Samfélagsmál 2003

Verslunarráðið vísar veginn

Birtist í DV 13.08.2003
Er það gefið að samfélagslegt átak sé alltaf af hinu illa fyrir "fólkið sjálft"? Getur verið að þegar frjálshyggjumenn tala um "fólkið sjálft", á þennan hátt, þá sé skilgreining þeirra nokkuð þröng? Að "fólkið sjálft" rúmist kannski í sæmilega góðum fyrirlestrasal hjá Verslunarráði Íslands?

Lesa meira

Hvers vegna fáum við ekki að heyra sannleikann?

Birtist í Morgunblaðinu 13.08.2003
Það væri fróðlegt að heyra Eamonn Butler og félaga hjá Adam Smith Institute, útlista hvernig þeir ætla að stórhækka laun en jafnframt ná 20%-40% sparnaði í starfsemi þar sem launin vega 70% af rekstrarkostnaði. Í Morgunblaðsviðtalinu vísar Eamonn Butler á stjórnunarvanda ... Á að bera þetta á borð fyrir starfsmenn íslensku heilbrigðisþjónustunnar? Heldur dr. Eamonn Butler að starfsfólk íslenskra sjúkrastofnana sé að snyrta á sér neglurnar í vinnunni?

Lesa meira

Björn Bjarnason setur heimsmet

Birtist í Fréttablaðinu 24.07. 2003
Björn Bjarnason stýrir Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sem kunnugt er. Ekki veit ég hvernig verkaskipting er innandyra í ráðuneytinu, en ég gef mér að hermálin, ef til kæmi, yrðu dómsmálaráðuneytismegin. Fyrirgefning syndanna myndi hins vegar að öllum líkindum falla undir kirkjumál. Á hvoru tveggja sviðinu hefur Björn látið til sín taka að undanförnu. Hann vill stofna íslenskan her með myndarlegu aðalliði og yfir tuttugu þúsund manna varaliði. Hinn þátturinn í málatilbúnaði Björns, sem varðar syndaaflausnina, snýr að samráði olíufélaganna um olíuverð.

Lesa meira

Um framtíð Ríkisútvarpsins

Birtist í DV 14.07.2003
Sá háttur hefur verið tekinn upp að birta leiðara DV nafnlausa líkt og tíðkast á Morgunblaðinu. Þannig er sá tími runninn upp að blaðið hafi skoðun. Í leiðara um sl. helgi viðrar DV skoðanir sínar á ljósvakafjölmiðlunum auk þess sem blaðið skilgreinir sinn skilning á framförum í efnahagslífinu. Fyrirsögn leiðarans gefur tóninn...

Lesa meira

Bifröst og Háskólinn í Reykjavík kynna kröfugerð

Birtist í Morgunblaðinu 15.06.2003
Hvers kyns mismunun á markaðstorginu er sem eitur í beinum allra sannra markaðssinna. Litið er á slíkt sem arfleifð liðins tíma. Hlutverk hins opinbera á samkvæmt þeirra kokkabókum að einskorðast við að setja almennar reglur og greiða síðan fyrir aðkeypta þjónustu. Í þessum anda eru nú settar fram, af hálfu rektora Viðskiptaháskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík, hugmyndir um að gera Háskóla Íslands að sjálfseignarstofnun sem færa eigi yfir á torg markaðarins. Hugmyndin er sú að allir háskólar skuli sitja við sama borð gagnvart skattgreiðandanum. Komi nýir skólar fram á sjónarsviðið skuli skattpyngjurnar standa þeim opnar á sömu forsendum og þeim skólum sem fyrir eru.

Lesa meira


Blair opnar pyngjur almennings fyrir fjárfestum

Miklar deilur hafa að nýju blossað upp í Verkamannaflokknum í Bretlandi út af því sem velferðarsinnarnir í flokknum kalla "ástarsamband Nýja Verkamannaflokksins við einkageirann". Sem kunnugt er reyna fjárfestar um víða veröld að þröngva sér inn í velferðarþjónustuna. Þeir vita sem er að þar eru unnin störf sem verða nauðsynleg um ókomna framtíð og ef vel er haldið á spöðunum af þeirra hálfu má hafa þaðan góðan hagnað. Af þessu hafa Íslendingar þegar haft nasasjón.

Lesa meira

Það verður kosið um heilbrigðismál

Birtist í Mbl. 10.05.2003
Í aðdraganda kosninganna hefur verið horft mjög til skattamála. Því miður hafa stjórnarflokkarnir og Samfylkingin sem boða minni tekjur ríkisins með skattatillögum sínum ekki verið krafðir nægilega svara um hvar þeir ætli að skera niður eða að hvaða marki þeir ætli að mæta niðurskurðinum með auknum þjónustugjöldum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hótar því að skera niður skatta sem nema rekstrarkostnaði Landspítalans og öllum lyfjaútgjöldum ríkisins og öllum greiðslum til sérfræðinga, þá er því ósvarað hverjir eigi að borga.

Lesa meira

Lyftum fólki til flugs...

Ávarp Ögmundar Jónassonar í Ólafsfirði 1. maí 2003
Góðir félagar.
Til hamingju með daginn.
Ef til vill þarf börn til að sjá mjög skýrt muninn á réttu og röngu. Alla vega hefði það ekki vafist fyrir neinum í barnaafmælunum sem ég sótti forðum daga að sjá að ekki gengi í afmæli þar sem gestirnir væru tuttugu, að tveir þeirra borðuðu átján sneiðar af afmæliskökunni og skildu aðeins tvær eftir handa öllum hinum. Þá hefði án efa orðið mikið uppistand í afmælinu, foreldrar kallaðir til og sennilega hefðu hinir gráðugu óþekktarormar fengið tiltal.

Lesa meira


Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira

Kári skrifar: Hvers vegna skiptir sjálfstæði máli fyrir ríki og þjóðir?

... Fólk getur t.a.m. stundum valið um „trúleysi“ eða að rækta ákveðna trú [trúfrelsi], að leggja deilumál sín fyrir dómstóla, hvar það vill búa [eða flytja til annars ríkis] o.s.frv. Með öðrum orðum, fólk hefur þá, að minnsta kosti að nafninu til, mannréttindi [margir njóta þó engra mannréttinda]. Eðlilegt þykir að fólk beiti þessum réttindum sjálft enda ganga þekktar kenningar [náttúruréttur] í heimspeki út frá því að fólk fæðist með ákveðin réttindi sem ekki verði af því tekin. Greinarhöfundur þekkir engin dæmi þess að fólk vilji framselja mannréttindi sín til annara ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: "BARÁTTA MÍN" - kynnt til þjóðverndar, siðverndar

... Bráðum er öld síðan ritlingur kom út sem kallaðist “ Barátta Mín”. Höfundur heimskur dóni, en safnaði saman mörgum mannfræðifrösum síns tíma , sem gildi höfðu þá, og upp reis þekkt bylgja mannhaturs. Svipaðrar bylgju gætir nú víða um Evrópulönd, hennar gætir á Íslandi. Vel kynjuðu, rétt trúuðu, rétt lituðu, vel menntuðu stríðsflóttafólki skal boðið velkomið hæli á siðprúða Íslandi. Útkastið , eftir rannsóknir í lokuðum gæslubúðum skal gert að éta það sem úti frýs ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar