Samfélagsmál 2006
Birtist í Morgunblaðinu 2. 12. 2006
Í stað þess að leysa mannréttindavanda, óréttlætið í
Miðausturlöndum, yfirgang, koma í veg fyrir að heimska og
hefndarþorsti vanhæfra stjórnenda á Vesturlöndum ráði ferðinni, er
búin til óttatilfinning og síðan falskt öryggi. Hvað ætlum við að
láta þetta viðgangast lengi? Rétta fulltrúar Íslands alltaf upp
höndina þegar ákveðið er að leita í tannkremstúpunum, gera sjampóið
upptækt að ógleymdum naglaklippunum. Mér er minnisstæður
fréttamannafundur í Kaupmannahöfn...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 30.12.06.
Það er áhyggjuefni að sjúkrahús landsins skuli rekin með halla.
Hvers vegna skyldi það vera áhyggjuefni? Þetta er verðug spurning í
ljósi þess hve ágengur hallarekstur sjúkrahúsa er orðinn í
þjóðfélagsumræðunni. Auðvitað er það svo að í rekstri sjúkrahúsa er
margt sem betur mætti fara, og hef ég ekki sagt mitt síðasta orð í
því efni. En hitt er þó staðreynd að hallareksturinn á Landspítala-
háskólasjúkrahúsi, svo dæmi sé tekið, er tilkominn vegna þess að
Jón Jónsson þurfti að láta gera að viðbeinsbroti og þó ekki síður
vegna hins að nýrnadeild spítalans er farin að vinna kraftaverk,
veita sífellt fleira fólki þá þjónustu, lækningu og stuðning sem
best gerist í heiminum! Er þetta áhyggjuefni? Nei. Þetta er að
sjálfsögðu fagnaðarefni. Hitt er áhyggjuefnið að menn skuli láta
niðurskurðarpólitíkusana ráða...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 11.11.06
...Það er vissulega rétt að það munar miklu um alla þá milljarða sem koma frá bankakerfinu í formi skatta og sú gagnrýni sem ég hef fengið fyrir að gera lítið úr þessum tekjum hins opinbera er réttmæt því um þessa peninga munar svo sannarlega í fjármögnun velferðarsamfélagsins. Spurningin er hins vegar um hinn félagslega tilkostnað, hina samfélagslegu fórn; hversu langt við viljum halda með samfélag okkar inn á markaðstorgið? Á Reagan-tímanum í Bandaríkjunum var talað um trickle-down economics, brauðmolahagfræði. Hún byggði á því að létta álögum af efnafólki svo það gæti bakað sín stóru brauð, almenningur myndi fyrr eða síðar njóta góðs af í formi molanna sem hrytu af borðum auðkýfinganna. Ekki varð sú raunin. Brauðmolastefnan jók misrétti í bandarísku þjóðfélagi til muna. Að lokum, nokkur orð um útrásina...
Lesa meira
...Sú hugsun sem skrif Ólínu vekja er þessi: Með
einkavæðingunni, gróðahyggjunni og braskvæðingunni hefur íslenskt
samfélag breyst - eða öllu heldur, því hefur verið breytt. Eignir
samfélagsins hafa verið settar í hendur nokkurra einstaklinga, sem
makað hafa krókinn. Misskipting og ranglæti þrífst og breiðir úr
sér sem aldrei fyrr. Spurningin er þá eftirfarandi: Er
jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og
stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa
spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og
félagslegt réttlæti? Mitt svar er...
Lesa meira
...Um daginn birtust þau, menntamálaráðherrann og
útvarpsstjórinn, á fréttamannafundi í samræmdu áróðursátaki með
samning um að auka vægi íslenskunnar í dagskrá Sjónvarps. Þetta er
prýðilegt en kemur hlutafélagavæðingu stofnunarinnar ekkert við.
Það er hægur vandinn - ef vilji er á annað borð fyrir hendi - að
gera svona samning á milli ríkis og ríkisstofnunar á sama hátt og
Danmarks Radio hefur gert hliðstæðan samning við danska ríkið. Ekki
er DR hlutafélag! Þetta eru blekkingar af verstu sort. Illt er að
forsvarsmenn Ríkisútvarpsins skuli taka þátt í þessum
áróðursbrögðum frjálshyggjunnar í ríkisstjórn. En forsvarsmenn RÚV
ganga lengra. Nýlega var...
Lesa meira
Fréttablaðið hefur verið með ágætan fréttaflutning að undanförnu um þróun innan spítalakerfisins. Í föstudagsútgáfunni er að finna athyglisvert viðtal við Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hann segir svo komið að tilteknar aðgerðir séu ekki lengur framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. Orðrétt hefur fréttamaður Fréttablaðsins eftir Jóhannesi: "Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er ...
Ég efast í sjálfu sér ekki um góðan vilja Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra. En það má ráðherrann vita, að saman verða að fara orð og athafnir. Frumvarpið frá í vor er ávísun á frekari einkavæðingu, gagnstætt því sem Siv Freiðleifsdóttir boðar. Ljóst er að um frumvarpið munu rísa miklar deilur verði það lagt fram óbreytt.
Lesa meira
...SA þykist vilja leita hagkvæmustu leiðanna við skipulag og
rekstur heilbrigðisþjónustunnar. Ekki er ég mótfallinn því. En þá
skulum við líka leita í alvöru. Við skulum kynna okkur reynslu
annarra af einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.
Hvernig væri til dæmis að byrja að lesa bækling eftir Göran
Dahlgren, einn fremsta sérfræðing á Norðurlöndum á þessu sviði, en
hann hefur gagngert rannsakað kerfisbreytingar í heilbrigðiskerfinu
með tilliti til þjónustu og kostnaðar. Niðurstaða Görans Dahlgrens
er sú að einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafi, þegar á heildina
er litið, gert þjónustuna dýrari auk þess sem félagslegt misrétti
hafi aukist. Viljum við það? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins - sá
sem í vikunni skrifaði leiðara um þetta efni undir yfirskriftinni,
Einkarekinn valkostur, mætti einnig gjarnan...
Lesa meira
Afleitt er þegar læknar og hjúkrunarfólk ruglar saman starfi
sínu innan heilbrigðiskerfisins annars vegar og löngun til að græða
peninga í bisniss hins vegar. Látum það vera þótt starfsmenn innan
heilbrigðisþjónustunnar vilji fá vel greitt fyrir sín störf. Ekki
er ég andvígur því þótt þar vilji ég fyrir alla muni að horft sé
til réttlátrar skitpingar á milli starfsfólksins. Verra er þegar
þessir aðilar vilja umbylta heilbrigðisþjónustunni í
bisnissrekstur til að hagnast á henni. Þetta kom upp í hugann
þegar okkur voru sagðar þær fréttir af þingi Læknafélags
Íslands um helgina að nú þyrfti að fara að reisa
einkasjúkrahús í samvinnu við peningamenn! Athygli vakti orðalagið
í gagnrýni á sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík en samkvæmt
fréttum RÚV lítur Læknafélagið svo á að...
Lesa meira
...
Tvennt vekur athygli í þessum
málflutningi. Í fyrsta lagi sú breytta söguskýring að það hafi
verið Íbúðalánasjóður en ekki bankarnir sem riðu á vaðið með lækkun
vaxta fyrir fáeinum misserum. Hinu gagnstæða var nefnilega lengi
haldið fram af hálfu talsmanna viðskiptabankanna til að sýna hve
mjög einkavæðingin hefði gagnast lántakendum. Vaxtalækkunin átti að
vera bönkunum að þakka. Því fór fjarri. Vaxtalækkun bankanna kom
til vegna þess að Íbúðalánasjóður var til staðar. Bankarnir...Hitt
sem athygli vekur er sú óskammfeilni að réttlæta hið gegndarlausa
okur fjármálastofnana. Lán til íbúðakaupa með 5% vöxtum ofan á
vísitölubindingu í verðbólgu sem mælist yfir 8% gengur engan
veginn upp nema náttúrlega ef þú hefur 20 milljón króna
mánaðarlaun. Hér er um að ræða 13% vexti. Það þýðir að
fjármagnskostnaður fyrir 10 milljón króna lán er 1,3 milljónir á
ári! Þetta er ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 03.07.06.
...Minna má á að þeir sem rétt áttu á svokölluðum viðbótarlánum og
voru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum fengu lánuð 90%
kaupverðs, óháð brunabótamati. Nú hafa þessi lán verið lögð
af og sá hópur, sem áður naut þeirra er tvímælalaust verst settur
allra sem nú leita lausna á sínum húsnæðismálum eftir þessar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þykir mér vel koma til greina að íhuga
að nýju tekjutengd viðmiðunarmörk eins og tíðkuðust um skeið til
þess að verja hag þeirra sem eru tekjulitlir.
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum