AÐFÖRIN AÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI ER AÐFÖR AÐ HINUM TEKJULÁGU
Birtist í Morgunblaðinu 03.07.06.
...Minna má á að þeir sem rétt áttu á svokölluðum viðbótarlánum og
voru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum fengu lánuð 90%
kaupverðs, óháð brunabótamati. Nú hafa þessi lán verið lögð
af og sá hópur, sem áður naut þeirra er tvímælalaust verst settur
allra sem nú leita lausna á sínum húsnæðismálum eftir þessar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þykir mér vel koma til greina að íhuga
að nýju tekjutengd viðmiðunarmörk eins og tíðkuðust um skeið til
þess að verja hag þeirra sem eru tekjulitlir.