ER AÐ UNDRA AÐ FÓLK HEIMTI KOSNINGAR?!


Í dag fékk ég þennan reikning sendan. Hann er ekki stílaður á mig einan heldur þjóðina alla. Á meðan skrifað er upp á reikning af þessu tagi fyrir okkar hönd virðist mér Samfylkingin bíða í ofvæni eftir því einu hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera gagnvart umsókn um aðild að Evrópusambandinu! Er þessi flokkur orðinn staurblindur á eigin ábyrgð????

Er hægt að bjóða okkur þetta öllu lengur? Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra,  þykist vera að vinna nauðsynjaverk með því að þrengja að heilbrigðisþjónustunni. Það samþykkir ríkisstjórnin eins og hún leggur sig um leið og hún leggst á hnén og samþykkir reikninginn sem hér birtist. Þetta finnst ríkisstjórninni ekki einu sinni þurfa að ræða á Alþingi!!!

Er að undra að þyngist hljóðið í þjóðinni?

Er að undra að fólk heimti kosningar?

Þorri fólks treystir ekki þessari ríkisstjórn. Menn dæma hana einfaldlega af verkum hennar og verkleysi: Sofandahætti og undirgefni gagnvart útlendum lánadrottnum, aðgerðaleysi gagnvart fjárglæframönnum og virðingarleysi við íslenskt velferðarsamfélag.

Fréttabréf