Stjórnmál 2003
Ég held að flestum beri saman um að kosningaumræðan í
ljósvakafjölmiðlunum sé komin í öngstræti. Efstu menn á listum í
hverju kjördæmi eru boðaðir í færibandaþætti og garnirnar eru
raktar úr formönnum flokkanna í fjölda spjallþátta. Útkoman er
óttaleg flatneskja; umræða sem hvorki er fugl né fiskur.
Frammistaða einstakra frambjóðenda ræðst vissulega að nokkru leyti
af því hve vel þeir koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Yfirleitt
eiga þeir þó allt sitt undir duttlungum stjórnenda þáttanna um
hvort pólitísk hugðarefni þeirra eru yfirleitt rædd.
Lesa meira
Birtist í Breiðholtsblaðinu
Hver hafa verið helstu átakamálin á Alþingi síðustu fjögur árin? Ég
vil fyrst nefna skattamál. Ríkisstjórnin hefur létt sköttum af
fyrirtækjum og efnafólki. Stjórnarandstaðan vildi aftur á móti auka
ráðstöfunartekjur láglauna- og millitekjufólks. Þá var harkalega
tekist á um kjör öryrkja og lífeyrisþega. Í umhverfismálum urðu
miklar deilur innan þings og utan um Kárahnjúkavirkjun og
stóriðjuáform ríkisstjórnarinnar. Þá voru utanríkismálin mjög til
umræðu, ekki síst ákvörðun ríkisstjórnarinnar að styðja
Bandaríkjastjórn í árásum á erlend ríki, nú síðast Írak.
Lesa meira
Ávarp á fundi í Íslensku óperunni 08.05.2003
Góðir samherjar og vinir.
Prófessor í lögum við Háskóla Íslands tjáði sig í morgun. Það sem
var óvenjulegt var að hann tjáði sig á bréfsefni frá LÍÚ. Hann
vitnaði í íslenska dómstóla og Mannréttindadómstól Evrópu. Sigurður
Líndal prófessor var að taka upp hanskann fyrir forstjóra
útgerðarfyrirtækis sem hafði varað starfsmenn fytrirtækis síns við
því að kjósa andstæðinga ríkisstjórnarinnar í komandi
Alþingiskosningum.
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 08.05.2003
Þeir sem ekki eru sammála Vinstrihreyfingunni grænu framboði eiga
ekki að kjósa þann flokk. Þeir kjósa að sjálfsögðu þá
stjórnmálaflokka sem bera fram sjónarmið sem eru í samræmi við
þeirra eigin hugsjónir. En á sama hátt hlýtur það að vera rökrétt
að þeir sem vilja styðja félagshyggju, umhverfisvernd og sjálfstæða
utanríkisstefnu ljái Vinstrihreyfingunni grænu framboði stuðning
sinn.
Lesa meira
Birtist í DV 07.05.2003
Mikið er þjóðfélag okkar gallalaust. Hvergi er að finna nokkra
hnökra. Framúrskarandi réttsýnt fólk hefur stjórnað landinu okkar,
fólk sem ber takmarkalausa virðingu fyrir umhverfi og náttúru, fólk
sem ber hag aldraðra fyrir brjósti, fólk sem setur málefni sjúkra
jafnan í forgang og allra þeirra sem eiga við vanda að stríða.
Ábyrgð og festa einkennir stjórnarfarið og allt er í lukkunnar
velstandi. Þetta er okkur nú sagt í látlausum auglýsingum í útvarpi
og sjónvarpi og á síðum dagblaðanna. Hér er dásamlegt að lifa. Hér
er vinna, vöxtur og velferð, segja forkólfar Framsóknar og við
hljótum að hrópa í einum kór rétt eins og hugmyndahönnuðir
Sjálfstæðisflokksins; áfram Ísland, út af með dómarann!
Lesa meira
Birtist í Mbl. 03.05.2003
Sennilega hefur Framsóknarflokkurinn fengið bakþanka eftir að hann
kynnti í lok febrúar stefnumótun sína í efnahagsmálum fyrir komandi
kjörtímabil. Þá voru opinberaðar tillögur flokksins sem kæmu til
með að veikja stöðu ríkissjóðs um 15 milljarða króna. Í kjölfarið
kom Sjálfstæðisflokkurinn með enn meiri tekjurýrnun fyrir
ríkissjóð. Samfylkingin sá að við svo búið mátti ekki standa og
sagði að fyrst stjórnarflokkarnir sæju svigrúm til skattalækkana þá
hlyti að vera óhætt að byggja á því. Nokkrum dögum síðar kom svo
Samfylkingin með tillögur um niðurskurð á tekjum ríkissjóðs um 15
milljarða.
Lesa meira
Í fyrradag fjallaði fréttastofa Sjónvarpsins (RÚV) um grein mína
hér á síðunni, Pólitískir prófessorar, frá 17. apríl, og var ég
fenginn til að skýra sjónarmið mín í viðtali. Í gær var síðan
viðtal við Svan Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði við
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Svanur telur gagnrýni mína ekki
vera á rökum reista. Ég sé að gagnrýna sendiboðann, fræðimanninn
sem sé að lýsa veruleikanum.
Lesa meira
Mig langar til að koma tillögu á framfæri við Félagsvísindadeild
Háskóla Íslands: Nemandi í framhaldsnámi fái sem rannsóknarverkefni
fyrir doktorspróf að kortleggja samspilið á milli kosningabaráttu
Samfylkingarinnar og yfirlýsinga kennara við félagsvísindadeildina.
Mér virðist þetta jafnan smella sem flís við rass. Prófessorarnir
eru iðulega fengnir til að tjá sig um kosnigabaráttuna og kosningar
í fjölmiðlum í því augnamiði að varpa "fræðilegu" ljósi á það sem
er að gerast.
Lesa meira
Viðtal í VG Umbúðalaust, kosningablaði VG í
Reykjavík
Hver er sinnar gæfu smiður, ekki satt?
Mér var innrætt í æsku að lífið byrjaði ekki á morgun heldur væri
það byrjað og að allt skipti máli og okkur bæri að nýta tímann vel.
Við verðum að láta gott af okkur leiða. Lífið er hinsvegar að hluta
háð aðstæðum og margt í því sem við ráðum ekki við. Við fæðumst inn
í mismunandi aðstæður, sumir í fátækt, aðrir í auðlegð og að
sjálfsögðu hefur þetta áhrif á hvaða möguleika við höfum til að
móta líf okkar. Á vegi margra eru fjölmargir þröskuldar. Þá þarf að
fjarlægja svo allir geti smíðað sér gæfu. Það er líka sameiginlegt
verkefni. Okkur líður öllum betur ef við byggjum á samkennd en ekki
einkahyggju.
Lesa meira
Viðtal í Fréttablaðinu 12.apríl
Ögmundur Jónasson þinflokksformaður Vinstri grænna, formaður BSRB
og fyrrverandi fréttamaður í viðtali um stjórnmál, stríð og
mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum.
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum