Samfélagsmál 2003

Fríhöfn í þágu þjóðar

Birtist í Mbl. 28.04.2003
Keflavíkurflugvöllur er stærsta hliðið að landi okkar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að þessi mikilvægi hluti af samgöngukerfi þjóðarinnar verði í almannaeign og lúti almannastjórn. Þingmenn flokksins töldu mjög óráðlega lagabreytingu sem núverandi ríkisstjórn gekkst fyrir um að gera flughöfnina í Keflavík að hlutafélagi. Væru menn á þeim buxum að markaðsvæða flughöfnina, bæri fremur að líta til þátta í innra starfi. Þar skyldu menn þó láta stjórnast af almannahagsmunum fremur en þröngum hagsmunum einstakra viðskiptafyrirtækja.

Lesa meira

Er fyrirheitna landið fundið í einkavæddum ríkisbönkum?

Birtist í Fréttablaðinu 26.04.2003
Aðeins einn flokkur á Alþingi var fylgjandi því að þjóðin starfrækti ríkisbanka. Sá flokkur heitir Vinstrihreyfingin grænt framboð. Þetta vildum við gera til að stuðla að festu og öryggi á fjármálamarkaði auk þess sem okkur var það ekki kappsmál nema síður sé að losa ríkið við banka, sem aldrei höfðu verið ríkissjóði nokkur baggi, þvert á móti skilað eigendum sínum ómældum arði. Þar á ofan höfðu þeir verið landsbyggðinni mikil lyftistöng í áranna rás. Allir aðrir flokkar en VG töluðu fyrir því að með markaðsvæðingu ríkisbankanna hæfust nýir tímar.

Lesa meira

Hver vill einkavæða Gvendarbrunnana?

Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á viðtal við kunnan og ágætan blaðamann í sjónvarpi. Hann sagðist ekki betur sjá og heyra en að "allir" væru komnir á þá skoðun að rétt væri að einkavæða innan grunnþjónustu samfélagsins. Vísað var í ályktanir Alþýðusambands Íslands þar sem talað væri um mikilvægi þess að tryggja mismunandi rekstrarform í heilbrigðiskerfinu og að allir flokkar væru á þessu máli - nema þá Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Lesa meira

Ellert leiðréttur

Ellert B. Schram er kominn á fullt í kosningabaráttuna. Veri hann velkominn. Í fjölmiðlum hafa menn verið að velta yfir því vöngum hvort Ellert muni segja sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hann tók ákvörðun um að setjast á lista Samfylkingarinnar í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur Ellert, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni einum við.

Lesa meira


Verður lokað á heilabilaða á Landakoti?

Birtist í Mbl. 6. 01.2003
Fyrir jólin berst okkur mikið blaðaefni og hætt við því að sitthvað áhugavert fari fram hjá okkur. Föstudaginn 19. desember birtist í Morgunblaðinu afar góð og upplýsandi grein eftir Hönnu Láru Steinsson félagsráðgjafa heilabilunareiningar LSH á Landakoti. Vonandi hefur greinin náð athygli sem flestra. Í henni er fjallað um skerðingu á þjónustu við aldraða með heilabilun og vakin athygli á því að ekki standi til að opna eftir áramótin deild fyrir slíka sjúklinga sem lokað var, tímabundið að sögn stjórnvalda, í ágúst síðastliðnum.

Lesa meira


Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira

Kári skrifar: Hvers vegna skiptir sjálfstæði máli fyrir ríki og þjóðir?

... Fólk getur t.a.m. stundum valið um „trúleysi“ eða að rækta ákveðna trú [trúfrelsi], að leggja deilumál sín fyrir dómstóla, hvar það vill búa [eða flytja til annars ríkis] o.s.frv. Með öðrum orðum, fólk hefur þá, að minnsta kosti að nafninu til, mannréttindi [margir njóta þó engra mannréttinda]. Eðlilegt þykir að fólk beiti þessum réttindum sjálft enda ganga þekktar kenningar [náttúruréttur] í heimspeki út frá því að fólk fæðist með ákveðin réttindi sem ekki verði af því tekin. Greinarhöfundur þekkir engin dæmi þess að fólk vilji framselja mannréttindi sín til annara ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: "BARÁTTA MÍN" - kynnt til þjóðverndar, siðverndar

... Bráðum er öld síðan ritlingur kom út sem kallaðist “ Barátta Mín”. Höfundur heimskur dóni, en safnaði saman mörgum mannfræðifrösum síns tíma , sem gildi höfðu þá, og upp reis þekkt bylgja mannhaturs. Svipaðrar bylgju gætir nú víða um Evrópulönd, hennar gætir á Íslandi. Vel kynjuðu, rétt trúuðu, rétt lituðu, vel menntuðu stríðsflóttafólki skal boðið velkomið hæli á siðprúða Íslandi. Útkastið , eftir rannsóknir í lokuðum gæslubúðum skal gert að éta það sem úti frýs ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar