Samfélagsmál 2003
Birtist í Fréttablaðinu 09.12.2003
Í morgun heyrði ég í ágætum kunningja mínum. Hann var að segja mér
þau tíðindi að hann væri í fyrsta sinn á ævinni að skrá sig
atvinnulausan og sækja um atvinnuleysisbætur. Þetta er maður með
vinnufúsan huga og hendur og á enga ósk heitari en að ...
Lesa meira
Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða í þjóðfélaginu um
fákeppni, jafnvel einokun og óeðlilegt verðsamráð á ýmsum sviðum í
efnahagslífinu, í verslun og þjónustu, olíusölu, í tryggingum,
banka- og fjármálastarfsemi og nú síðast hafa sjónir manna beinst
að lyfjum og fákeppni á sviði lyfjasölu. Í síðustu viku...
Lesa meira
Mikilvægustu samningaviðræður sem nú fara fram á
alþjóðavettvangi tengjast svokölluðum GATS-samningi. Samningurinn
fjallar um viðskipti með þjónustu (General Agreement on Trade in
Services). Það er Alþjóða viðskiptastofnunin ( WTO) sem heldur utan
um samningsferlið . Yfir því hefur hvílt óþægilega mikil leynd og
hefur verkalýðshreyfingin um víða veröld reynt að fá
henni aflétt og hafa áhrif á þróunina. Hér á landi hefur BSRB
staðið í fararbroddi enda þar á bæ menn vel meðvitaðir um að með
GATS samningnum er stefnt að markaðsvæðingu allrar
samfélagsþjónustu.
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 29.10.2003
Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað var um á nýafstöðnu þingi
BSRB voru húsnæðismál. Á því sviði hefur bandalagið markað skýra
stefnu þar sem gert er ráð fyrir samvinnu ríkis, sveitarfélaga og
lífeyrissjóðanna í landinu en eignir þeirra munu innan fjögurra ára
nema um eitt þúsund milljörðum króna. Fráleitt er annað en að þessi
sparnaður, sem samfélagið hefur komið sér saman um, verði nýttur í
uppbyggileg verkefni. Þar er húsnæðiskerfið ofarlega á blaði.
Reyndar hafa lífeyrissjóðirnir staðið sig sæmilega í seinni tíð að
fjárfesta í húsbréfum. Slíkt forðar okkur frá kjararýrandi afföllum
auk þess sem þetta er einhver öruggasta fjárfesting sem
lífeyrissjóðirnir geta ráðist í. En lífeyrissjóðirnir þurfa að
ganga lengra.
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 25.10.2003
Á fimmtudag urðu stórpólitísk tíðindi í heiminum. Yfirstjórn bresku
járnbrautanna ákvað eftir ítarlega rannsókn að þjóðnýta viðhald og
viðgerðir á breska járnbrautarkerfinu. Þetta þýðir að átján þúsund
starfsmenn færast frá einkafyrirtækjum til ríkisins. Þetta er
niðurstaða ríkisstjórnar sem hefur lýst því yfir að hún sé
ríkisstjórn einkarekstrar alls staðar þar sem því verði við komið.
Þetta er ríkisstjórn sem hefur lýst því yfir að hún sé ekki
sósíalísk ríksisstjórn...
Lesa meira
Um heim allan er um það deilt hvort einkavæða eigi vatnið.
Þessar deilur fara fram á löggjafarsamkundum, í sveitarstjórnum og
annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 30.09.2003
Nú ætla ég ekki að fella neinn áfellisdóm yfir tryggingafélaginu
Samlíf, síður en svo. Fyrirtækið er einfaldlega að gera það sama og
tryggingafyrirtæki af þessu tagi gera um heim allan. Spurningin sem
við hins vegar stöndum frammi fyrir sem þjóð er áleitin. Ef við
veikjum stoðir þess samhjálaparkerfis sem lýst er hér að framan þá
höfum við fengið sterka vísbendingu um hvað tekur við...
Lesa meira
Erindi á ráðstefnu NORDFAG í Munaðarnesi
Á nýafstöðnu þingi Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsstöðvanna á
Norðurlöndum (NORDFAG) var samþykkt ályktun þar sem áhersla var
lögð á að efla útvarp í almannaeign. Ríkisútvarp þjónaði lýðræðinu
ef það fengi að starfa sjálfstætt og á faglegum forsendum. Þetta
voru skilaboð ráðstefnunnar...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 10.09.2003
Ég efast ekki um að Stöð tvö er að fara í gegnum miklar þrengingar
og staða forstjóra fyrirtækisins er án efa ekki öfundsverð. Hann
bætir hana hins vegar ekki með því að fara með rangar fullyrðingar.
Vonandi mun hann bera gæfu til þess að haga málflutningi sínum á
heiðarlegri hátt en hann gerir í Fréttablaðinu síðastliðinn
föstudag...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 03.09.2003
Um daginn birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni
Stórfiskar án starfa og mynd af sex valinkunnum fréttamönnum.
Athygli vakti að engin kona var í hópnum. Hins vegar hefur verið
staðfest, og var skilmerkilega greint frá því í þessari frétt, að
nokkrar fréttakonur á Stöð tvö hefðu einnig misst vinnuna, Bryndís
Hólm, Margrét Stefánsdóttir og Ólöf Rún Skúladóttir. Síðan kom
frétt um það á mánudag að Hulda Gunnarsdóttir væri einnig í þessum
hópi.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum