Samfélagsmál 2011

...Síðu Páls H. Hannessonnar, sem er að öllu leyti á hans
eigin ábyrgð, er ætlað að fjalla um ESB - velferð, verkalýðsmál,
efnahagsstjórnun og fleira á þeim bæ. Á síðunni segir m.a. til
upplýsingar að þar verði "fjallað um umsóknarferlið og það
gegnumlýst eftir föngum, ...um velferðarsamfélagið og ESB og hina
fjölmörgu þætti sem snúa að almannahagsmunum" Ég mæli með því
að við fylgjumst með skrifum Páls. Hann er þegar tekinn til
við að gagnrýna okkur sem ábyrg erum fyrir samningaviðræðunum og
telur að velferðarvaktin hafi ekki verið sem
skyldi!...
Lesa meira

...Þau sem undanfarna daga hafa sent þessa mynd hér að
ofan til alþingismanna með dramatískum textum, sem gefa til kynna
að göngin um Oddskarð séu lífshættuleg vegna grjóthruns, vita án
efa ekki að hnullungurinn sem er sagður hafa fallið úr lofti
ganganna, hafði í raun verið settur þarna til hliðar af verktaka
sem var að gera við göngin. Hann flutti grjót og hnullunga sem
verið var að höggva og hreinsa úr göngunum en setti þá til hliðar á
meðan hann var aðathafna sig við þessar framkvæmdir. Þeim sem fóru
um göngin var gert þetta ljóst.
Engu að síður fæ ég texta á borð við þennan: "...Maðurinn á
myndinni er 187 cm svo þú sjáir hversu stórt berg þetta var. Komdu
og keyrðu í gegnum þessi göng og yfir fjallveginn á hverjum degi og
krossaðu fingurna í hvert skipti sem þú ferð í gegn um að næsti
svona hnullungur lendi ekki á þér." Annar segir: "Þarf
frekar vitnanna við um hve lífshættuleg göngin eru."... Og enn
eitt bréf...
Lesa meira

...Eftir 1. janúar 1997 eru opinberu sjóðirnir algerlega háðir
iðgjöldum sem inn í þá eru greidd. Ef hins vegar iðgjöldin rísa
ekki undir réttindunum þarf að hækka þau og síðan hugsanlega lækka
aftur þegar betur árar. Hægur vandi er að hafa nákvæmlega sama hátt
gagnvart almennu sjóðunum. Það vilja hins vegar hvorki Gylfi né
Vihjálmur; þeir leggja meira upp úr að varðveita kaupmátt launa en
lífeyris. Það er sjónarmið sem er málefnalegt og virðingarvert en
þetta er hins vegar val en á ekki að vera það væl sem þeir temja
sér, Gylfi og Vilhjálmur, þegar lífeyrismál eru til umræðu. Þá er
það ósanngjarnt að reyna stöðugt að grafa undan opinbera
lífeyriskerfinu...
Lesa meira

Mynd
af bókarkápu.
Í gær var Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna. NPA miðstöðin sá
til þess að dagurinn reis undir nafni með opnun glæsilegrar
ljósmyndasýningar í Austurstræti. ... NPA er skammstöfun fyrir
notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin skipuleggur og
hefur forgöngu um þessa þjónustu og er hún samvinnufélag fatlaðs
fólks... Framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar er Freyja
Haraldsdóttir og var hún ein ræðumanna á útisamkomunni á
Austurstræti í gær... Það var einmitt Embla sem sagði í ræðu sinni
að á fatlað fólk ætti ekki að líta sem einstaklinga sem þyrftu á
viðgerð að halda. Það væri hins vegar þjóðfélagið sem væri
bilað og þyrfti að laga svo það tryggði öllum þegnum sínum fullan
rétt! Á þessa leið...
Lesa meira

....Í mínum huga er það grundvallaratriði að allir hafi rétt til
þess að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Það er einfaldlega
í samræmi við kall tímans - og auðvitað hefði það átt að vera kall
allra tíma - að einstaklingar geti valið sér vettvang fyrir trú,
mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Það er
staðreynd sem við þekkjum öll, hve gott og sameinandi það er að
koma saman og láta minna okkur á hina andlegu vídd lífsins. En sú
vídd verður þó aldrei með öllu slitin úr tengslum við hið
veraldlega vafstur...
Lesa meira
...Berlega kom í ljós að Barnahúsið íslenska hefur vakið
heimsathygli fyrir hve ákjósanlegt fyrirkomulag það býður upp á til
að tryggja börnum sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðilegu
ofbeldi vinssamlegt umhverfi fyrir yfirheyrslur.Í ræðu minni sl.
mánudag og í svörum við fyrirspurnum í kjölfarið tíundaði ég ágæti
Barnahússins og sagði frá þeirri reynslu sem við höfðum haft af
því. Ég ræddi fjölmörg önnur atriði og þá ekki síst áhrif
banakahrunsins, vék að aðkomu Alþjóðagjladeyrissjóðsins og lagði
áherlsu á að krepputímum væri ástæða til að vera á varðbergi
gagnvart...
Lesa meira

... Samkomulagið sem ríki og sveitarfélög á svæðinu standa að er
tilraunaverkefni til tíu ára. Sveitarfélögin á svæðinu falla frá
því að gera kröfu um stórframkvæmdir í vegamáum á vegum ríkisins -
alla vega framan af þessu tímabili - en milljarði af hálfu ríkis og
framlagi frá sveitarstjórnum að auki verði varið til þessa
framtaks. Þar verður horft til almenningsvagna, hjólreiða og alls
þess sem flokka má undir almenningssamgöngur.
Dýrt? Já, en kemur til með að spara peninga fyrir samfélagið og
fyrir einstaklinga þegar fram líða stundir. Samgöngur eru nú annar
stærsti útgjaldaliður heimilsbuddunnar, 16%, nokkuð á eftir
húsnæðiskostnaði...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 27.07.11
Framkvæmdastjóri Arkitektafélags
Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á
undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til
forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í
Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra
hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á
verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er
að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála.
Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta
öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu
og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera
mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til
betrunar. Um það erum við einnig sammála...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum