Samfélagsmál 2006
Í gær fjallaði ég hér á síðunni um verðlaunaveitingar
Halldórs Ásgrímssonar til fyrirtækja sem veita fátæku fólki styrki
og sýna þannig miskunnsemi. Umfjöllunin hefur fengið sterk viðbrögð
frá fólki sem heyrt hafði í útvarpi eða lesið í blöðum
um þakkarskjölin sem forsætisráðherra afhenti og fengið sömu
tilfinningu fyrir framgöngu ráðherrans og ég. Einn lesandi sendi
mér úrklippu úr Mogga þar sem skilja mátti að það væri Halldór sem
væri að veita viðurkenningu fyrir góðgerðastarf fyrirtækja en ekki
Fjölskylduhjálpin, sbr. eftirfarandi...
Lesa meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og formaður
Framsóknarflokksins, kom fram í fréttum í vikunni í tilefni þess að
Fjölskylduhjálpin hafði fengið hann til að afhenda 50 fyrirtækjum
sérstakt viðurkenningarskjal fyrir að aðstoða fátækt fólk með
peninga- og matargjöfum. Þessi athöfn fór fram í Ráðherrabústaðnum
í Reykjavík. Forsætisráðherra lýsti mikilli ánægju yfir þessari
athöfn. Halldór Ásgrímsson sagði að í þjóðfélaginu færi skilningur
nú vaxandi á því, á meðal ríka fólksins, að því beri að veita hinum
snauðu ölmusu! Svona eins og í Ameríku þar sem góðu auðjöfrarnir
gefa fátæklingunum af örlæti sínu. Fjölskylduhjálpin úthlutar
matvælum, fatnaði, ungbarnavörum o.fl. til þurfandi fólks,
einstæðra mæðra, forsjárlausra feðra, öryrkja, eldri borgara og
efnalítilla fjölskyldna. Þetta er vissulega gott framtak. En hvað
með þá sem búa til fátæktina? Þar vísa ég í...
Lesa meira
...Nokkrir aðilar höfðu verið fengnir til að bregðast við
skýrslu Rauða krossins. Þeir nálguðust viðfangsefnið frá mismunandi
sjónarhólum en rauður þráður í máli þeirra var fátæktin, mismununin
og einagrunin. Enn eitt. Kristján Sturluson,
framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði einkennandi að fátækt
fólk sem ætti í mestum erfiðelikum "byggi við veik félagsleg
tengsl". Það væri með öðrum orðum eitt á báti. Þetta staðfestu
flestir fyrirlesara. Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, reið á vaðið með frábæru erindi, sem bar heitið,
Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hefur hann á
fæti...Bragi sagði það vera umhugsunarefni, að hér
værum við með niðurstöður úr könnun mjög sambærilegar niðurstöðum
fyrir rúmum áratug og ekkert hefði breyst. Þetta vekti
siðferðilegar spurningar: Lítur þjóðfélagið á fátækt sem hlutskipti
þessara hópa, "örlög sem ekki verði umflúin og því engin ástæða
til að bregðast við?" ...Sigursteinn
Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, rak
lestina...Hann kvað það vera daglegt brauð að hann hitti öryrkja
sem brotnuðu saman yfir eymd sinni. Hann sagði að við værum að
nálgast úrslitastundu: "Rotnandi burðarbitar samfélagsins eru
að gefa sig." Hinir fátæku væru að gefast upp á samfélagi
sínu. Búast mætti við andfélagslegri hegðun í vaxandi mæli. Þetta
yrðu "ekki kurteisleg samskipti" að hætti
verkalýðshreyfingar, "sem bæði um lögregluleyfi til að fá að
mótmæla"...
Lesa meira
Hvað á maður eiginlega að halda eftir að Landspítalinn
Háskólasjúkrahús fær lof og prís frá ríkisstjórninni fyrir afburða
góða frammistöðu einn daginn en fáeinum dögum síðar er lýst yfir
neyðarástandi á sömu stofnun? Enn mátti heyra óminn af hástemmdum
yfirlýsingum Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, þar sem
hún lýsti því yfir að spítalinn hefði náð stórkostlegum árangri,
átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir ráðdeildarsemi
forsvarsmanna sjúkrahússins, þegar hún mætti að nýju í fjölmiðlana
til að segja þjóðinni að sem betur fer væri til neyðaráætlun fyrir
sjúkrahúsið og hafi nú verið gripið til hennar! Reksturinn væri með
öðrum orðum kominn í slíkar ógöngur að grípa þyrfti til
neyðarúrræða. Ekki ætla ég að gera lítið úr árangri stjórnenda
sjúkrahússins í bókhaldskúnstum og hagræðingu við erfiðar aðstæður.
Neyðarástandið á Landspítalanum er ...
Lesa meira
...Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði einnig í fréttum í
kvöld að þessi hækkun skipti fyrst og fremst máli í þeim
byggðarlögum þar sem bankarnir væru tregir að lána fé til
íbúðakaupa, væntanlega vegna þess að veð væru þar ótrygg. Sagði
fjármálaráðherra að vart væri á þau byggðarlög leggjandi að meina
fólki þar um lánsfjármagn til íbúðakaupa. Undir þetta skal
heilshugar tekið. Skyldi þetta vera vísbending um að
fjármálaráðherra ætli ekki að láta undan þrýstingi frá bönkum og
fjármálafyrirtækjum um að leggja Íbúðalánasjóð niður eða nokkuð sem
ekki er betra að gera hann að svokölluðum heildsölubanka, sem
fjármálastofnanir geta síðan makað krókinn á? Ef slíkt væri uppi á
teningnum væri það endanleg sönnun þess að ríkisstjórnin horfði
fyrst til hagsmuna fjármálafyrirtækja og síðan til hagsmuna
almennings.
Úrtöluhagfræðingarnir, sem nú streyma fram á
sjónvarpsskjáinn, eftir að skýrt var frá hækkun hámarkslána
Íbúðalánasjóðs verða að svara því hvort ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 2006
Á Íslandi hefur verið nánast þverpólitísk sátt um stefnu í
áfengismálum. Hún hefur gengið út á að hafa hemil á markaðsöflum
við sölu og dreifingu á áfengi. Þess vegna er ÁTVR - Áfengis og
tóbaksverslun ríkisins til. Annað veifið hafa ungir
frjálshyggjumenn, einkum innan Sjálfstæðisflokksins en þó einnig
innan annarra flokka, tekið upp baráttu fyrir afnámi ÁTVR. Þegar
það hefur ekki tekist, m.a vegna andstöðu innan eigin flokka þessa
fólks, hefur verið reynt að stíga smærri skref og koma léttvíni og
bjór inn í almennar matvöruverslanir. Einnig þetta hefur mætt
mikilli andstöðu. Til hvaða bragðs...
Lesa meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra tjáði sig á Alþingi í gær um
láglaunafólk á hjúkrunarstofnunum. Hann sagði að það væri við þær
að sakast að halda fólki á lágu kaupi. Hvaða stofnanir skyldi Árni
fjármálaráðherra vera að tala um? Jú, hann er að tala um Hrafnistu,
Sunnuhlíð, Grund, Skógarbæ og aðrar sjálfseignarstofnanir sem sinna
sjúkum og öldruðum. Þær borgi lægst launaða fólki smánarleg laun,
væntanlega af forpokuðum nánasarskap og nirfilshætti. En hvaðan
skyldu þessar stofnanir fá sitt rekstrarfé? Það fá þær frá hinu
opinbera. Hver skyldi nú vera fjárgæslustjóri hins opinbera og
jafnframt sá sem féð skammtar? Það er fjármálaráðherra landsins,
Árni nokkur Mathiesen.
Skyldu umræddar stofnanir ekki hugsa fjármálaráðherranum þegjandi
þörfina? Þær eru að reyna að gera sitt besta en eru málaðar sem
skratti á vegg og það af sjálfum skömmtunarstjóranum, Árna
Mathiesen, sem telur sig vera lausan allra mála. Hann telur sig
greinilega hafa allt sitt á hreinu, það skipti engu hvað hann segi,
kjósendur Sjálfstæðisflokksins komi alltaf til með að skila honum
inná þing.
Lesa meira

Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi og formaður
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, hefur enn eina ferðina skrifað
ríkissaksóknara bréf til að vekja athygli á
áfengisauglýsingum en þær eru sem kunnugt er bannaðar lögum
samkvæmt...Ég virði sjónarmið þeirra sem vilja breyta lögunum og
heimila auglýsingar. Ég er einfaldlega ósammála þeim. Hina virði ég
ekki sem hafa lögin að engu...
Lesa meira
Erindi sem David Hall, prófessor við háskólann í Greenwich i
Englandi, flutti hér á landi í nóvember sl. um reynslu af
einkavæðingu á vatni hefur nú verið gefið út í bæklingi undir
heitinu, Vatnsveitur í opinberri eigu og einkaeigu - hver er
munurinn? David Hall býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á
málefninu en hann veitir forstöðu rannsóknardeild við háskólann sem
kölluð er Public Services International Research Unit. Sú stofnun
sérhæfir sig í rannsóknum á ýmsum þáttum almannaþjónustunnar.
Sérsvið Davids er vatnið og reyndar rafmagnið einnig. Þá hefur hann
rannsakað ýmislegt sem lýtur að heilbrigðiskerfinu, sorpeyðingu og
öðrum grunnþáttum almannaþjónustunnar. Það er óhætt að mæla mjög
eindregið með þessum bæklingi og fyrir alla þá sem láta sig
vatnsveitur og rekstrarform þeirra varða, hlýtur þessi bæklingur að
vera skyldulesning. David Hall kom hingað til lands á vegum BSRB og
er hægt að nálgast bæklingin samkvæmt upplýsingum, sem er að
finna...
Lesa meira
Eitt helsta áhugamál ríkisstjórnarinnar er sem kunnugt er að
einkavæða raforkukerfi landsmanna. Liður í þeirri viðleitni er
stjórnarfrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að gera
Rafmagnsveitur ríkisins að hlutafélagi. Áður hafa ráðherrar lýst
þeim ásetningi sínum að selja fyrirtæki í raforkugeiranum...Nú
hefur matsfyrirtækið Fitch, sem nýlega kom við sögu í íslenskri
efnahagsmálaumræðu, sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur að
markaðsvæddur raforkugeiri sé óáreiðanlegri og lakari en
raforkukerfi á vegum samfélagsins. Þetta kemur fram í frétt á
fréttavef BSRB en að öllum ólöstuðum hafa þau samtök fingurinn
betur á púlsinum þegar almannaþjónustan er annars vegar en flestir
ef ekki allir aðilar hér á landi. Sjá...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum