Samfélagsmál 2007

Eins og fram hefur komið færði bankinn ráðherrunum í
ríkisstjórninni vínflösku að gjöf. Skál kæru vinir. Takk fyrir hið
liðna. Væntum áfram góðs samstarfs. Ráðherrarnir hafa verið
spurðir álits á þessari gjöf Landsbankans til ríkisstjórnar
Íslands. Viðskiptaráðherra sagði gjöfina "óheppilega".
Jóhanna var ekki búin að "opna" en sagði að þetta hefði engin
áhrif. Hefði kassi kannski verið áhrifameiri...
Lesa meira

...Með öðrum orðum, fréttin fjallar í reynd um breytta
kostnaðarskiptingu innan rukkunarkerfis heilsugæslustöðva og
sjúkrahúsa. Börn og unglingar koma til með að fá ókeypis, það er
gott. En það eru hins vegar aðrir sjúklingar sem verða látnir borga
brúsann! Ekki er um að ræða breytingu innan skattakerfisins, nei
breytingarnar eru takmarkaðar við sjúklingahópinn, tilfærslan er
innan hans! Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, þykir það
vera ósköp hóflegt að borga 3700 krónur sem aðgangseyri að
slysa- og bráðamóttöku og ekkert að því að hækka þau gjöld. Einu
sinni var þetta ókeypis. Er það ekki þannig sem við viljum hafa
það?
Lesa meira

...Ofsóknir Ísraela á hendur Palestínumönnum - sem nú beinast
hvað harkalegast að Gaza svæðinu - eru einmitt sérstaklega
óhugnanlegar fyrir hve úthugsaðar þær eru og hve framkvæmdin
er skipuleg....Eina ósk á ég íslensku ríkisstjórninni til
handa þegar hún leggst á bæn síðdegis og minnist fæðingar Jesús
Krists; nefnilega að hún hugleiði að vestrænir ráðamenn - við erum
jú í þeim klúbbi - standa nú gagnvart undirokuðu fólki í Palestínu
í sporum Pontíusar Pílatusar sem fyrir tæpum tvö þúsund árum hafði
líf Krists í hendi sér. Hvernig fara þeir með vald sitt? Ætla
valdamenn samtímans að sýna siðferðilega stærð eða verður smæðin
þeirra hlutskipti...
Lesa meira

Á Íslandi hefur efnaleg misskipting aukist hröðum skrefum á
undanförnum árum. Rök má færa að því að félagslegra áhrifa sé þegar
farið að gæta og að við stefnum í átt að samfélagi mismununar á
mörgum sviðum þjóðlífsins. Ýmsir hafa varað við þessari þróun og
hefur Stefán Ólafsson, prófessor, staðið þar framarlega í flokki. Í
hópi stjórnenda Morgunblaðsins er einnig að finna menn - að minnsta
kosti mann - sem tekið hafa undir þessi varnaðarorð. Þess vegna
voru Staksteinar Morgunblaðsins sl. fimmtudag að mörgu leyti
stílbrot. Þar er tekið undir furðulegar og óábyrgar vangaveltur
Árna M. Mathíesen, fjármálaráherra, þar sem hann gerir því skóna að
nú hljóti að ...
Lesa meira
...Þetta tel ég vera hárrétt mat hjá Sigurði Gísla Pálmasyni.
Drifkrafturinn í íslensku samfélagi verður ekki skýrður með
skírskotun til efnalegra gæða. Það er hið huglæga í tilverunni sem
ræður úrslitum. Ég bjó um skeið í Edinborg í Skotlandi. Falleg
borg, gott fólk og kröftugt. Í Edinborg bjó helmingi fleira fólk en
á Íslandi öllu. Þó var Edinborg minni en Reykjavík. Íslendingum fer
jafnt og þétt fjölgandi. Hvort skyldi eiga fyrir okkur að liggja,
að stækka eða smækka? Þessar spurningar vöknuðu í huga mér þegar ég
las viðtalið við Sigurð Gísla Pálmason, mann sem hefur peninga
handa á milli en hefur ekki misst sjónar á mikilvægi hinnar
huglægu og menningarlegu víddar tilverunnar...
Lesa meira

...Ábendingar Rúnars Vilhjálmssonar í grein hans í Morgunblaðinu
eiga heilmikið sammerkt með því sem fram kom hjá hinum virta
fræðimanni Göran Dahlgren, margverðlaunuðum ráðgjafa um
heilbrigðismál, í fyrirlestri sem hann á sínum tíma flutti hér á
landi um heilbrigðismál á vegum BSRB. ..Annan greinarhöfund um
heilbrigðismál langar mig til að nefna en það er Gunnar Alexander
Ólafsson, sérfræðing á sviði heilbrigðisstjórnunar. Hann hrakti þá
bábilju í grein sem hann birti í Morgunblaðinu 16. febrúar sl. að
íslenska heilbrigðiskerfið væri óhagkvæmt:
Lesa meira

Í Morgunblaðinu hafa að undanförnu birst greinar eftir
forsvarsfólk úr röðum BSRB sem hafa varað við vaxandi misskiptingu
í íslensku samfélagi. Stundum hefur verið talað um að tvær eða
fleiri þjóðir í landinu. Um helgina birtust tvær skýrar
birtingarmyndir þessa. Annars vegar mátti finna hve gjörsamlega
jarðsambandslaust þotuliðið úr auðkýfingastétt Íslands er orðið.
Hins vegar birtist athyglisverð úttekt í Hjálmi, málgagni
verkalýðsfélagsins Hlífar um launaþróun fiskverkafólks og
alþingismanna sem er vísbending um vaxandi kjaragliðnun í
þjóðfélaginu. Nánar að þessu tvennu...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 24.11. 2007
Um miðja næstu viku fer fram á Alþingi önnur umræða um fjárlög,
nánar tiltekið næstkomandi fimmtudag. Þá kemur í ljós að hvaða
marki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður breytt frá
upphaflegum drögum. Ætla má að ríkisstjórnin komi saman til fundar
nú yfir helgina til að ráða ráðum sínum um það efni. Mun hún hlusta
á varnaðarorð Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala
háskólasjúkrahúss?
Lesa meira

...Ef fram vindur sem horfir mun hið sama gerast á Íslandi og er
að gerast víða í Evrópu. Einkapraksís-læknar taka sig saman, mynda
samstæður, sem smám saman verða að einkareknum sjúkrahúsum.
Sérstaða lækna sem starfsmanna fer síðan dvínandi, hagsmunir
þeirra víkja fyrir hagsmunum fjárfestanna, sem reka hin nýju
sjúkrahús. Þá kemur að því að bisnessmennirnir með læknagráðu, sem
nú spóka sig á hvítum sloppum, fullir sjálfsöryggis, byrja að
skilja harmagrát ræstitæknisins, sem var fluttur frá ríki yfir til
verktakafyrirtækisins ISS. Getur verið að Læknafélag Íslands hafi
ekki ...
Lesa meira

...Í fyrsta lagi hefur Pétri H. Blöndal, alþingismanni og
sérstökum talsmanni einkavæðingar almannaþjónustunnar, verið falið
að endurskipuleggja almannatryggingakerfið. Hann hefur lýst því
yfir að hann vilji einfalda það kerfi. Gott og vel. Að því marki
sem sú einföldun verður til að minnka álögur á sjúklinga, er það
gott. En getur verið að þarna leynist einnig áform um að fara að
rukka fólk sem leggst inn á sjúkrahús? ...Í öðru lagi segir okkur
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra að til standi að
koma á einhvers konar bisnisskerfi í heilbrigðisþjónustunni. Allt
eigi þar að ganga kaupum og sölum. Innkaupastofnun verði sett á
laggirnar. Ósköp meinlaust segir ráðherra. Landspítalinn hafi verið
að biðja um þetta. Ekki mikil róttækni í þessu. Við séum bara að
gera eins og Svíar. Þetta segir heilbrigðisráðherra á forsíðu
Fréttablaðsins í gær. Vandinn er hins vegar sá að...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum