Stjórnmál Desember 2003
Birtist í Morgunblaðinu 22.12.2003
Í laugardagsútgáfu Morgunblaðsins skrifar Björn Ingi Hrafnsson
grein, sem ber titilinn Traust og trúverðugleiki. Höfundur, sem
titlar sig "varaþingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður
utanríkisráðherra", rís því miður ekki undir þessari dýru fyrirsögn
greinar sinnar því hann gerist þar sekur um að fara með staðlausa
stafi. Umræðuefni Björns Inga er margumtalað lífeyrisfrumvarp
ríkisstjórnarinnar...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 19.12.2003
Nú vill svo til að mér er kunnugt um það frá fyrstu hendi að hér
var um að ræða launahækkanir af stærðargráðu sem formenn
stjórnarandstöðuflokkanna höfðu efasemdir um þótt þeir væru sammála
helstu efnisþáttum frumvarpsins og samþykktu þess vegna að það yrði
lagt fram til þinglegrar meðferðar.
Í fjölmiðlum hefur að mínu mati verið vegið ómaklega að þessum
mönnum því ekki hefur verið hirt um að skoða málið í réttu
samhengi...
Lesa meira
Birtist í Mbl. 18.12.2003
Allt þetta mál og málatilbúnaðurinn þar í kring gefur okkur hins
vegar glögga innsýn í stjórnunarhætti Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks. Forsvarsmenn þessara flokka koma sér saman um
nýskipan í lífeyrismálum þingmanna, ráðherra og hæstaréttardómara.
Þeir kynna engum málið í eigin röðum fyrr en tveimur klukkustundum
áður en umfangsmikið lagafrumvarp um málaflokkinn er lagt fram í
22. greinum og með ítarlegri greinargerð. Þegar í
stað er málið afgreitt í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Annað hvort hafa allir þingmenn verið
sammála...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 17.12.2003
Í kjölfar þess að ríkisstjórnin knúði í gegn frumvarp sitt um
lífeyrismál þingmanna, ráðherra og hæstaréttardómara hefur hún
látið höggin dynja á stjórnarandstöðunni. Að vísu eru þetta léttvæg
högg en þeim mun óskammfeilnari eru þau. Davíð Oddsson
forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því
yfir að stjórnarandstaðan sé ekki samstarfshæf og ...
Lesa meira
Vel má vera að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
geti treyst hvor öðrum að rugga ekki bátnum um og stofna þannig
völdum hvors annars í hættu. Það er þetta sem bjorn.is á við þegar
staðhæft er að "traust" þurfi að ríkja á milli stjórnmálaflokka.
Það þýðir í reynd að hafa á að skipa liði sem gerir það sem því er
sagt. Öðru máli gegnir um hina sem vilja skoða málin á ígrundaðan
hátt og taka síðan yfirvegaða afstöðu. Slíkt fólk er það sem
bjorn.is og samstarfsfélagar hans í Framsóknarflokknum telja vera
"óstjórnhæft." ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum