Stjórnmál Febrúar 2006

HÚN HEITIR SVANDÍS !

Valgerður Bjarnadóttir

skrifar  ágætar "Vangaveltur um prófkjör" í Fréttablaðið í dag. Greinin hefst á þessum orðum: "Forystukona vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor sagði í útvarpsþætti um daginn eitthvað í þá áttina að hún teldi stjórnmál snúast um lífsviðhorf, meðal annars þess vegna hefði hún efasemdir um prófkjör stjórnmálaflokka sem væru öllum opin, líka þeim sem ekki væru flokksbundnir. Ég er hjartanlega sammála konunni um að stjórnmál snúist um lífsviðhorf en er samt ekki viss um að það leiði mig til sömu niðurstöðu um hvernig haga eigi vali á framboðslista stjórnmálaflokka, eða hverjir megi koma að slíkum ákvörðunum…"
Það sem ég furða mig á er að sú kona, sem Valgerður Bjarnadóttir gerir að umræðuefni í blaðagrein sinni, "forystukona vinstri grænna",  skuli ekki fá að njóta nafns síns. Ekki bara hennar sjálfrar vegna heldur...

Lesa meira

TIL HAMINGJU ÍSLAND !

Silvía Nótt

kom, sá og sigraði í forkeppni Eurovision - með miklum yfirburðum. Af lítillæti sínu þakkaði hún samkeppendum sínum , "upphitunarhljóm-
sveitunum"
, fyrir þeirra framlag. Silvíu Nótt er ekki fisjað saman. Hún óskar Íslandi til hamingju með hve stórfengleg heppni það hafi verið fyrir landið að hún skuli hafa fæðst á Íslands foldu. Auðvitað er Silvía Nótt...að gera grín, henda gaman að sjálfsupphafningu samtímans. Það eru þeir hins vegar ekki að gera sigurvegarar prófkjöranna sem nú, hver á fætur öðrum, stíga sveittir út úr prófkjörsslagnum, smurðir og sponsoreraðir í bak og fyrir, og að sjálfsögðu yfir sig ánægðir ... Getur verið að það sé nokkuð til í því, sem Svandís Svavarsdóttir, efsti maður á lista VG í Reykjavík, sagði...

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN DREGUR SÉR BAUG Á FINGUR

Birtist í Morgunblaðinu 07.02.06.
...Morgunblaðið spyr í Staksteinum sl. föstudag, hvort stjórnarandstaðan sjái nú ekki að setja þurfi löggjöf um eignarhald fjölmiðla. Ég vil spyrja á móti hvort Morgunblaðinu finnist ekki ástæða til að endurskoða áform um að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið. Hlutafélagavæðing mun fyrr eða síðar leiða til sölu fyrirtækisins. En jafnvel þótt það ekki gerðist í bráð þá er hitt staðreynd að með hlutafélagavæðingu myndi stjórnsýslan gerbreytast að því leyti að pólitískt ráðinn útvarpsstjóri fengi nánast alræðisvald yfir mannahaldi og dagskrá, á sama tíma og dregið yrði úr gagnsæi stofnunarinnar. Verkefnið ætti að vera að draga úr heljartökum stjórnarmeirihlutans á Ríkisútvarpinu, bæta hag og kjör starfsmanna, setja stjórnsýsluna í markvissari farveg og stuðla að enn meira gagnsæi en nú er. Allt þetta er hægt að gera án þess að breyta stofnuninni í hlutafélag og það sem meira er... Lesa meira

100% MENN Í NORÐ VESTRINU !

Auðvitað á að taka skoðanakönnunum með varúð. Líka könnunum í Norðvestur-kjördæmi. Það hlýtur þó að vera saga til næsta bæjar þegar skoðanakannanir sýna fylgi stjórnmálaflokks vaxa um helming. Það hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð gert frá síðustu alþingiskosningum ef marka má nýjustu skoðanakönnun Gallup. Hverju er þetta að þakka? Í Skagafirði hafa samherjar í VG staðið sig vel við stjórnvölinn í sveitarstjórnarmálum og í landsmálum hefur flokkurinn einnig staðið sig afar vel undir gunnfána Jóns Bjarnasonar alþingismanns, sem hefur verið óþreytandi í ferðum og erindrekstri um kjördæmið og stöðugt að gæta að hagsmunum þess á Alþingi. Enginn hefur verið ötulli og eindregnari en Jón Bjarnason í baráttunni til verndar jökulsám Skagafjarðar. Hefur mjög mætt á honum í því efni upp á síðkastið og flutti hann fimm tíma magnaða og hugsjónaþrungna ræðu um málefnið á þingi fyrir fáeinum dögum. Henni gleymir hvorki ég né Valgerður Sverrisdóttir. Á vefriti Skagfirðinga segir frá þessum framgangi VG í ...

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar