Samfélagsmál 2003
Birtist í Fréttablaðinu 09.12.2003
Í morgun heyrði ég í ágætum kunningja mínum. Hann var að segja mér
þau tíðindi að hann væri í fyrsta sinn á ævinni að skrá sig
atvinnulausan og sækja um atvinnuleysisbætur. Þetta er maður með
vinnufúsan huga og hendur og á enga ósk heitari en að ...
Lesa meira
Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða í þjóðfélaginu um
fákeppni, jafnvel einokun og óeðlilegt verðsamráð á ýmsum sviðum í
efnahagslífinu, í verslun og þjónustu, olíusölu, í tryggingum,
banka- og fjármálastarfsemi og nú síðast hafa sjónir manna beinst
að lyfjum og fákeppni á sviði lyfjasölu. Í síðustu viku...
Lesa meira
Mikilvægustu samningaviðræður sem nú fara fram á
alþjóðavettvangi tengjast svokölluðum GATS-samningi. Samningurinn
fjallar um viðskipti með þjónustu (General Agreement on Trade in
Services). Það er Alþjóða viðskiptastofnunin ( WTO) sem heldur utan
um samningsferlið . Yfir því hefur hvílt óþægilega mikil leynd og
hefur verkalýðshreyfingin um víða veröld reynt að fá
henni aflétt og hafa áhrif á þróunina. Hér á landi hefur BSRB
staðið í fararbroddi enda þar á bæ menn vel meðvitaðir um að með
GATS samningnum er stefnt að markaðsvæðingu allrar
samfélagsþjónustu.
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 29.10.2003
Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað var um á nýafstöðnu þingi
BSRB voru húsnæðismál. Á því sviði hefur bandalagið markað skýra
stefnu þar sem gert er ráð fyrir samvinnu ríkis, sveitarfélaga og
lífeyrissjóðanna í landinu en eignir þeirra munu innan fjögurra ára
nema um eitt þúsund milljörðum króna. Fráleitt er annað en að þessi
sparnaður, sem samfélagið hefur komið sér saman um, verði nýttur í
uppbyggileg verkefni. Þar er húsnæðiskerfið ofarlega á blaði.
Reyndar hafa lífeyrissjóðirnir staðið sig sæmilega í seinni tíð að
fjárfesta í húsbréfum. Slíkt forðar okkur frá kjararýrandi afföllum
auk þess sem þetta er einhver öruggasta fjárfesting sem
lífeyrissjóðirnir geta ráðist í. En lífeyrissjóðirnir þurfa að
ganga lengra.
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 25.10.2003
Á fimmtudag urðu stórpólitísk tíðindi í heiminum. Yfirstjórn bresku
járnbrautanna ákvað eftir ítarlega rannsókn að þjóðnýta viðhald og
viðgerðir á breska járnbrautarkerfinu. Þetta þýðir að átján þúsund
starfsmenn færast frá einkafyrirtækjum til ríkisins. Þetta er
niðurstaða ríkisstjórnar sem hefur lýst því yfir að hún sé
ríkisstjórn einkarekstrar alls staðar þar sem því verði við komið.
Þetta er ríkisstjórn sem hefur lýst því yfir að hún sé ekki
sósíalísk ríksisstjórn...
Lesa meira
Um heim allan er um það deilt hvort einkavæða eigi vatnið.
Þessar deilur fara fram á löggjafarsamkundum, í sveitarstjórnum og
annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 30.09.2003
Nú ætla ég ekki að fella neinn áfellisdóm yfir tryggingafélaginu
Samlíf, síður en svo. Fyrirtækið er einfaldlega að gera það sama og
tryggingafyrirtæki af þessu tagi gera um heim allan. Spurningin sem
við hins vegar stöndum frammi fyrir sem þjóð er áleitin. Ef við
veikjum stoðir þess samhjálaparkerfis sem lýst er hér að framan þá
höfum við fengið sterka vísbendingu um hvað tekur við...
Lesa meira
Erindi á ráðstefnu NORDFAG í Munaðarnesi
Á nýafstöðnu þingi Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsstöðvanna á
Norðurlöndum (NORDFAG) var samþykkt ályktun þar sem áhersla var
lögð á að efla útvarp í almannaeign. Ríkisútvarp þjónaði lýðræðinu
ef það fengi að starfa sjálfstætt og á faglegum forsendum. Þetta
voru skilaboð ráðstefnunnar...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 10.09.2003
Ég efast ekki um að Stöð tvö er að fara í gegnum miklar þrengingar
og staða forstjóra fyrirtækisins er án efa ekki öfundsverð. Hann
bætir hana hins vegar ekki með því að fara með rangar fullyrðingar.
Vonandi mun hann bera gæfu til þess að haga málflutningi sínum á
heiðarlegri hátt en hann gerir í Fréttablaðinu síðastliðinn
föstudag...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 03.09.2003
Um daginn birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni
Stórfiskar án starfa og mynd af sex valinkunnum fréttamönnum.
Athygli vakti að engin kona var í hópnum. Hins vegar hefur verið
staðfest, og var skilmerkilega greint frá því í þessari frétt, að
nokkrar fréttakonur á Stöð tvö hefðu einnig misst vinnuna, Bryndís
Hólm, Margrét Stefánsdóttir og Ólöf Rún Skúladóttir. Síðan kom
frétt um það á mánudag að Hulda Gunnarsdóttir væri einnig í þessum
hópi.
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum