Stjórnmál

... falleg hugsun og vel orðuð: " ...hvetja hina
óframfærnu til einurðar, ryðja braut kúguðum, frjálsbornum anda
fram til starfs og menningar ...". Þetta eru
ávarpsorð fyrsta tölublaðs kvennaritsins
Framsóknar, sem hóf göngu sína á Seyðisfirði árið
1895 ... Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi
alþingiskona og ráðherra, rifjar þessi orð upp í fróðlegri og
stórgóðri grein, sem hún ritaði í tímaritið
Andvara á síðasta ári ...
Framsóknarflokkurinn hefur samkvæmt mínum skilningi löngum
verið tveir flokkar ... Það undarlega er að stundum
þykir mér að báðir flokkarnir geti rúmast í sama manninum. Það er
sennilega það sem ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 31.10.16.
... Þetta tel ég vera lykilatriði. Allt of oft heyrum
við býsnast yfir því að stofnanir hafi farið út yfir leyfðan
fjárlagaramma þegar í reynd var um að kenna vankunnáttu eða
ábyrgðarleysi fjárveitingarvaldsins. Þarna hefur stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd tekið á málum af yfirvegun og ábyrgð, sem ég vona að
verði til eftirbreytni. Bæði Ríkisendurskoðun og
embætti Umboðsmanns Alþingis hafa unnið sér ótvíræðan sess og eru
álit þessara stofnana tekin alvarlega. Ætla má að
frumkvæðismálum af hálfu þessara aðila muni fjölga á komandi árum
en sýnt þykir að slík vinnubrögð hafi forvarnargildi. Ég
efast ekki um að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni eiga eftir
að hasla sér betur völl hvað varðar frumkvæði í rannsóknum
...
Lesa meira

Veikleika fyrirhrunsáranna má að einhverju leyti rekja til
veikleika Alþingis. Þetta var á meðal þess sem ráða mátti af
rannsóknarskýrslu sem unnin var fyrir þingið um fall sparisjóðanna
og kom síðan inn á vinnsluborð Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis. Hagsmunaaðilar innan kerfisins - og þá einnig þeir sem
höfðu þar beinna hagsmuna að gæta - höfðu afgerandi áhrif á
stefnumótun og lagasetningu. Þingið virtist hvorki hafa burði né
vilja til þess að sporna fast og markvisst við yfirgangi að
utan. Ekki má þó gera of lítið úr viljanum, hinum pólitíska vilja.
Hann var á þessum árum sá að gefa fjármagnsöflunum lausan tauminn.
Litið var svo á að regluverk og hömlur væru almennt af hinu illa og
gangsett var herferð undir heitinu "Einfaldara Ísland". Þessi
hugmynd þótti heillandi. Hún horfði til augljósra kosta
"reddingarsamfélagsins", þar sem ...
Lesa meira

Fékk fallega hringingu frá góðum vini í gærkvöldi þegar ég var í
þann veginn að festa svefn austur í Chisinau, höfuðborg Moldóvu -
þremur klukkutímum á undan okkur í tímanum - en þar er ég að sinna
kosningaeftirliti í forsetakosningum sem fram fara á sunnudag. Með
öðrum orðum, ég er nánast eins fjarri íslenskri kosningabaráttu og
verða má, landfræðilega séð. Vinur minn sagðist hafa þetta að
segja: "Gangi ykkur vel Vinstri grænum í kosningunum á morgun.
Ég ætla að kjósa ykkur." Nú vill svo til að ég veit að það er
ekki sterk pólitísk sannfæring sem ...
Lesa meira

Í nýafstaðinni Eldhúsdagsumræðu á Alþingi sagði ég brýnt að fá
meiri vinstri pólitík í ísalenska stjórnmálaumræðu. Mér virtist
hins vegar margir vilja hana feiga og helst alla pólitík; að
stjórnmálin ættu einvörðungu að snúast um "faglegar lausnir". Ef
svo væri þá hefðum við að mínu mati ekki lengur erindi í
þingsal ...
Lesa meira

Þegar eru menn farnir að skrifa pólitíska sögu áratuganna sitt
hvoru megin við aldamótin og eru margir áhugasamir um að koma sínu
sjónarhorni á framfæri. Ekki er ég þar undanskilinn og tók því vel
þegar ég var beðinn um að taka þátt í málfundi sem Politica, félag
stjórnmálafræðinema við Háskóli Íslands stóð að síðastliðinn
fimmtudag, það er fyrir réttri viku. Yfirskriftin var
Valdatíð Davíðs og var frummælendum ætlað
að svara því hvort hún hefði verið til góðs eða ills. Eins og vænta
mátti voru ...
Lesa meira

Kosningabaráttan - ekki síst í Reykjavík - hefur orðið
málefnasnauðari en efni standa til. Menn tala um að leysa þurfi
húsnæðisvandann og efla þurfi leigumarkaðinn. Og áherslan hefur
verið á markað. Það er hins vegar engin lausn og sakna ég þess að
ekki sé talað meira um mikilvægi þess að auka framboð á húsnæði á
vegum Félagsbústaða og setja þar fram raunhæf markmið. Það skal þó
sagt að Dögun hefur sett fram sannfærandi áætlun í þessu efni ...
Sama um leikskólann. Þar hefur skort á málefnalega umræðu um
hvernig eigi að efla þetta skólastig og ná þar gjaldfrelsi. Einnig
hefur skort umræðu um hvernig eigi að brúa bilið frá fæðingarorlofi
til leikskóla sem er brýnt mál eins og VG hefur ítrekað bent á og
gert að forgangsatriði góðu heilli. Tekjutenging Dögunar sem
millibilsástand ...
Lesa meira

Pétur H. Blöndal segir að enginn forsendubrestur hafi orðið í
kjölfar hrunsins og því þurfi ekkert að leiðrétta ... Ólafur
Fréttablaðsritstjóri gerist skáldlegur í skrifum sínum í dag um
hinn ímyndaða forsendubrest og segir m.a.: "Rétt þegar
skrúðganga skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu ætlar að fara að
leggja af stað úr þinghúsinu stillir Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sér upp í hlutverki barnsins sem lýsir því
yfir að keisarinn sé ekki í neinum fötum." Sjálfur
virðist mér Ólafur ekki ýkja klæðamikill...
Lesa meira

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hafa framkallað mikil
viðbrögð og ekki alltaf mjög yfirveguð. Að sama skapi veldur
tímaþröng því að stjórnarflokkunum gefst ekki ráðrúm til að
leiðrétta augljósa skafanka á tillögum sínum. Það minnir á hve
mikilvægt það er að tillögur um grundvallarmálefni fái tíma í
opinberri umræðu til að leiða í ljós vankanta á lagafrumvörpum og
varpa ljósi á ágreining, hvers eðlis hann er, hvort hann er vegna
tæknilegrar útfærslu eða mismunandi pólitískrar afstöðu. Mismunandi
afstaða til skattafsláttar af séreignasparnaði er
málefnaleg/pólitísk í eðli sínu í þeim skilningi að ...
Lesa meira

Fyrir VG er mikill missir að Þorleifi Gunnlaugssyni ,
varaborgarfulltrúa, en sem kunnugt er hefur hann nú tekið að sér
forystuhlutverk hjá Dögun og mun skipa efsta sæti lista þess
framboðs í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Það framboð
er byrjað að mælast en lítið enn sem komið er enda kynning af
skornum skammti og í sumum fjölmiðlum engin! Ekki einu
sinni frétt. Þetta minnir mig á fyrri daga þegar VG var að verða
til og gömul samtrygging um óbreytt ástand birtist í beinni og
óbeinni þöggun gagnvart nýjabruminu. Ástæðan fyrri því
að eftirsjá er að Þorleifi Gunnlaugssyni fyrir flokk
sem vill kenna sig við félagshyggju, og þeim mun ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum