Samfélagsmál 2009

Um nýliðna helgi var Guðmundur Magnússon kjörinn nýr formaður
Öryrkjabandalags Íslands. Guðmundur er gamall baráttujaxl, sem býr
yfir mikilli reynslu í félagsmálum. Athyglisverðar eru áherslur
hins nýja formanns. Annars vegar segir hann mikilvægt að Sáttmáli
Sameinuðu þjóðanna um rétt fólks með fötlun verði lögfestur. Þar sé
meðal annars að finna ákvæði um notendastýrða persónulega aðstoð.
Hins vegar nefnir hann börnin: " Það vill oft gleymast að öryrkjar
eiga líka börn...
Lesa meira

Viðtal í Viðskiptablaðinu 17.09.09.
..."Ég vil að minnsta kosti ekki þenja út nýja sjóði á sama tíma og
við erum að draga saman endurhæfingu hjá aðilum á borð við
Reykjalund og Grensás. Ég hefði því kosið að verkalýðshreyfingin
beindi ekki bara sjónum sínum að sjóðum sem tengjast henni heldur
heilbrigðiskerfinu almennt. Flestir sem njóta almannaþjónustu
heilbrigðiskerfisins bera uppi verkalýðshreyfinguna og henni ber að
verja hagsmuni almennings í þessu sambandi. Eða til dæmis berjast
gegn markaðslausnum sem oftast reynast miklu dýrari, að minnsta
kosti fyrir verkafólk sem veikist..."
Lesa meira

Grein Joly hefur vakið mikil viðbrögð. Hér á landi eru
viðbrögðin henni almennt hliðholl og þakklát. Eðlilega, enda er hún
að verja málstað Íslands gegn ofbeldi gamalla nýlenduvelda sem
beita fyrir sig Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú
þurfa Íslendingar að rísa á fæturna, tala sínu máli, en ekki koðna
niður í vesaldómi...
Lesa meira

Hinn 1. maí 2008 voru stofnuð Samtök foreldra gegn
áfengisauglýsingum. Þessi samtök hafa haft það
stefnumarkmið að sjá til þess að áfengissalar fari að landslögum og
auglýsi ekki vöru sína. Til of mikils mælst? Nei. Þetta er
sjálfssögð krafa og er framtak samtakanna virðingarvert... Hrun
íslenska bankakerfisins byggði á siðblindu. Hvorki skrifuð né
óskrifuð lög voru virt. Í endurreisninni er vert að hyggja að
þessu. Það er lágmarkskrafa að hin skrifuðu lög séu virt. Það gera
margir áfengisaslar ekki ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 13.07.2009
Annan
júlí sl. gráta Staksteinar Morgunblaðsins yfir ranglæti heimsins.
Íslenskir fjármálamenn höfðu nefnilega haft uppi á norrænu
fyrirtæki "sem sérhæfir sig í að flytja sjúklinga, m.a. af sænskum
og norskum biðlistum til annarra landa og gera aðgerðirnar á
kostnað þessara norrænu yfirvalda utan heimalandsins."
Fjármálamennirnir og þeirra fulltrúar hafi leitað til mín, sem
heilbrigðisráðherra, með hugmyndina. En viti menn, fréttir berist
nú af því að ég hafi fundað með heilbrigðisráðherra Noregs um að
"efla samstarf milli heilbrigðisstofnana í flutningi sjúklinga
milli landa."
Lesa meira
Læknablaðið 7. tbl. 2009.
"...Kjörin sem bjóðast læknum nú helgast af
gengishruni krónunnar. Sömu staðreyndir skýra það að kaffibollinn á
Strikinu eða á Karli Jóhanni kostar 1200 krónur. Nei, ég hef fulla
trú á því að íslenskir læknar vilji vera hluti af þessu samfélagi
okkar. Við eigum í þrengingum og við þurfum öll að taka á og ég
trúi því að læknar séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess
að samfélagið rétti úr kútnum. Ég mæti þessu viðhorfi alls staðar
þar sem ég kem inn á heilbrigðisstofnanir og læknar skera sig
ekkert úr hvað það varðar. Ég vil nálgast íslensku læknastéttina á
þessum forsendum og sýna henni þá virðingu að kalla hana til
samráðs um þróun heilbrigðiskerfisins á næstu árum...Læknastéttin
íslenska á sér mjög merkilega sögu. Sú saga einkennist ekki hvað
síst af samfélagslegri ábyrgð. Ég er mjög meðvitaður um þessa sögu,
og læknasamfélagið líka. Læknar yfirgefa ekki þjóð sína...."
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 3. júlí 2009
Morgunblaðið fjallar síðastliðinn mánudag um
viðskipti í heilbrigðisþjónustu. Tilefnið er áhugi "einkarekna
heilbrigðisfyrirtækisins Nordhus Medica... á að nýta vannýttar
skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar myndu t.d.
sjúklingar frá Noregi og Svíþjóð fara í aðgerðir, niðurgreiddar af
heimaríkjum sínum." Heilbrigðisráðherrann, undirritaður, er sagður
standa í vegi fyrir því að þessar kröfur nái fram að ganga og sjái
"ekki ástæðu til að fjalla málefnalega um þær næstu 6-7 vikurnar."
Svara sé fyrst að vænta 15. ágúst. Þetta sé aldeilis furðulegt því
fjárhagsstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé bágborin,
þjónustan hafi verið skert, en nú bjóðist "sértekjur sem geti
styrkt stofnunina."
Lesa meira

...Hún segir réttilega í Morgunblaðsgrein: "Velferðarmál eru
atvinnumál og atvinnumál eru velferðarmál." Í grein í
Fréttablaðinu botnar Halla hugsun sína og segir það myndi skjóta
skökku við "ef stjórnvöld myndu á einum stað skera niður þannig
að til fjöldauppsagna kæmi en á öðrum stað leggjast í stór og
viðamikil atvinnusköpunarverkefni." Höfum við ekki
fengið að kynnast þessari mótsögn á undangengnum samdráttartímum?
...Ef á komandi árum yrðu enn reistar harðar niðurkurðarkröfur á
hendur heilbrigðiskerfinu myndum við fá að kynnast þeirri mótsögn
sem Halla Gunnarsdóttir ...
Lesa meira
Birtist í DV 04.03.09.
...Í þessu
samhengi er einnig rétt að hafa í huga að um er að ræða störf
kvennastétta því yfirgnæfandi meirhluti starfsfólks í
heilbrigðisþjónustunni eru konur. Allt þetta þarf að hafa í huga
þegar sest verður yfir fjárlög næsta árs og ígrundað hvar
niðurskurðarsveðjunni skuli beitt, en því miður eru horfurnar fyrir
komandi ár ekki beinlínis gæfulegar fyrir ríkisbúskapinn. Það á að
sjálfsögðu vera í forgangi hjá stjórnvöldum að reyna að koma af
okkur drápsklyfjum erlendra skuldbindinga en síðan glíma við
innlendan efnahagsvanda á réttlátan máta. Það verður ekki gert með
því að vísa umönnunarstéttunum út á ...
Lesa meira

Í dag fékk ég þennan reikning sendan. Hann er ekki stílaður á
mig einan heldur þjóðina alla. Á meðan skrifað er upp á reikning af
þessu tagi fyrir okkar hönd virðist mér Samfylkingin bíða í ofvæni
eftir því einu hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera gagnvart
umsókn um aðild að Evrópusambandinu! Er þessi flokkur orðinn
staurblindur...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum