Samfélagsmál 2011

...Síðu Páls H. Hannessonnar, sem er að öllu leyti á hans
eigin ábyrgð, er ætlað að fjalla um ESB - velferð, verkalýðsmál,
efnahagsstjórnun og fleira á þeim bæ. Á síðunni segir m.a. til
upplýsingar að þar verði "fjallað um umsóknarferlið og það
gegnumlýst eftir föngum, ...um velferðarsamfélagið og ESB og hina
fjölmörgu þætti sem snúa að almannahagsmunum" Ég mæli með því
að við fylgjumst með skrifum Páls. Hann er þegar tekinn til
við að gagnrýna okkur sem ábyrg erum fyrir samningaviðræðunum og
telur að velferðarvaktin hafi ekki verið sem
skyldi!...
Lesa meira

...Þau sem undanfarna daga hafa sent þessa mynd hér að
ofan til alþingismanna með dramatískum textum, sem gefa til kynna
að göngin um Oddskarð séu lífshættuleg vegna grjóthruns, vita án
efa ekki að hnullungurinn sem er sagður hafa fallið úr lofti
ganganna, hafði í raun verið settur þarna til hliðar af verktaka
sem var að gera við göngin. Hann flutti grjót og hnullunga sem
verið var að höggva og hreinsa úr göngunum en setti þá til hliðar á
meðan hann var aðathafna sig við þessar framkvæmdir. Þeim sem fóru
um göngin var gert þetta ljóst.
Engu að síður fæ ég texta á borð við þennan: "...Maðurinn á
myndinni er 187 cm svo þú sjáir hversu stórt berg þetta var. Komdu
og keyrðu í gegnum þessi göng og yfir fjallveginn á hverjum degi og
krossaðu fingurna í hvert skipti sem þú ferð í gegn um að næsti
svona hnullungur lendi ekki á þér." Annar segir: "Þarf
frekar vitnanna við um hve lífshættuleg göngin eru."... Og enn
eitt bréf...
Lesa meira

...Eftir 1. janúar 1997 eru opinberu sjóðirnir algerlega háðir
iðgjöldum sem inn í þá eru greidd. Ef hins vegar iðgjöldin rísa
ekki undir réttindunum þarf að hækka þau og síðan hugsanlega lækka
aftur þegar betur árar. Hægur vandi er að hafa nákvæmlega sama hátt
gagnvart almennu sjóðunum. Það vilja hins vegar hvorki Gylfi né
Vihjálmur; þeir leggja meira upp úr að varðveita kaupmátt launa en
lífeyris. Það er sjónarmið sem er málefnalegt og virðingarvert en
þetta er hins vegar val en á ekki að vera það væl sem þeir temja
sér, Gylfi og Vilhjálmur, þegar lífeyrismál eru til umræðu. Þá er
það ósanngjarnt að reyna stöðugt að grafa undan opinbera
lífeyriskerfinu...
Lesa meira

Mynd
af bókarkápu.
Í gær var Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna. NPA miðstöðin sá
til þess að dagurinn reis undir nafni með opnun glæsilegrar
ljósmyndasýningar í Austurstræti. ... NPA er skammstöfun fyrir
notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin skipuleggur og
hefur forgöngu um þessa þjónustu og er hún samvinnufélag fatlaðs
fólks... Framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar er Freyja
Haraldsdóttir og var hún ein ræðumanna á útisamkomunni á
Austurstræti í gær... Það var einmitt Embla sem sagði í ræðu sinni
að á fatlað fólk ætti ekki að líta sem einstaklinga sem þyrftu á
viðgerð að halda. Það væri hins vegar þjóðfélagið sem væri
bilað og þyrfti að laga svo það tryggði öllum þegnum sínum fullan
rétt! Á þessa leið...
Lesa meira

....Í mínum huga er það grundvallaratriði að allir hafi rétt til
þess að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Það er einfaldlega
í samræmi við kall tímans - og auðvitað hefði það átt að vera kall
allra tíma - að einstaklingar geti valið sér vettvang fyrir trú,
mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Það er
staðreynd sem við þekkjum öll, hve gott og sameinandi það er að
koma saman og láta minna okkur á hina andlegu vídd lífsins. En sú
vídd verður þó aldrei með öllu slitin úr tengslum við hið
veraldlega vafstur...
Lesa meira
...Berlega kom í ljós að Barnahúsið íslenska hefur vakið
heimsathygli fyrir hve ákjósanlegt fyrirkomulag það býður upp á til
að tryggja börnum sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðilegu
ofbeldi vinssamlegt umhverfi fyrir yfirheyrslur.Í ræðu minni sl.
mánudag og í svörum við fyrirspurnum í kjölfarið tíundaði ég ágæti
Barnahússins og sagði frá þeirri reynslu sem við höfðum haft af
því. Ég ræddi fjölmörg önnur atriði og þá ekki síst áhrif
banakahrunsins, vék að aðkomu Alþjóðagjladeyrissjóðsins og lagði
áherlsu á að krepputímum væri ástæða til að vera á varðbergi
gagnvart...
Lesa meira

... Samkomulagið sem ríki og sveitarfélög á svæðinu standa að er
tilraunaverkefni til tíu ára. Sveitarfélögin á svæðinu falla frá
því að gera kröfu um stórframkvæmdir í vegamáum á vegum ríkisins -
alla vega framan af þessu tímabili - en milljarði af hálfu ríkis og
framlagi frá sveitarstjórnum að auki verði varið til þessa
framtaks. Þar verður horft til almenningsvagna, hjólreiða og alls
þess sem flokka má undir almenningssamgöngur.
Dýrt? Já, en kemur til með að spara peninga fyrir samfélagið og
fyrir einstaklinga þegar fram líða stundir. Samgöngur eru nú annar
stærsti útgjaldaliður heimilsbuddunnar, 16%, nokkuð á eftir
húsnæðiskostnaði...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 27.07.11
Framkvæmdastjóri Arkitektafélags
Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á
undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til
forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í
Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra
hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á
verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er
að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála.
Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta
öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu
og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera
mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til
betrunar. Um það erum við einnig sammála...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum