Samfélagsmál 2013

... Án efa þykir þeim sem kosta þáttinn auk RÚV ohf - og þá
horfi ég til þeirra sem standa að Íslandsspilum, Rauða krossinum á
Íslandi, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og SÁÁ - sig þarna hafa
fundið ráð til að æsa upp auragirndina þannig að þau sem háð eru
spilafíkn hlaupi út í næsta spilakassa. Það er vissulega hagur
þessara kassa-rekenda skoðað frá þröngum eiginhagsmunum. En skyldi
Rauða krossinum á Íslandi, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og SÁÁ
þykja þetta ...
Lesa meira

... Ég er sammála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
innanríkisráðherra, að jólasálmar og boðskapur um kærleika skaðar
engan. Þvert á móti er að mínu mati ágætt að næra gamlar
menningarhefðir eins og þær birtast í jólahaldi okkar...
Þjóðkirkjan og ríkisvald þurfa að sýna hófsemi og minnast þess að
trúfrelsi verður að virða í reynd. Ef opna á skóladyrnar fyrir
trúarfræðslu í ríkari mæli en nú er, þá þarf að opna þær dyr upp á
gátt. Það þýðir aukin trúvæðing samfélagsins. Ekki held ég að hún
yrði til góðs...
Lesa meira

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, sendi Landsvirkjun
tóninn í vikunni. Þar á bæ yrðu menn að fara að haska sér til að
koma fleiri álverum í gang. Sveinn Valfells, eðlisfræðingur,
skrifar umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í dag, sem ég vil
hvetja iðnaðarráðherra (og reyndar alla) til að lesa, og þá ekki
síst hugleiðingar Sveins um "kerskála framtíðarinnar" ...
Í grein sinni fjallar Sveinn Valfells um raforkumarkaðinn ... og
færir rök fyrir því að fleiri málmbræðslur séu ekki okkar framtíð.
Hann staðnæmist síðan við spurninguna um
sæstreng ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 07.11.13.
Allir dagar eiga að vera baráttudagar
gegn einelti og kynferðisofbeldi... 8. nóvember, er þó sérstakur að
því leyti að hann hefur verið helgaður þessari baráttu, fyrir alla
aldurshópa. Við, sem undirritum þetta greinarkorn, sendum frá okkur
svipaða sameiginlega herhvöt fyrir réttu ári, á þessum sama degi.
Þá var annað okkar aktívisti og hitt innanríkisráðherra. Enn er
annað okkar aktívisti og hitt er alþingismaður. Viðfangsefnið hefur
ekki breyst: Að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að
hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan
heim, á slaginu 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag
vikunnar. Þetta er hugsað sem ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 4.11.13.
Hanna
Birna Kirstjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur sagt að
nýundirritað samkomulag um Reykjavíkurflugvöll byggist á fyrra
samkomulagi þar um, en nú hafi hins vegar öryggi verið tryggt í
innanlandsfluginu og sé nýfrágengið samkomulag "gott dæmi um
árangur sem hægt er að ná með samtali og samstarfi ólíkra aðila".
Þetta er ofsagt, því komið er í ljós að talsvert hafi skort á að
allir þessir "ólíku aðilar" hafi talað saman...
Lesa meira

... Fram kemur hjá Þorbirni Jónssyni, formanni Læknafélagsins, að
hann telji að alltof langt hafi verið gengið í niðurskurði og
aðhaldi á undanförnum árum og að langan tíma muni taka að vinda
ofan af vandanum. Niðurskurður hafi verið viðvarandi í áratug en
steininn tekið úr við hrunið og síðan í kjölfar þess... Nú bíðum
við nýs fjárlagafrumvarps. Þar hlýtur að verða bætt í við
heilbrigðisþjónustuna. Annað væri ekki í samræmi við yfirlýsingar
fyrir og eftir kosningar. Á meðan við bíðum er aflétt
auðlegðarsköttum og auðlindasköttum. Landsbankinn vill byggja nýtt.
Og borað er í fjöllin. Það er ekki ...
Lesa meira

... Viðtal er við fanga sem þakkar þessa þróun Margréti
Frímannsdóttur fangelsstjóra "en hún hefur oft barist gegn
straumnum til að ná bættri aðstöðu fyrir fanga sem vilja mennta
sig."
Í Morgunblaðinu er einnig rætt við Önnu Fríðu Bjarnadóttur,
náms- og starfsráðgjafa, "sem telur fangana oft ná undraverðum
námsárangri þrátt fyrir lélega aðstöðu." Sjálf er
Margrét lítillát í tilsvörum og segir að lagt sé upp úr
því að gefa föngum kost á að mennta sig "og það er einfaldlega
að skila sér." Þetta er ekki bara að skila sér til þeirra
einstaklinga sem þarna eiga í hlut. Ég er sannfærður um að ...
Lesa meira

...Allt þetta kom upp í hugann þegar ég las frétt í
Morgunblaðinu í dag um að Kjölfesta, fyrirtæki í eigu 12
lífeyrissjóða o.fl., hefðu keypt 30% hlut í
"velferðarfyrirtækinu EVU," sem að sögn
forstjóranna, Ásdísar Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttur
hefði skilað hagnaði af starfsemi sinni. Í blaðinu er síðan haft
eftir Kolbrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kjölfestu (fyrirtækis
lífeyrissjóðanna) "að mjög áhugavert sé fyrir
fjárfestingarfélagið að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu við
aldraða, fatlaða, sjúka og aðra þá sem þurfa á velferðarþjónustu að
halda."...Frjálshyggjufólk á ráðherrastólum, lífeyrissjóðir án
félagslegrar jarðtengingar og gróðaleitandi Evur eru ekki góður
kokteill ...
Lesa meira

... Andmælendur sögðu að með þessu yrði tjáningarfrelsi
(klámiðnaðarins?) skert og skrifaðar voru greinar innanlands og
utan um um "frumvarpið" sem ég hefði sett fram, það væri "fasískt"
og ég væri "vitskertur". Þetta voru hugtökin sem notuð voru í
aðdraganda kosninga, engu til sparað. Þetta var að vísu uppspuni
... Tilefni þessara þanka nú er grein sem var að birtast í breska
blaðinu Guardian um þetta efni . Hún er ein af fjölmörgum sem birst
hafa víðs vegar um heiminn síðustu mánuði. Áhuginn er mikill, ekki
að ástæðulausu, víða hefur fólk áhyggjur af ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 26.04.2013.
... Nú hefur stefnan verið mörkuð til næstu ára.
Búið er að eyða öllum fyrirvörum og óvissu hvað varðar starfsemina
á og við Reykjavíkurflugvöll...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum