Samfélagsmál 2005
Birtist í m-á-l-e-f-n-u-m Aldraðra 3.tbl.14.árg.2005
...Málefni aldraðra eru nú í brennidepli sem aldrei fyrr og er það
mín tilfinning að skilningur á nauðsyn þess að gripið verði til
róttækra aðgerða fari nú vaxandi í þóðfélaginu. Þar kemur margt
til...En hvað er það sem komið hefur í ljós í þessari umfjöllun? Í
fyrsta lagi erum við minnt á að ekki er hægt að alhæfa um stöðu
aldraðra, hvorki í fjárhagslegu tilliti, heilsufarslegu eða hvað
lífskjör og aðstæður snertir almennt. Hitt er þó ljóst að margt
aldrað fólk býr við afar bágborin kjör. Þannig hefur komið fram
að...
Lesa meira
Óli í Olís
var kraftmikill maður. Þegar hann keypti Olís
á sínum tíma var það talsvert umrætt að hann hefði
borgað fyrirtækið með því að skrifa út tékka merktan fyrirtækinu
sjálfu eftir að hann gekk frá kaupunum á því. Með öðrum orðum, Olís
keypti sig sjálft niður í vasann á nýjum eiganda, sem hér eftir
gekk undir nafninu Óli í Olís. Viðskiptablaðið,
14. desember, greinir frá kaupum Björgólfs Thors
Björgólfssonar á búlgarska símafélaginu BTC. Verður ekki
annað skilið en þessari íslensku aðferðafræði í viðskiptum hafi
verið beitt þar. Reyndar hefur íslenska aðferðin verið endurbætt í
anda formúlunnar frá kaupum til gjafar. Þegar
Búnaðarbankinn var gefinn þurfti ekkert að borga,
bara bíða þangað til gróðinn gekk upp í það sem sett var upp fyrir
bankann. Þróaðri geta viðskiptin varla orðið, það er að segja fyrir
viðskiptavininn. Í Búlgaríu eru þau hins vegar ekki komin alveg
svona langt. Þau eru enn á því stigi að...
Lesa meira
Fyrir fáeinum dögum brást ég hér á heimasíðunni við skrifum
Birgis Tjörva Péturssonar í
Viðskiptablaðinu um vitundarvakningu sem samtök
launafólks og ýmis almannasamtök hafa efnt til um miklivægi vatns
og að aðgangur að því verði viðurkenndur sem mannréttindi
(sjá HÉR). Aftur skrifar Birgir
Tjörvi í Viðskipblaðið í dag. Hann ítrekar fyrri afstöðu sína að
þessar áherslur hljóti fremur að eiga við um fátæk lönd þar sem
vatnsskortur er en hér hjá okkur sem búum við nægt vatn. Hann segir
jafnframt að enda þótt einkavæðing hafi í einhverjum tilvikum
mistekist, þá sé það ekki vegna þess að einkavæðingin sjálf sé
slæm: " Það liggur ekkert fyrir um að í þeim tilvikum sé
orsakanna að leita í þeirri grunnhugmynd að einkaaðilar hafi
eignarrétt og einkaframtakinu sé leyft að njóta sín við nýtingu og
dreifingu vatns . Þær grunnhugmyndir eru tvímælalaust það sem
framtíðin ber ...
Lesa meira
Þegar ég dvaldist í Bretlandi á árum áður hlustaði ég reglulega
á útvarpsþátt þar sem flutt var dægurlagatónlist, einkum úr
samtímanum en með reglulegu millibili voru þó leiknir gamlir
slagarar, a rave from the grave, einsog og
þáttastjórnandinn yfirleitt kynnti þá. Þessi skírskotun til
grafarinnar kom upp í hugann þegar ég las grein eftir Valgerði
Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu í morgun. Greinin
ber yfirskriftina Rafmagnsveitur ríkisins hf. Ástæða þess
að fortíðin kom upp í hugann er sú að...
Lesa meira
Fréttablaðið
birtir forsíðufrétt þar sem greinir frá því að fyrirhugaður sé
fundur með fjármála- og félagsmálaráðuneytum til þess að "…koma
ró á málefni Íbúðalánasjóðs." Við erum upplýst um að
fjármálaráðuneytið hafi sóst eftir undirtökunum í rekstri sjóðsins
með því að færa hann til Lánasýslu ríkisins. Fyrirsögn þessarar
frásagnar er lýsandi: "fjármálaráðuneytið ásælist
Íbúðalánasjóð."
Lesa meira
Viðskiptablaðið
er skemmtilegt blað og á skilið mikla útbreiðslu. Ekki endilega
vegna þess að skoðanir blaðsins séu eftirsóknarverðar. Almennt séð
eru þær það ekki. Heldur vegna hins að á blaðinu eru skemmtilegir
pennar, bæði hinir föstu og einnig gestapennarnir. Ég gef mér að
Birgir Tjörvi Pétursson sé gestapenni. Hann
skrifar í síðustu útgáfu blaðsins grein, sem ber sömu yfirskrift og
ég gef þessari, "Vatn fyrir alla." Grein Birgis Tjörva er
um margt ágæt nema hvað að niðurstöður hans orka nokkuð
tvímælis.
Lesa meira
...Í Morgunblaðinu í dag segir frá samstarfi NÝSIS og
Mosfellsbæjar um að reisa nýja íþróttamiðstöð í bæjarfélaginu.
Fróðlegt væri að sjá þá útreikninga sérfræðinga Mosfellsbæjar, sem
gefa bæjarstjóranum tilefni til að fullyrða eftirfarandi:
"Sparnaður sveitarfélagsins vegna þessa samnings er áætlaður á
um fimmta hundrað milljónir króna, en áformað er að hefja rekstur
miðstöðvarinnar næsta sumar". Bæjarstjórinn, Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, segir bæjarfélagið spara "á annan tug milljóna
á ári."
Þetta er aldeilis frábært: Bæjarfélagið græðir, Nýsir græðir, allir
græða! Alveg eins og Tony Blair sagði í Bretlandi og segir jafnvel
enn um einkaframkvæmd af þessu tagi. Verst er að allar rannsóknir
benda í aðra átt. Athygli vekur að eitt bæjarfélag sker sig úr hvað
þessa stefnu áhrærir...
Lesa meira
...Vatnalög ríkisstjórnarinnar, sem ganga út á að styrkja
eignarréttarákvæði í landslögum og búa í haginn fyrir einkavæðingu
á vatni í framtíðinni, er nýjasta dæmi um hvert ríkisstjórnin vill
stefna ...kannski er það svolítið skondið að það skulum vera við í
VG, sem höfum sterkastar taugar til einstaklingsframtaks á borð við
Kristínar í Rima Apoteki. Það skyldi þó aldrei vera, þegar
allt kemur til alls, að Vinstrihreyfingin grænt framboð sé flokkur
einstaklingsframtaksins, flestum öðrum flokkum fremur nú um
stundir? Við erum vissulega ...
Lesa meira
Enn eina ferðina eru bankarnir byrjaðir að hamst á
Íbúðalánsjóði. Að þessu sinni var það bankstjóri
KB banka, Hreiðar Már Sigurðsson
sem fékk keflið í hönd. Í fréttatíma
Ríkissjónvarpsins sl. sunnudagskvöld úthúðaði hann
Íbúðalánasjóði, kvað hann ekki standa við
yfirlýsingar um "gagnsæi", bryti gegn EES reglum og væri
almennt til óþurftar. Hallur Magnússon, frá Íbúðalánasjóði vísaði
þessum fullyrðingum til föðurhúsanna á svipuðum nótum og oft áður
og mjög í þeim anda sem gert hefur verið á þessari heimasíðu
einnig. Allt var þetta semsé í farvegi sem orðinn er gamlakunnur.
En Sjónvarpið lét ekki sitja við það eitt að tala við þessa tvo
menn heldur snéri fréttastofan sér að þessu sinni einnig til
fasteignasala, Ingibjargar Þórðardóttur. Hún rekur
fasteignasöluna Híbýli. Hún benti á að væri það
ekki fyrir tilvist Íbúðalánasjóðs væri hlutfall eignarhúsnæðis mun
lægra hér á landi en raun ber vitni enda lægi í augum uppi að
"þeir sem að minna mega sín og hafa lægri tekjur, þeir þurfa að
njóta einhverrar ívilnunar." Það er rétt hjá Ingibjörgu
Þórðardóttur að þetta ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum