Samfélagsmál Mars 2006
Árni Mathiesen fjármálaráðherra tjáði sig á Alþingi í gær um
láglaunafólk á hjúkrunarstofnunum. Hann sagði að það væri við þær
að sakast að halda fólki á lágu kaupi. Hvaða stofnanir skyldi Árni
fjármálaráðherra vera að tala um? Jú, hann er að tala um Hrafnistu,
Sunnuhlíð, Grund, Skógarbæ og aðrar sjálfseignarstofnanir sem sinna
sjúkum og öldruðum. Þær borgi lægst launaða fólki smánarleg laun,
væntanlega af forpokuðum nánasarskap og nirfilshætti. En hvaðan
skyldu þessar stofnanir fá sitt rekstrarfé? Það fá þær frá hinu
opinbera. Hver skyldi nú vera fjárgæslustjóri hins opinbera og
jafnframt sá sem féð skammtar? Það er fjármálaráðherra landsins,
Árni nokkur Mathiesen.
Skyldu umræddar stofnanir ekki hugsa fjármálaráðherranum þegjandi
þörfina? Þær eru að reyna að gera sitt besta en eru málaðar sem
skratti á vegg og það af sjálfum skömmtunarstjóranum, Árna
Mathiesen, sem telur sig vera lausan allra mála. Hann telur sig
greinilega hafa allt sitt á hreinu, það skipti engu hvað hann segi,
kjósendur Sjálfstæðisflokksins komi alltaf til með að skila honum
inná þing.
Lesa meira

Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi og formaður
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, hefur enn eina ferðina skrifað
ríkissaksóknara bréf til að vekja athygli á
áfengisauglýsingum en þær eru sem kunnugt er bannaðar lögum
samkvæmt...Ég virði sjónarmið þeirra sem vilja breyta lögunum og
heimila auglýsingar. Ég er einfaldlega ósammála þeim. Hina virði ég
ekki sem hafa lögin að engu...
Lesa meira
Erindi sem David Hall, prófessor við háskólann í Greenwich i
Englandi, flutti hér á landi í nóvember sl. um reynslu af
einkavæðingu á vatni hefur nú verið gefið út í bæklingi undir
heitinu, Vatnsveitur í opinberri eigu og einkaeigu - hver er
munurinn? David Hall býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á
málefninu en hann veitir forstöðu rannsóknardeild við háskólann sem
kölluð er Public Services International Research Unit. Sú stofnun
sérhæfir sig í rannsóknum á ýmsum þáttum almannaþjónustunnar.
Sérsvið Davids er vatnið og reyndar rafmagnið einnig. Þá hefur hann
rannsakað ýmislegt sem lýtur að heilbrigðiskerfinu, sorpeyðingu og
öðrum grunnþáttum almannaþjónustunnar. Það er óhætt að mæla mjög
eindregið með þessum bæklingi og fyrir alla þá sem láta sig
vatnsveitur og rekstrarform þeirra varða, hlýtur þessi bæklingur að
vera skyldulesning. David Hall kom hingað til lands á vegum BSRB og
er hægt að nálgast bæklingin samkvæmt upplýsingum, sem er að
finna...
Lesa meira
Eitt helsta áhugamál ríkisstjórnarinnar er sem kunnugt er að
einkavæða raforkukerfi landsmanna. Liður í þeirri viðleitni er
stjórnarfrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að gera
Rafmagnsveitur ríkisins að hlutafélagi. Áður hafa ráðherrar lýst
þeim ásetningi sínum að selja fyrirtæki í raforkugeiranum...Nú
hefur matsfyrirtækið Fitch, sem nýlega kom við sögu í íslenskri
efnahagsmálaumræðu, sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur að
markaðsvæddur raforkugeiri sé óáreiðanlegri og lakari en
raforkukerfi á vegum samfélagsins. Þetta kemur fram í frétt á
fréttavef BSRB en að öllum ólöstuðum hafa þau samtök fingurinn
betur á púlsinum þegar almannaþjónustan er annars vegar en flestir
ef ekki allir aðilar hér á landi. Sjá...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum