeim sem kunna að spinna saman þræði réttindabaráttu og sögu og menningar. Það kann Ragnhildur G. Guðmundsdóttir flestum fremur ....Ragnhildur hittir naglann á höfuðið þegar hún bendir á mikilvægi hins huglæga í tilverunni. Sá á líf sem á von, segir hún. Þetta er rétt. Og áfram má spinna, sá á von sem býr yfir vilja til að berjast fyrir lífsbjörginni. Á baráttudegi verkalýðsins eflum við baráttuandann og þar með lífsviljann - og vonina. Þegar við finnum til samstöðunnar finnum við að við...

Lesa meira

SAMSTÖÐUKVEÐJUR Á 1. MAÍ!!!


Á baráttudegi verkalýðsins flyt ég öllu launafólki og landsmönnum öllum eldheitar baráttukveðjur og minni á nauðsyn þess að við þjöppum okkur öll saman um kröfuna um réttlátt samfélag... Ræðumaður BSRB í Reykjavík að þessu sinni er Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins. Að loknum fundinum efnir BSRB venju samkvæmt til kaffisamsætis ...Þá vil ég vekja athygli á því að VG Í Reykjavík býður... einnig til kaffisamsætis og baráttufundar að Vesturgötu 7. Dagskráin hefst að loknum útifundi verkalýðsfélaganna, en þá munu þau Björg Eva Erlendsdóttir og Ari Mattíason flytja ræður, auk þess sem ...

Lesa meira

UM LAUN OG LAUNAFÓLK

Birtist í Morgunblaðinu 24.04.09.
MBL - Logo...Margir atvinnurekendur hafa viljað hafa annan hátt á: Kauptaxta lága en síðan greiðslur að þeirra duttlungum þar ofan á. Þegar gefur á bátinn þjónar þetta þeirra hagsmunum en kemur launafólkinu í koll. Ég hef alla tíð verið eindreginn fylgismaður þess að hafa kauptaxta háa. Og til þess að stuðla að jöfnuði hef ég á ferli mínum í starfi innan verkalýðshreyfingarinnar ítrekað lagt til að samið verði um fast hlutfall á milli lægstu og hæstu launataxta. Slíkt hefur hins vegar ekki náð fram að ganga eins og kunnugt er. Nú kreppir að og einstaklingsbundnar greiðslur ofan við taxta hrynja. Ég hef beint þeim tilmælum til stjórnenda stofnana innan heilbrigðiskerfisins að hlífa því fólki sem er í lægri kantinum við þess háttar skerðingum. Betur væri að kauptaxtar þessa fólks væru hækkaðir því til varnar. ...

Lesa meira

JÁKVÆÐAR YFIRLÝSINGAR BHM

Það var ánægjulegt að sitja fund með trúnaðarmönnum launafólks innan raða háskólamanna í BHM í vikunni.
Og ég neita því ekki að það gladdi mjög hjarta mitt að heyra yfirlýsingar formanns BHM og annarra forsvarsmanna bandalagsins á fundinum og í kjölfar hans. Þar áréttaði ég að allt tal um lækkanir á kjarasamningsbundnum kjörum launafólks - einsog pólitískir andstæðingar hafa gert skóna að ég sé sérstakur áhugamaður um!!! -   væri út í hött...

Lesa meira

GEFANDI SAMRÁÐ


Troðfullt var út úr dyrum í fundarsölum BSRB þegar trúnaðarmenn innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB komu til samráðsfundar með heilbrigðisráðherra í dag. Fundurinn var afar gagnlegur fyrir mig og vonandi einnig trúnaðarmennina sem komu með óteljandi ábendingar og úrræði. Athygli vakti að fólk kom á fundinn úr öllum landshlutum. Trúnaðarmenn kröfðust kjarajöfnunar, vöruðu við útboðum sem iðulega væru ávísun á kjararýrnun; sýnt var fram á að fækkun starfa þýddi útgjöld á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Eða væri betra að...

Lesa meira

KRAFAN ER KJARAJÖFNUN - EKKI ALMENN LAUNALÆKKUN


Í fréttum í dag var ágætt viðtal við Þuríði Einarsdóttur, formann Póstmannafélags Íslands. Hún sagði að farið væri að skerða kjör póstburðarfólks. Gæti kjaraskerðingin numið 10%. Það væri stór biti fyrir fólk með innan við 200 þúsund krónur í tekjur. Ég vil taka undir með formanni PFÍ. Greinilegt er að upp er kominn alvarlegur misskilningur hjá þeim sem stýra stofnunum og fyrirtækjum. Þeir virðast halda að gefið hafi verið grænt ljós á launalækkun hjá launaþjóðinni einsog hún leggur sig. Það er af og frá. Það eru topparnir sem eiga að lækka. Þeir lægstu eiga að hækka. Krafan er kjarajöfnun. Ekki ...

Lesa meira

FJÖLMENNUM Á INGÓLFSTORGIÐ Í REYKJAVÍK Í DAG!

BSRB_Verjum-velf_nov_2008lt

á Ingólfstorgi í dag, mánudaginn 24. Nóvember, kl. 16:30. Tilefni fundarins er óvissuástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðing sem nú þegar blasir við mörgum og síðast en ekki síst hugmyndir stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar...Í fréttatilkynningu sem boðendur fundarins á Ingólfstorgi í dag, sendu frá sér segir m.a.: "..Íslenskt samfélag stendur nú á krossgötum. Við teljum að grundvöllur hins nýja Íslands verði að byggjast á samkennd og sameiginlegri ábyrgð okkar hvert á öðru. Það að vega að núverandi velferðarkerfi er ekki fyrsta skref á þeirri leið. Verjum því velferðina sem fyrsta áfanga að bættri framtíð. Við krefjumst síðan lýðræðislegra vinnubragða stjórnvalda, opinnar stjórnsýslu og upprætingu spillingar."

Lesa meira

VERÐTRYGGINGIN RÆDD HJÁ BSRB

hip

Undanfarnar vikur hefur BSRB efnt til opinna funda um ýmis þau mál sem heitast á okkur brenna nú um stundir. Fundirnir hafa verið vel sóttir og mun svo eflaust verða í dag þegar þeir Ingólfur H. Ingólfsson og Pétur H. Blöndal ræða verðtrygginguna, kosti hennar og galla og hvort æskilegt sé að afnema hana til skammst tíma eða til langframa. Ég vek athygli á að fundurinn er öllum opinn. Sjá nánar um stað og stund...

Lesa meira

VEL NOTAÐIR PENINGAR ERU VEL GEYMDIR

Birtist í nýútkomnum SFR-tíðindum
Íslendingar standa á tímamótum. Öllum er ljós sá mikli vandi sem þjóðin stendur frammi fyrir. Flestir gera sér líka grein fyrir því að framundan er tími endurmats. Yngsta kynslóðin er forviða. Hún þekkir bara sveifluna upp á við - alla vega þegar þjóðfélagið er skoðað í heild sinni. Hún hefur að vísu haft af því spurn að þjóðfélagið sé orðið harðneskjulegra en áður var og vissulega erfitt að vera tekjulítill og veikur. Fæstir af þessari kynslóð þekkja þetta þó af eigin reynslu ...Hitt sem þá snýr að endurmatinu er hvaða lærdóma við getum dregið af reynslu undangenginna ára. Hér kemur lífeyrissparnaðurinn fyrst upp í hugann. Í hruninu innan fjármálageirans hafa lífeyrissjóðirnir orðið fyrir gríðarlegum búsifjum. Nú þurfa gæslumenn þeirra að ...

Lesa meira

Frá lesendum

SÝNDARMÓTMÆLI AFÞÖKKUÐ

Sammála þér um heimsókn Pence. Hann er kominn til að þakka fylgispektina. Hún hefur verið raunveruleg ... Að halda að klæðaburður – hvítklædd forsetafrú í samræmi við einhver mótmæli yfirstéttarkvenna í Bandaríkjunum og armæðusvipur foresætisráðherra breiði yfir þetta er nánast hlægilegt. Hvernig væri að þora að mótmæla gesti okkar augliti til auglitis, sýna honum kurteisi sem fulltrúa þjóðar sinnar, en síðan standa stíf á okkar gangvart hervæðingu og yfirgangi hans heimalands í beinskeittum orðum og siðan athöfnum? Hvaða athöfnum? Þeim sem hér eru áðurnefndar ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: BANDARÍKIN FÆRA HEIMINN NÆR KJARNORKUVETRI, OG ÍSLAND HJÁLPAR TIL?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÓSJÁLFSTÆÐIR ALÞINGISMENN

... Það er ætíð fyrirhafnarmeira að setja sig inn í mál, og beita eigin dómgreind, en að falla í gryfju meðvirkninnar með valdinu og hjarðmennskunni. Tvíhyggja er hugtak sem fyrst kemur í hugann þegar rýnt er í „rök“ stuðningsmanna orkupakkans. Sama fólk telur að það sé hægt að innleiða reglugerðir og tilskipanir evrópsks réttar, sem hafa fullt lagagildi á Íslandi, en jafnframt hafa áfram fullt vald á sama sviði samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er óleysanleg mótsögn ... 

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ATRIÐI SEM ÞINGMENN ÆTTU AÐ VELTA ALVARLEGA FYRIR SÉR - ORKUPAKKI 3

Eins og mörgum er kunnugt er fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann næstkomandi mánudag. Eftir að hafa horft á umræður frá Alþingi, nú í kvöld, er ljóst að of margir þingmenn eru alveg úti að aka í umræðunni og virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað þar er um að ræða. Talsmenn Pírata eru t.a.m. í „stjarnfræðilegri“ fjarlægð frá inntaki málsins [fastir í sínu fari]. Sama á við um talsmenn VG sem greinilega eru í afneitun og hvorki geta né vilja skilja heildarsamhengi hlutanna. Það á einnig við um flesta talsmenn Sjálfstæðisflokksins og framsóknar. Þar er gjarnan vísað í ...

Lesa meira

Kári skrifar: FRJÁLST FLÆÐI Á "VÖRUM", SÝNDARSANNLEIKUR OG FJÁRGLÆFRAMENNSKA - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

Í umræðunni um þriðja orkupakkann, undanfarna mánuði, hafa helstu talsmenn ríkisstjórnarinnar talsvert hamrað á því að rafmagn sé „vara“. Þar er stuðst við skilgreiningu ESB. Samkvæmt því fellur rafmagn undir reglur Evrópuréttarins um frjálst flæði. Um innri markað ESB er fjallað í greinum 26-27 í Lissabon-sáttmálanum. Um frjálst flæði gilda reglur innri markaðarins og koma fram í sama sáttmála [TFEU] greinum 28-37. En af lykilreglum innri markaðar Evrópu er reglan um gagnkvæma viðurkenningu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: VÍGVÆÐING NORÐURSKLÓÐA

Ný hervæðing á Keflavíkurflugvelli er liður í vígvæðingu norðurslóða, Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins. Hver vígvæðingarfréttin rekur aðra. A  Á undanförnum mánuðum hefur útvarpið sagt nokkrar fréttir af viðamiklum framkvæmdum á Keflavíkurvelli á vegum (aðallega) Bandaríkjahers, aðstöðu fyrir fleiri kafbátaleitarvélar, íbúðir fyrir meira en þúsund hermenn og uppfærsla ratsjárkerfa í fjórum landshornum. Hægt verður að taka við allt að tveimur orrustuflugsveitum hvenær sólarhringsins sem er, í hverri flugsveit jafnan 18 til 24 orrustuflugvélar o.s.frv. ...

Lesa meira

Kári skrifar: LANGSÓTTAR OG FJARSTÆÐUKENNDAR LÖGSKÝRINGAR "STEYPUPRÓFESSORS OG LAGADEILDARDÓSENTS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

... Í grein í Fréttablaðinu í dag, 16. ágúst, er grein eftir „steypuprófessorinn“ og lagadeildardósent við Háskólann í Reykjavík. Greinin er að mestu endurtekning á fyrri rangfærslum. Þó er rétt að fara nokkrum orðum um það sem þar er haldið fram. Í greininni endurspeglast mjög sérkennileg „lagahyggja“ en hún birtist þannig að það eina sem talið er skipta máli sé lagatextinn sjálfur og ef ekkert stendur í lagatextanum (sem er raunar rangt) þá sé engin hætta á ferðum. Þetta má kalla „lögfræði án jarðsambands“...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar