Birtist í Mbl
Mannskaðarnir á Vestfjörðum setja skugga á árið 1995 og minna á
hversu harðbýlt land okkar er og hve mikilvægt er að þjóðin standi
saman þegar á reynir. Djúpur harmur er kveðinn að mörgum vegna
þessara og annarra slysfara.
Birtist í Mbl
Félagi minn í BSRB, Pétur Örn Sigurðsson, skrifar ágæta og
málefnalega grein í Morgunblaðið á miðvikudag þar sem hann spyr um
stefnu samtakanna í heilbrigðismálum.
Birtist í Mbl
Að undanförnu hefur spunnist umræða í fjölmiðlum hvernig staðið
skuli að neyðarsímsvörun í landinu og hef ég látið í ljós þá skoðun
mína að ég telji ekki rétt að fela fyrirtækjum á markaði eða öðrum
aðilum sem ekki heyra undir stjórnsýslulög eignarvald yfir svo
viðkvæmri þjónustu sem hér er um að ræða.
Bitist í Mbl
Fyrr á þessu ári voru sett lög um að samræma símsvörun
neyðarþjónustu landsmanna. Þetta er þarft framfaramál og ætti að
geta orðið til þess að stuðla að markvissari vinnubrögðum, auka
öryggi og jafnvel draga úr kostnaði ef rétt er að málum staðið. En
því miður bendir flest til þess að við framkvæmdina hafi menn farið
út af því sporinu.
Birtist í Mbl
Um áramótin verður tekið í notkun nýtt númer fyrir neyðarþjónustu í
landinu. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðinn
febrúar er gert ráð fyrir því að þeir sem sinna öryggisþjónustu og
björgunarstarfi í landinu geti átt aðild að sérstakri vaktstöð sem
komið yrði upp en þaðan verði síðan beint beiðnum um aðstoð, hvort
sem um er að ræða slys eða afbrot, til hlutaðeigandi aðila.
Birtist í Mbl
Það vakti talsverða athygli í þjóðfélaginu þegar fréttir bárust af
því síðastliðið vor að fyrir dyrum stæðu umfangsmeiri sumarlokanir
á geðdeildum sjúkrahúsa en þekkst hafa til þessa.
Pétur Blöndal er heiðarlegur maður og hreinskiptinn. Hann segir
alltaf upphátt það sem samflokksmenn hans hugsa margir en segja
sjaldan. Og aldrei fyrir kosningar, aðeins eftir kosningar.
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...