Samfélagsmál 2003
Birtist í Fréttablaðinu 09.12.2003
Í morgun heyrði ég í ágætum kunningja mínum. Hann var að segja mér
þau tíðindi að hann væri í fyrsta sinn á ævinni að skrá sig
atvinnulausan og sækja um atvinnuleysisbætur. Þetta er maður með
vinnufúsan huga og hendur og á enga ósk heitari en að ...
Lesa meira
Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða í þjóðfélaginu um
fákeppni, jafnvel einokun og óeðlilegt verðsamráð á ýmsum sviðum í
efnahagslífinu, í verslun og þjónustu, olíusölu, í tryggingum,
banka- og fjármálastarfsemi og nú síðast hafa sjónir manna beinst
að lyfjum og fákeppni á sviði lyfjasölu. Í síðustu viku...
Lesa meira
Mikilvægustu samningaviðræður sem nú fara fram á
alþjóðavettvangi tengjast svokölluðum GATS-samningi. Samningurinn
fjallar um viðskipti með þjónustu (General Agreement on Trade in
Services). Það er Alþjóða viðskiptastofnunin ( WTO) sem heldur utan
um samningsferlið . Yfir því hefur hvílt óþægilega mikil leynd og
hefur verkalýðshreyfingin um víða veröld reynt að fá
henni aflétt og hafa áhrif á þróunina. Hér á landi hefur BSRB
staðið í fararbroddi enda þar á bæ menn vel meðvitaðir um að með
GATS samningnum er stefnt að markaðsvæðingu allrar
samfélagsþjónustu.
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 29.10.2003
Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað var um á nýafstöðnu þingi
BSRB voru húsnæðismál. Á því sviði hefur bandalagið markað skýra
stefnu þar sem gert er ráð fyrir samvinnu ríkis, sveitarfélaga og
lífeyrissjóðanna í landinu en eignir þeirra munu innan fjögurra ára
nema um eitt þúsund milljörðum króna. Fráleitt er annað en að þessi
sparnaður, sem samfélagið hefur komið sér saman um, verði nýttur í
uppbyggileg verkefni. Þar er húsnæðiskerfið ofarlega á blaði.
Reyndar hafa lífeyrissjóðirnir staðið sig sæmilega í seinni tíð að
fjárfesta í húsbréfum. Slíkt forðar okkur frá kjararýrandi afföllum
auk þess sem þetta er einhver öruggasta fjárfesting sem
lífeyrissjóðirnir geta ráðist í. En lífeyrissjóðirnir þurfa að
ganga lengra.
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 25.10.2003
Á fimmtudag urðu stórpólitísk tíðindi í heiminum. Yfirstjórn bresku
járnbrautanna ákvað eftir ítarlega rannsókn að þjóðnýta viðhald og
viðgerðir á breska járnbrautarkerfinu. Þetta þýðir að átján þúsund
starfsmenn færast frá einkafyrirtækjum til ríkisins. Þetta er
niðurstaða ríkisstjórnar sem hefur lýst því yfir að hún sé
ríkisstjórn einkarekstrar alls staðar þar sem því verði við komið.
Þetta er ríkisstjórn sem hefur lýst því yfir að hún sé ekki
sósíalísk ríksisstjórn...
Lesa meira
Um heim allan er um það deilt hvort einkavæða eigi vatnið.
Þessar deilur fara fram á löggjafarsamkundum, í sveitarstjórnum og
annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 30.09.2003
Nú ætla ég ekki að fella neinn áfellisdóm yfir tryggingafélaginu
Samlíf, síður en svo. Fyrirtækið er einfaldlega að gera það sama og
tryggingafyrirtæki af þessu tagi gera um heim allan. Spurningin sem
við hins vegar stöndum frammi fyrir sem þjóð er áleitin. Ef við
veikjum stoðir þess samhjálaparkerfis sem lýst er hér að framan þá
höfum við fengið sterka vísbendingu um hvað tekur við...
Lesa meira
Erindi á ráðstefnu NORDFAG í Munaðarnesi
Á nýafstöðnu þingi Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsstöðvanna á
Norðurlöndum (NORDFAG) var samþykkt ályktun þar sem áhersla var
lögð á að efla útvarp í almannaeign. Ríkisútvarp þjónaði lýðræðinu
ef það fengi að starfa sjálfstætt og á faglegum forsendum. Þetta
voru skilaboð ráðstefnunnar...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 10.09.2003
Ég efast ekki um að Stöð tvö er að fara í gegnum miklar þrengingar
og staða forstjóra fyrirtækisins er án efa ekki öfundsverð. Hann
bætir hana hins vegar ekki með því að fara með rangar fullyrðingar.
Vonandi mun hann bera gæfu til þess að haga málflutningi sínum á
heiðarlegri hátt en hann gerir í Fréttablaðinu síðastliðinn
föstudag...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 03.09.2003
Um daginn birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni
Stórfiskar án starfa og mynd af sex valinkunnum fréttamönnum.
Athygli vakti að engin kona var í hópnum. Hins vegar hefur verið
staðfest, og var skilmerkilega greint frá því í þessari frétt, að
nokkrar fréttakonur á Stöð tvö hefðu einnig misst vinnuna, Bryndís
Hólm, Margrét Stefánsdóttir og Ólöf Rún Skúladóttir. Síðan kom
frétt um það á mánudag að Hulda Gunnarsdóttir væri einnig í þessum
hópi.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum