Opið bréf til heilbrigðisráðherra
...Ástæða væri til að spyrja almennra spurninga um framtíð heilbrigðisþjónustunnar og framtíð ein
Fyrir réttri viku birtist merkilegt viðtal í Morgunblaðinu við dr. J. Lariviére, aðallyfjaráðgjafa hjá alþjóðadeild kanadíska heilbrigðisráðuneytisins en hér á landi sat hann fund Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Dr. J. Lariviére varaði mjög eindregið við einkavæðingu og sagði að við ættum að meta að verðleikum grunnþætti heilbrigðiskerfisins. Þeir tryggðu aðgang að opinberri heilbrigðisþjónustu. Hann bætti því við að um þetta væri nokkuð víðtæk samstaða.
Lesa meira...En viti menn, á meðan niðurstöðu EFTA dómstólsins er beðið hafa Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, sem stillt hafa sér upp sem lítilmagna í þessu tafli, leitað ásjár hjá kollegum í útlöndum. Okkur er sagt í fréttum að ákallinu hefði verið svarað: Evrópusamtök banka, með hvorki meira né minna en 4500 fjármála- og verðbréfafyrirtæki innanborðs, hafa ályktað í þá veru að ósanngjarnt og óeðlilegt sé að íslenskt samfélag reki Íbúðalánasjóð...
Lesa meira...Ég held að flestir geti verið
sammála um að spilafíkn sé alvarlegt þjóðfélagsmein og einnig held
ég að við hljótum að geta verið sammála um að kappkosta beri
að vernda börn og unglinga gagnvart þessari vá. Varla verður það
gert með því að setja upp kassa á borð við þá sem er að finna í
sundlaugunum í Laugardal. Í anddyrinu þar er að finna sölukassa sem
líkjast spilakössum og er greinilega ætlað að höfða beint til
barna. Þetta eru sölukassar eins og áður segir en sölumennskan
gengur út á að börnin safni tilteknum fígúrum og ræður tilviljun
ein hvað fellur í þeirra hlut hverju sinni. Markmiðið er að eignast
allar fígúrurnar sem í boði eru. Þessir kassar eru merktir SÁÁ og
veit ég ekki hvort Íslandsspil komi þar við sögu. Sú spurning sem
upp úr stendur er hvort með þessu söluformi sé ekki verið að
venja börnin við spilakassa. Er þetta rétta leiðin til að byggja
upp fólk, eins og staðhæft er á kössunum?
, fyrrum ritstjóri DV skrifar reglulega leiðara í DV. Skrif hans eru jafnan beitt og vekjandi. Sérstaklega umhugsunarverður þótti mér leiðari hans síðastliðinn föstudag. Þar vék hann að hræringum á lánamarkaði og hugleiddi þær grundvallarbreytingar sem orðið hefðu í samfélaginu á síðustu árum. Fjármagn sem hefði verið af skornum skammti elti nú fólk á röndum eða með orðum Jónasar þá "ráfar" það "um banka og sjóði í leit að skuldurum." Leiðari Jónasar ber yfirskriftina "Eign eða áskrift." Hann sýnir fram á hvernig þjóðfélagið sé að breytast að því leyti að fólk sé hætt að...
Lesa meira
BSRB og Framvegis miðstöð um símenntun, undirrituðu samning um tungumálafræðslu
Allt frá því á laugardag hefur verið mjög athyglisverð umfjöllun í Morgunblaðinu um spilafíkn. Á laugardag birti blaðið bréf frá Ólafi M. Ólafssyni þar sem hann auglýsir eftir lögfræðingi til að taka mál sitt til Evrópudómstólsins. Ólafur tapaði öllum eigum sínu vegna þess að náinn venslamaður, sem hafði aðgang að bókhaldi hans, var haldinn spilafíkn. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var ítarlegt viðtal Skapta Hallgrímssonar við Ólaf ásamt ...
Lesa meiraÞarna eru fjórir bankastjórar. Einn úr KB banka, annar úr Íslandsbanka, sá þriðji úr Sparisjóðabankanum og sá fjórði úr Landsbankanum. Með öðrum orðum, þetta er samráðsvettvangur bankanna, þeirra aðila sem þykjast eiga hér í bullandi samkeppni. Þeir sammælast um að reyna að koma erfiðasta keppinaut sínum, þeim aðila sem best gætir almannahagsmuna, út af markaði! Er þetta sæmandi? Samræmist þetta lögum? Svari nú allir áhugamennirnir um frjálsa samkeppni.
Lesa meira... Þetta þykist ég vita að sé ekki stefna félagsmálaráðherra. Spurningin er þá hvort það sé stefna Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að minnka íbúðarhúsnæði landsmanna. Eða er einfaldlega verið að ganga erinda bankanna sem vilja Íbúðalánasjóð feigan og þess vegna þrengja alla möguleika hans til útlána ...
Lesa meiraHefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
Lesa meira„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Lesa meiraKaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Lesa meiraÞað er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Lesa meiraÚtbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Lesa meiraÞví miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...
Lesa meira