Samfélagsmál 2012
Birtist í Fréttablaðinu 08.11.12.

...Einelti fær aðeins þrifist að samfélagið leyfi
það, að hinir þöglu áhorfendur aðhafist ekki, horfi í aðra átt,
oftast fremur vegna andvaraleysis en illsku. Þess vegna getum við,
hvert og eitt, lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að útrýma einelti.
Það gerum við með því að hafa góð áhrif á okkar eigin umhverfi,
beita ekki valdi í samskiptum, bera virðingu fyrir
fjölbreytileikanum og neita að taka þátt í þögninni. Í dag, 8.
nóvember, gefst okkur tækifæri til að sýna táknrænan stuðning við
baráttuna gegn einelti og gegn þögninni...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 27.10.12.
...
Hér takast á sjónarmið um verndun á grundvallarréttindum um
friðhelgi einkalífsins annars vegar og sjónarmið um heimildir til
handa lögreglu vegna rannsóknar á alvarlegum sakamálum hins vegar.
Þetta eru viðkvæm og vandasöm málefni, hvort og hvernig
eftirlitshlutverk þingsins eigi að vera. Eðlilegt er að þingið
sjálft komist að niðurstöðu um það efni og gerði ég grein fyrir
þessum sjónarmiðum í framsöguræðu minni. Það er von mín að
frumvarpið hljóti endanlega afgreiðslu þingsins svo fljótt sem
verða má. Með því verður skerpt á rannsóknarheimildum lögreglu, þær
gerðar ótvíræðar varðandi alvarleg brot en útilokaðar ...
Lesa meira
Bistist í Morgunblaðinu 17.07.12.
...Ljóst er að áherslubreyting hefur orðið í
vinnulagi að því leyti að ekki er lengur hafður sá háttur á að
þingmenn komi að stefnumótun í aðdraganda samgönguáætlunar á
forsendum kjördæma sinna en þá breytingu tel ég vera mjög til góðs.
Þetta á við um formið. Hitt urðu menn að sjálfsögðu varir við að
þegar til kastanna kom voru margir þingmenn bundnari við sitt
kjördæmi í hugsun en að líta til landsins alls...
Lesa meira

Það var áhrifarík stund að koma á stjórnarráðs svæðið í Osló þar
sem Anders Breivik framdi hryðjuverk hinn 22. júlí í fyrra með þeim
afleiðingum að átta einstaklingar létu lífið og fjöldi slasaðist.
Sama dag framdi sami maður fjöldamorð á eyjunni Utöya úti fyrir
Osló. Þar drap hann 69 einstaklinga. Sá hluti
stjórnarráðs-svæðisins sem varð fyrir sprengingunni er enn lokaður
og er unnið að viðgerðum. Á staðnum rann það upp fyrir okkur sem
þarna vorum hve...
Lesa meira
Fréttablaðið 6.6.12
Bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði mun marka tímamót
í sögu fangelsismála á Íslandi. Síðasta sérsmíðaða fangelsið á
Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, var reist og tekið í
gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan. Fangelsið á
Litla-Hrauni var upphaflega byggt sem sjúkrahús fyrir Suðurland en
hætt var við þau áform. Landstjórnin keypti bygginguna árið 1929 og
breytti í fangelsi eða "letigarð fyrir slæpingja og landshornamenn"
eins og lesa má um í þingskjölum þess tíma...
Lesa meira
Sum
lög eldast hraðar en önnur. Árið 2003 setti Alþingi ný barnalög en
aðeins fimm árum síðar hófst endurskoðun laganna sem nú sér fyrir
endann á. Tímarnir hafa kallað á breytingar. Réttindi barna hafa
verið sett í forgrunn, a.m.k. í umræðu, en ekki endilega alltaf í
framkvæmd ...Með því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi og bíður
þriðju umræðu og afgreiðslu er gert ráð fyrir að stórauka
sáttameðferð á vegum hins opinbera...Alþingi hefur að frumkvæði
velferðarnefndar gert veigamiklar breytingar á frumvarpinu frá því
sem var þegar ég lagði það fram. Þannig hefur Alþingi ákveðið að
heimila eigi dómurum að dæma sameiginlega forsjá og ... að hægt sé
að senda lögreglu inn á heimili barns til að koma á ákvarðaðri
umgengni við foreldri sem ekki hefur notið hennar. Sjálfum hefur
mér alla tíð fundist óréttlætanleg með öllu að taka barn út af
heimili með lögregluvaldi af þessu tilefni. En meginástæða þess að
ég gerði að tillögu minni að taka þessa heimild úr lögum var sú að
mannréttindasamtök og...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 05.06.2012
Á Alþingi stendur fyrir dyrum
lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið
að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til
að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs
og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar
á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram... Þær breytingar
sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið
er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 29.05.12
Þriðjudaginn 22. maí birti Morgunblaðið
fréttaskýringu um veglínur í Húnavatnssýslu og Skagafirði og þá
afstöðu mína að þyngra skuli vega á vogarskálum það sjónarmið
sveitarfélaga á svæðinu að hringvegurinn þjóni byggðakjörnum en það
að stytta hringveginn. Í fréttaskýringunni var m.a. viðtal við Njál
Trausta Friðbertsson, varabæjarfulltrúa á Akureyri, sem var mjög
ósáttur við þetta sjónarmið og kvaðst ætla að skrifa mér og óska
eftir rökstuðningi. Tíundaði hann að sér þætti þessi afstaða eiga
sér engar málsbætur og það sem verra væri...
Lesa meira
Birtist í DV 30.04.12.
...Með sama hætti
hafa alþjóðlegir sáttmálar um mannréttindamál bein áhrif á stöðu
mannréttindamála hér á landi. Vitundarvakningin sem nú er ýtt úr
vör er hluti af fjölþjóðlegu átaki, undir merkjum Evrópuráðsins, um
varnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Réttindi barna eiga
- eins og önnur mannréttindi - að vera óbundin af landamærum.
Ekkert barn á að þurfa að lifa við ofbeldi. Það er markmiðið og
þangað förum við, skref fyrir skref....
Lesa meira

...Allt leiðir þetta hugann að því, að ekki verður allur vandi
leystur með lögum. Né reglugerðum. Ef til vill trúum við of mikið á
lög og reglur. Allar heilbrigðar manneskjur hafa meðfæddan og innra
með sér siðferðisáttavita, sem vísar í rétta átt, burtséð frá lögum
og stundum á móti lögunum. Siðferðisbrestur verður ekki lagaður með
lagasetningu. Siðferðisleg áttavilla verður aðeins bætt með
uppeldi. Gott siðferði er einsog ávöxtur sem þroskast með ræktun og
umhyggju...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum