Samfélagsmál Maí 2006

FORSÆTISRÁÐHERRA OG LITLA STÚLKAN MEÐ ELDSPÝTURNAR


Í gær fjallaði ég hér á síðunni um verðlaunaveitingar Halldórs Ásgrímssonar til fyrirtækja sem veita fátæku fólki styrki og sýna þannig miskunnsemi. Umfjöllunin hefur fengið sterk viðbrögð frá fólki sem heyrt hafði í útvarpi eða lesið í blöðum um þakkarskjölin sem forsætisráðherra afhenti og fengið sömu tilfinningu fyrir framgöngu ráðherrans og ég. Einn lesandi sendi mér úrklippu úr Mogga þar sem skilja mátti að það væri Halldór sem væri að veita viðurkenningu fyrir góðgerðastarf fyrirtækja en ekki Fjölskylduhjálpin, sbr. eftirfarandi...

Lesa meira

ÖLMUSUFORSÆTISRÁÐHERRANN

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og formaður Framsóknarflokksins, kom fram í fréttum í vikunni í tilefni þess að Fjölskylduhjálpin hafði fengið hann til að afhenda 50 fyrirtækjum sérstakt viðurkenningarskjal fyrir að aðstoða fátækt fólk með peninga- og matargjöfum. Þessi athöfn fór fram í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Forsætisráðherra lýsti mikilli ánægju yfir þessari athöfn. Halldór Ásgrímsson sagði að í þjóðfélaginu færi skilningur nú vaxandi á því, á meðal ríka fólksins, að því beri að veita hinum snauðu ölmusu! Svona eins og í Ameríku þar sem góðu auðjöfrarnir  gefa fátæklingunum af örlæti sínu. Fjölskylduhjálpin úthlutar matvælum, fatnaði, ungbarnavörum o.fl. til þurfandi fólks, einstæðra mæðra, forsjárlausra feðra, öryrkja, eldri borgara og efnalítilla fjölskyldna. Þetta er vissulega gott framtak. En hvað með þá sem búa til fátæktina? Þar vísa ég í...

Lesa meira

RAUÐI KROSSINN FJALLAR UM FÁTÆKT - ER SAMFÉLAGSLÍMIÐ AÐ GEFA SIG?

...Nokkrir aðilar höfðu verið fengnir til að bregðast við skýrslu Rauða krossins. Þeir nálguðust viðfangsefnið frá mismunandi sjónarhólum en rauður þráður í máli þeirra var fátæktin, mismununin og einagrunin. Enn eitt. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði einkennandi að fátækt fólk sem ætti í mestum erfiðelikum "byggi við veik félagsleg tengsl". Það væri með öðrum orðum eitt á báti. Þetta staðfestu flestir fyrirlesara. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, reið á vaðið með frábæru erindi, sem bar heitið, Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hefur hann á fæti...Bragi sagði það vera umhugsunarefni, að hér værum við með niðurstöður úr könnun mjög sambærilegar niðurstöðum fyrir rúmum áratug og ekkert hefði breyst. Þetta vekti siðferðilegar spurningar: Lítur þjóðfélagið á fátækt sem hlutskipti þessara hópa, "örlög sem ekki verði umflúin og því engin ástæða til að bregðast við?" ...Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, rak lestina...Hann kvað það vera daglegt brauð að hann hitti öryrkja sem brotnuðu saman yfir eymd sinni. Hann sagði að við værum að nálgast úrslitastundu: "Rotnandi burðarbitar samfélagsins eru að gefa sig." Hinir fátæku væru að gefast upp á samfélagi sínu. Búast mætti við andfélagslegri hegðun í vaxandi mæli. Þetta yrðu "ekki kurteisleg samskipti" að hætti verkalýðshreyfingar, "sem bæði um lögregluleyfi til að fá að mótmæla"...

Lesa meira

LANDSPÍTALI VINNUR TIL VERÐLAUNA OG LÝSIR SÍÐAN YFIR NEYÐARÁSTANDI

Hvað á maður eiginlega að halda eftir að Landspítalinn Háskólasjúkrahús fær lof og prís frá ríkisstjórninni fyrir afburða góða frammistöðu einn daginn en fáeinum dögum síðar er lýst yfir neyðarástandi á sömu stofnun? Enn mátti heyra óminn af hástemmdum yfirlýsingum Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, þar sem hún lýsti því yfir að spítalinn hefði náð stórkostlegum árangri, átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir ráðdeildarsemi forsvarsmanna sjúkrahússins, þegar hún mætti að nýju í fjölmiðlana til að segja þjóðinni að sem betur fer væri til neyðaráætlun fyrir sjúkrahúsið og hafi nú verið gripið til hennar! Reksturinn væri með öðrum orðum kominn í slíkar ógöngur að grípa þyrfti til neyðarúrræða. Ekki ætla ég að gera lítið úr árangri stjórnenda sjúkrahússins í bókhaldskúnstum og hagræðingu við erfiðar aðstæður. Neyðarástandið á Landspítalanum er ...

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ALVÖRULEYSI PÍRATA

Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira

Grímur skrifar: PÁSKAUPPRISA PCC

... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar