Stjórnmál Maí 2003
Birtist í Fréttablaðinu 24.05.2003
Nýafstaðnar alþingiskosningar geta varla talist mjög sögulegar að
öðru leyti en því að það var að vissu leyti afrek fyrir ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að halda velli þegar litið er
til slóðans sem hún skilur eftir sig á átta ára valdaferli.
Stjórnin kemur að vísu tætt út úr kosningunum. Báðir
stjórnarflokkarnir tapa fylgi en ekki meiru en svo að ríkisstjórnin
kemur til með að skrimta. Í stjórnarsáttmálanum hótar hún framhaldi
á þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin undanfarin ár og er það
ekki fagnaðarefni.
Lesa meira
Birtist í Mbl. 19.05.2003
Ríkisstjórnarflokkarnir koma laskaðir út úr nýafstöðnum
alþingiskosningum. Reyndar ekki eins illa og margir höfðu spáð, en
báðir stjórnarflokkarnir tapa þó fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar
meiru en Framsókn og hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna það
hafi gerst.
Lesa meira
Ég held að flestum beri saman um að kosningaumræðan í
ljósvakafjölmiðlunum sé komin í öngstræti. Efstu menn á listum í
hverju kjördæmi eru boðaðir í færibandaþætti og garnirnar eru
raktar úr formönnum flokkanna í fjölda spjallþátta. Útkoman er
óttaleg flatneskja; umræða sem hvorki er fugl né fiskur.
Frammistaða einstakra frambjóðenda ræðst vissulega að nokkru leyti
af því hve vel þeir koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Yfirleitt
eiga þeir þó allt sitt undir duttlungum stjórnenda þáttanna um
hvort pólitísk hugðarefni þeirra eru yfirleitt rædd.
Lesa meira
Birtist í Breiðholtsblaðinu
Hver hafa verið helstu átakamálin á Alþingi síðustu fjögur árin? Ég
vil fyrst nefna skattamál. Ríkisstjórnin hefur létt sköttum af
fyrirtækjum og efnafólki. Stjórnarandstaðan vildi aftur á móti auka
ráðstöfunartekjur láglauna- og millitekjufólks. Þá var harkalega
tekist á um kjör öryrkja og lífeyrisþega. Í umhverfismálum urðu
miklar deilur innan þings og utan um Kárahnjúkavirkjun og
stóriðjuáform ríkisstjórnarinnar. Þá voru utanríkismálin mjög til
umræðu, ekki síst ákvörðun ríkisstjórnarinnar að styðja
Bandaríkjastjórn í árásum á erlend ríki, nú síðast Írak.
Lesa meira
Ávarp á fundi í Íslensku óperunni 08.05.2003
Góðir samherjar og vinir.
Prófessor í lögum við Háskóla Íslands tjáði sig í morgun. Það sem
var óvenjulegt var að hann tjáði sig á bréfsefni frá LÍÚ. Hann
vitnaði í íslenska dómstóla og Mannréttindadómstól Evrópu. Sigurður
Líndal prófessor var að taka upp hanskann fyrir forstjóra
útgerðarfyrirtækis sem hafði varað starfsmenn fytrirtækis síns við
því að kjósa andstæðinga ríkisstjórnarinnar í komandi
Alþingiskosningum.
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 08.05.2003
Þeir sem ekki eru sammála Vinstrihreyfingunni grænu framboði eiga
ekki að kjósa þann flokk. Þeir kjósa að sjálfsögðu þá
stjórnmálaflokka sem bera fram sjónarmið sem eru í samræmi við
þeirra eigin hugsjónir. En á sama hátt hlýtur það að vera rökrétt
að þeir sem vilja styðja félagshyggju, umhverfisvernd og sjálfstæða
utanríkisstefnu ljái Vinstrihreyfingunni grænu framboði stuðning
sinn.
Lesa meira
Birtist í DV 07.05.2003
Mikið er þjóðfélag okkar gallalaust. Hvergi er að finna nokkra
hnökra. Framúrskarandi réttsýnt fólk hefur stjórnað landinu okkar,
fólk sem ber takmarkalausa virðingu fyrir umhverfi og náttúru, fólk
sem ber hag aldraðra fyrir brjósti, fólk sem setur málefni sjúkra
jafnan í forgang og allra þeirra sem eiga við vanda að stríða.
Ábyrgð og festa einkennir stjórnarfarið og allt er í lukkunnar
velstandi. Þetta er okkur nú sagt í látlausum auglýsingum í útvarpi
og sjónvarpi og á síðum dagblaðanna. Hér er dásamlegt að lifa. Hér
er vinna, vöxtur og velferð, segja forkólfar Framsóknar og við
hljótum að hrópa í einum kór rétt eins og hugmyndahönnuðir
Sjálfstæðisflokksins; áfram Ísland, út af með dómarann!
Lesa meira
Birtist í Mbl. 03.05.2003
Sennilega hefur Framsóknarflokkurinn fengið bakþanka eftir að hann
kynnti í lok febrúar stefnumótun sína í efnahagsmálum fyrir komandi
kjörtímabil. Þá voru opinberaðar tillögur flokksins sem kæmu til
með að veikja stöðu ríkissjóðs um 15 milljarða króna. Í kjölfarið
kom Sjálfstæðisflokkurinn með enn meiri tekjurýrnun fyrir
ríkissjóð. Samfylkingin sá að við svo búið mátti ekki standa og
sagði að fyrst stjórnarflokkarnir sæju svigrúm til skattalækkana þá
hlyti að vera óhætt að byggja á því. Nokkrum dögum síðar kom svo
Samfylkingin með tillögur um niðurskurð á tekjum ríkissjóðs um 15
milljarða.
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum