Samfélagsmál 2010

... Í dag birtist skýr og skelegg grein eftir Jón
Þórisson, arkitekt og aðstoðarmann Evu Joly, í
Fréttablaðinu sem ég hvet alla til að lesa. Hann er í hópi fólks
sem gengið hefur fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir samfélagslegu
eignarhaldi á orkuiðnaðinum og ber að þakka honum, aðkomu okkar
ástsælu Bjarkar, Oddnýjar Eir
Ævarsdóttur ber einnig að þakka og margra annarra að
undanförnu. Það er ómetanlegt fyrir samfélagið að eiga þetta
kröftuga fólk að og mætti nefna mörg fleiri nöfn, svo sem
Láru Hönnu Einardóttur sem bloggar reglulega á
Eyjuna og Sigrúnu Davíðsdóttur sem hefur verið með
frábæra pistla í RÚV. Áfram mætti telja. Að vísu ekkert mjög lengi.
Þeir eru nefnilega ekki óteljandi fréttamennirnir sem...
Lesa meira

Íslandsbanki hefur skýrt frá því að hann sé að setja upp útibú í
New York til að aðstoða fjárfesta til að komast yfir auðlindir
Íslands, sjávarútveginn og orkulindirnar. Vísir.is segir svona frá:
"Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með
fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til
stendur að opna skrifstofu í New York og segir bankastjórinn (Birna
Einarsdóttir) að ímynd Íslands í þessum geirum hafi ekki laskast
þrátt fyrir bankahrun...
Lesa meira

Gott er ef okkur auðnast að draga lærdóma af mistökum fyrri ára.
Hver skyldu vera mestu mistökin? Ég hygg að það sé glámskyggni á
samtímann. Gærdagurinn er að verða okkur ljós: Spilling, mistök,
vanræksla, óheiðarleiki, valdníðsla og undirlægjuháttur. Kannski er
hann verstur. Undirlægjuhátturinn. Hann birtist í því að þora
aldrei í valdið en glefsa í þá sem liggja. Ef við ætlum
raunverulega að læra af martröð undangenginna ára þá breytum við
öllu okkar vinnulagi. Við horfumst í augu við þetta, hver og einn
þarf að horfa í eigin barm. Stjórnmálamenn þurfa að breyta
vinnulagi sínu. Kerfið þarf að verða opnara og gagnsærra,
stjórnmálin lýðræðislegri. Eru þessar ábendingar of almenns eðlis?
Eru þetta klisjur? Nei, þetta er...
Lesa meira

...Rauði þráðurinn í grein Björns er sá að mál málanna í
samtímanum sé lýðræðið, með hvaða hætti ákvarðanir eru teknar í
samfélaginu, hvernig sameiginlegir fjármunir okkar eru nýttir, til
dæmis í lífeyrissjóðunum, samspil lýðræðis,
forréttindavörslu, valdahagsmuna, markaðar og sérfræðistjórnmála...
Eflauast líkar ekki öllum allt sem sagt er. Til dæmis hef ég trú á
því að Sjálfstæðisflokkurinn skrifi ekki upp á eftirfarandi
einkunnagjöf: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig verið ófeiminn
við að líta á ríkið sem einkaeign sína og telur sig hafa stundað
spillingu í "fullum rétti", enda löglega kjörinn til áhrifa..."
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 01.03.10.
...ýmsum spurningum þurfi að svara áður en haldið er
lengra út í þetta einkavæðingarferli. Þær snúa bæði að aðgengi að
heilbrigðiskerfi okkar og einnig að pyngju skattborgarans: Munu
íslenskir sjúklingar geta sótt lækningu á nýja sjúkrahúsinu? Koma
íslenskar sjúkratryggingar til með að borga? Hvaða lög og reglur
gilda um EES-sjúklingana? Hvað um réttindi þeirra sjúklinga? Þegar
íslenskir útrásarfjárfestar komust yfir búlgarska símann fyrir
fáeinum árum...
Lesa meira

Ósköp þykir mér dapurlegt þegar aðilar sem ég þykist vita að
vilji vera samfélagslega ábyrgir falla á mikilvægu
siðferðisprófi. Þetta kom mér í hug þegar ég fór inn á síðu
vefmiðilsins visir.is í morgun og við blasti lokkandi auglýsing sem
beint var til spilafíkla um aðgang að spilavíti á netinu...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 27.02.01.
...Eða stendur
einhver í þeirri trú að skattborgarinn eigi hvergi að koma nærri?
Halda menn að fjárfestirinn ætli ekki að hafa neitt upp úr
krafsinu? Í umræðu um einkarekna spítala á Alþingi nýlega var ég
spurður hvers vegna ég vildi ekki leyfa einkaaðilum að fara sínu
fram. Því er til að svara að fyrir mér mega einkaaðilar reisa alla
heimsins spítala. En þegar þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir
reksturinn úr mínum skattborgaravasa þá vil ég vera með í
ráðum...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 19.02.10.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar kveðst hafa miklar
væntingar um fjárhagslegan ávinning og atvinnusköpun vegna nýs
einkarekins sjúkrahúss á Suðurnesjum á vegum fjármálamannsins
Róberts Wessman. Er talað um að sjúklingar geti orðið allt að 1000
á fyrsta ári starfseminnar, störf sem skapist í tengslum við
verkefnið nemi um 300 og heildartekjur af starfseminni geti orðið
3,5 milljarðar á ári. Okkur er kynnt þetta sem nýsköpun, framlag
einkageirans til atvinnuuppbyggingar, nánast fundið fé...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 19.02.10.
Hér á
landi hafa verið skýrar markalínur á milli almannaþjónustu og
einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu. Annaðhvort hafa sérfræðingar og
aðrir starfsmenn verið á samningi við ríkið eða ekki. Þessi
landamæri kunna nú að raskast. Í tengslum við áform um að reisa
einkasjúkrahús á Íslandi, eins og Róbert Wessman og félagar hafa
uppi áform um, er talað um að flytja inn sérfræðinga til landsins
og jafnframt nýta innlenda lækna og annað starfsfólk. Að sögn eiga
að vera þarna einhver skil á milli. Þá hefur verið talað um að
aðgreina innflutta sjúklinga og innlenda...
Lesa meira

Róbert Wessman er frumkvöðull og drifkraftur að baki nýju
einkavæðingarátaki í heilbrigðisgeiranum. Til stendur að reisa
einkasjúkrahús á Suðurnesjum, fyrir 1000 sjúklinga með 300 störfum.
Svo er að skilja að fjármögnun komi frá sjóði sem eigi mér og þér
tilveru sína að þakka... Er það fyrirheitna landið? Nýtt heilbrigt
Ísland? Hugsum fyrst. Framkvæmum svo. Það er nóg af því komið að
hafa þetta omvent einsog danskurinn segir.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum