Birtist í DV 28.11.2002
Fyrst var deilt um það hvort gera ætti ríkisbankana að
hlutafélögum. Það var gert og nú hefur verkið nánast verið
fullkomnað með því að selja Landsbanka og Búnaðarbanka að
undanskildum litlum hluta sem enn er í þjóðareign.
Birtist í Mbl. 26.11.2002
Aðalfundur BSRB sem haldinn var fyrir fáeinum dögum lagði áherslu á
að settar verði reglur sem tryggi persónuvernd starfsmanna á
vinnustöðum. Á mörgum vinnustöðum hefur hvers kyns eftirlit með
starfsfólki færst í vöxt.
Umræða um kvenfrelsismál er mjög brýn og þarf að fá mikið vægi.
Í aðdraganda kosninga veltir fólk því eðlilega fyrir sér hvaða
leiðir séu færar til að tryggja jafnræði með kynjunum í tengslum
við komandi kosningar og að þeim afloknum. Reyndar eru teikn á
lofti um að ekki sé mjög bjart framundan hvað þetta varðar.
Íslenskir hugvísindamenn og fræðimenn sýndu það um helgina svo
ekki verður um villst að þeir hafa burði til að gera Ísland að
alþjóðlegri hugmyndasmiðju. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef rétt
er að málum staðið getur íslenska háskólasamfélagið orðið
eftirsóknarverður vettvangur fyrir fræðimenn og stjórnmálamenn víðs
vegar að úr heiminum. Allir sem þekkja til ráðstefnuhalds vita að
Ísland hefur mikið aðdráttarafl. Og þegar íslensk náttúra og
íslenskt hugvit leggja saman er kominn kokteill sem margir munu
vilja bergja á.
Það er gott að vera bjartsýnn og það er gott til þess að vita að
Íslendingar líti björtum augum til afkomu sinnar á næstu árum.
Skoðanakönnun DV færir manni nú heim sanninn um að þeim hafi
fjölgað sem trú hafa á framtíðina en hinum fækkað sem óttast að nú
muni halla undan fæti.
Hver eru brýnustu úrlausnarefni í Reykjavík á komandi
kjörtímabili? Að mínum dómi stendur tvennt upp úr. Annars vegar
málefni aldraðra og hins vegar húsnæðismál. Í báðum þessum
málaflokkum er þörf á stórátaki.
Birtist í Mbl
Í Morgunblaðinu 14. maí ritar Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður
og stjórnarformaður DAS grein sem ber heitið: "R-listinn,Vinstri
grænir í samstarfi við fjárfesta Frumafls."
Birtist í Mbl
Inn um bréfalúguna kemur tilboð um hvort ég vilji "…aðstoða
einhvern sem mér þykir vænt um við að stíga fyrsta skrefið að
mikilvægri tryggingavernd."
"Í mín eyru hafa verslunareigendur viðurkennt að þeir
myndu aldrei geta haft eins lága álagningu og ÁTVR nema þá
hugsanlega með því að hafa aðeins í boði allra vinsælustu
tegundirnar."
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...