Stjórnmál 2003

Eldhúsdagsræða á Alþingi

Ræða flutt af ÖJ á Alþingi 12.03. 2003
Hinar pólitísku línur hafa verið nokkuð skýrar í flestum málaflokkum á liðnu kjörtímabili. Sex þingmenn töluðu í úrslitaumræðu um stóriðjuáformin. Sex þingmenn studdu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð öræfanna norðan Vatnajökuls. Þetta voru að sjálfsögðu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þrír þingmenn til viðbótar höfðu áður lagst gegn  stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar og hafi þeir lof fyrir.

Lesa meira

Gagnrýni Davíðs Oddssonar vísað á bug

Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er nú greinilega orðinn hræddur um að valdaseta flokksins í Stjórnarráðinu sé á enda. Þá er gripið til gamalkunnugs bragðs og það er að beita hræðsluáróðri. Verði mynduð vinstri stjórn þá brenni sparifé landsmanna upp í óðaverðbólgu.

Lesa meira

Skammsýn framtíðarsýn - stefna Framsóknarflokksins í atvinnumálum

Birtist í Mbl. 26.02. 2003
Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram tillögur sem formaður flokksins segir að veikja muni stöðu ríkissjóðs um 15 milljarða. Stóriðjustefna í atvinnumálum muni hins vegar gefa svo mikið í aðra hönd að engu sé að kvíða. Grundvöllur sé að skapast fyrir þjóðarsátt um að gera stóriðjustefnu Framsóknarflokksins að hornsteini íslenska velferðarkerfisins. Sýn formanns Framsóknarflokksins á þungaiðnað sem akkeri íslenskrar atvinnustefnu fór ekki á milli mála á nýafstöðnu þingi flokksins. 

Lesa meira

Hjálmar og ogmundur.is

Birtist í Mbl. 5. febrúar 2003
Ekki veit ég hve margir lásu grein sem birtist í Morgunblaðinu s.l. laugardag eftir Hjálmar Árnason alþingismann. Ég las þessa grein og að öllum líkindum hafa margir starfsmenn Barnaspítala Hringsins lesið greinina því hún bar yfirskriftina Ögmundur og barnaspítalinn. Ekki verður beinlínis sagt að mér séu vandaðar kveðjurnar í þessari grein.

Lesa meira

Frá lesendum

Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: BANDARÍKIN FÆRA HEIMINN NÆR KJARNORKUVETRI, OG ÍSLAND HJÁLPAR TIL?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÓSJÁLFSTÆÐIR ALÞINGISMENN

... Það er ætíð fyrirhafnarmeira að setja sig inn í mál, og beita eigin dómgreind, en að falla í gryfju meðvirkninnar með valdinu og hjarðmennskunni. Tvíhyggja er hugtak sem fyrst kemur í hugann þegar rýnt er í „rök“ stuðningsmanna orkupakkans. Sama fólk telur að það sé hægt að innleiða reglugerðir og tilskipanir evrópsks réttar, sem hafa fullt lagagildi á Íslandi, en jafnframt hafa áfram fullt vald á sama sviði samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er óleysanleg mótsögn ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar