Stjórnmál Mars 2006

ILLUGI OG VATNIÐ

...Illugi Gunnarsson á vissulega fullt erindi inn á vettvang stjórnmálanna. Hann er rökfastur og góður fyrir sinn málstað. Nema þegar hann skrifar um vatn. Það gerði IIlugi í Fréttablaðspistli sínum um helgina. Ekki var það góð grein. Það er mikil dirfska - mér liggur við að segja fífldirfska - að nota vatn og reynsluna af einkavæðingu vatnsveitna sem dæmi um ágæti einkaframtaksins... Í vatnsveitumálum fyrirfinnst engin samkeppni. Reynslan er sú að vatnsfyrirtækin skipta markaðnum á milli sín og hafa síðan samráð um verðlag. Neytandinn er þess vegna algerlega á þeirra valdi. Afleiðingin er hærra verðlag og lakari þjónusta. Þetta eru ...

Lesa meira

STENDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í VEGI ÞESS AÐ FRAMSÓKN EINKAVÆÐI?

...Ráðherra Framsóknar segir það ekki hafa verið "til sóma" að sýna ekki meiri dugnað við einkavæðinguna. Valgerður getur þó huggað sig við það að í vikunni verður frumvarp hennar um að gera Rafmagnsveitur ríkisins að hlutafélagi tekið til annarrar umræðu á Alþingi. Það hlýtur ráðherrann þó að telja vera til sóma – eða hvað? En hver skyldi vera skýrinign á því að meira hefur ekki verið einkavætt á síðustu árum en raun ber vitni, þrátt fyrir heitstrengingar og svardaga í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Skyldi Íhaldið vera tregt í taumi hinna áköfu einkavæðingarsinna í ... Lesa meira

FRAMSÓKN LEITAR SKJÓLS HJÁ DÖNSKUM BANKA

...Hitt er svo annað mál að við þurfum að horfa á þessi mál af raunsæi og yfirvegun og vera sjálfsgagnrýnin í þessum efnum. Ekki verður það sagt um Magnús Stefánsson, framsóknarþingmann. Hann kom fram í fjölmiðlum í gær sveipaður skikkju formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann tók undir gagnrýni í garð Danske Bank. Þetta veit Magnús að fellur í kramið hjá landanum því í hugum margra Íslendinga eru grunsemdir um að Danir geti ekki unnt Íslendingum velgengni innan okkar gamla konugsríkis, og skýri það gagnrýni þeirra i garð íslenskra stórfjárfesta! Í skjóli þessa stígur Magnús einu feti framar því hann notar tækifærið og spyrðir stjórnarandstöðuna á Íslandi eins og hún leggur sig saman við danska bankamenn og segir þennan mannskap allan fara með óábyrgan málflutning! Í fréttum RÚV í gær segir...Gagnrýni á stóriðjustefnu Framsóknarflokksins verður ekki afgreidd út af borðinu með þessum hætti. Við hljótum að frábiðja okkur niðurskurð í velferðaþjónustu á vegum ríkisins í komandi fjárlögum til þess að greiða götu stóriðjuáforma Framsóknarflokksins. Það eru þau sem valda þenslunni í íslensku hagkerfi, ekki launahækkanir láglaunafólks. Sem kunnugt er stefnir...

Lesa meira

ÞVERPÓLITÍSKUR JÓN BALDVIN?

...Ekkert var ákveðið í þessu efni en ljóst að ef hugmyndin um þverpólitíska aðkomu ætti að verða að veruleika, þyrfti vilji að vera fyrir hendi af allra hálfu...En það er ekki hægt að bíða endalaust og til þess að leysa málið - höggva á hnútinn - hefur formaður Samfylkingarinnar nú ákveðið einhliða að skipa hina þverpólitísku nefnd. Í fréttum í kvöld var okkur sagt að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins, yrði formaður nefndarinnar. Svona er hægt að leysa málin hratt og vel. Kannski verður skipuð önnur nefnd á morgun til að ná þverpólitískri sátt um heilbrigðismálin með sérstakri áherslu á gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Sighvatur Björgvinsson gæti orðið formaður í þeirri nefnd. Vanur maður. Svona má ...

Lesa meira

VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR SAKAR PÓLITÍSKA ANDSTÆÐINGA RANGLEGA UM FALSANIR

Birtist í Morgunblaðinu 17.03.06.
...Hvers vegna sé ég mig knúinn til að tína til þessi ummæli Valgerðar Sverrisdóttur frá síðasta ári? Það er vegna þess að hún hefur leyft sér að saka mig og aðra þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um að falsa ummæli sín. Ég hef nú sett fram gögn á Alþingi sem sýna ótvírætt að ásakanir ráðherrans byggja á ósannindum. Hvorki ráðherrar né alþingismenn, né nokkur annar ef því er að skipta, eiga að komast upp með að ljúga fölsunum upp á pólitíska andstæðinga sína. Að slíku hefur Valgerður Sverrisdóttir nú orðið uppvís...

Lesa meira

ÞAÐ VERÐUR KOSIÐ UM VATNIÐ

...Umræðan um vatnalagafrumvarpið hefur verið fróðleg um margt. Sérstaklega hefur verið athyglisvert að fylgjast með því hvernig verktakar ríkisstjórnarinnar úr stétt lögfræðinga hafa gegnt lykilhlutverki í fjölmiðlum. Höfundar frumvarpsins og ýmsar "hægri hendur" ráðherra hafa verið kynntar til leiks sem lögfræðingar og sérfræðingar til þess að staðhæfa að ríkisstjórnin hafi rétt fyrir sér! ... Þá þykja það vera rök í málinu af hálfu forsætisráðherrans að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé til þess fallið að aðlaga lög að hæstaréttardómum á liðnum áratugum...En jafnvel þótt svo væri, þá eru þetta haldlítil rök... Bæði hér á landi og í grannlöndum okkar færist það hins vegar í vöxt að dómstólar taki sér pólitískt vald og sveigi þannig lögin með túlkunarvaldi sínu. Dómstólar gegna þannig sífellt stærra hlutverki í þróun löggjafar. Dómstólarnir verða ágengari og löggjafinn sífellt lítilþægari gagnvart dómsvaldinu hvað þetta snertir...En er það ekki hlutverk okkar að bæta það sem fyrir er? Okkur mun gefast kostur á því. En til þess þurfum við að fella stjórnarmeirihlutann í næstu alþingiskosningum. Þá verður afleitt vatnalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar aldrei að lögum...

Lesa meira

HVERT ER HLUTVERK UPPLÝSINGAFULLTRÚA FORSÆTISRÁÐUNEYTISINS?

Að gefnu tilefni velti ég því fyrir mér hve marga aðstoðarmenn Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hafi ráðið til starfa í forsætisráðuneytinu. Björn Ingi Hrafnsson er titlaður aðstoðarmaður ráðherra, ef ég man rétt. Hann er kraftmikill pólitískur áhugamaður og betri en enginn fyrir sinn mann. Það má í sjálfu sér segja líka um Steingrím Ólafsson, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Allt gott um það, nema hvað ég hefði haldið að upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins héldi örlítið aftur af framsóknarmennskunni í sjálfum sér þegar hann notar embættistitil sinn í opinberum blaðaskrifum. Það gerir Steingrímur Ólafsson hins vegar ekki. Í dag skrifar hann grein í Blaðið, sem...

Lesa meira

RÉTTLÁT REIÐI EÐA DÓMGREINDARLEYSI?


Í vikunni tók Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, pokann sinn og yfirgaf ráðuneyti og þing. Spunnust af þessu orðaskipti á Alþingi. Fyrir mitt leyti kvaddi ég Árna og óskaði honum velfarnaðar með þessum orðum: "Hæstv. forseti. Fyrst hin persónulegu skilaboð, síðan hin pólitísku skilaboð. Persónulega þykir mér eftirsjá að Árna Magnússyni úr stjórnmálum og óska ég  honum alls góðs. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að segja að við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs óskum öllum hrókeruðum hæstv. ráðherrum og þingmönnum velfarnaðar í starfi og brottförnum að sama skapi."  Þetta voru persónulegar kveðjur og vil ég leggja áherslu á, að persónulegar velfarnaðaróskir félaga minna í VG og sjálfs mín til handa Árna Magnússyni, eru hugheilar. Hefur mér líkað prýðilega við manninn eins og þeir sem til þekkja vita. En Árni er ekki bara Árni. Hann er líka áhrifamaður í innsta hring Framsóknarflokksins og...

Lesa meira

HVERS VEGNA HLUSTAR FRAMSÓKN EKKI Á GUÐNA?

Öfgafull stefna Framsóknarflokksins í stóriðjumálum veldur samstarfsflokknum í ríkisstjórn undrun og vaxandi áhyggjum. Sérstaklega hafa Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra flokksins, viðrað áhyggjur sínar, að vísu með dulmáli því ekki vilja þeir ganga of nærri Framsókn, sem af skiljanlegum ástæðum er sérstaklega taugaveikluð þessa dagana. Athygli vekur að Árni Matthiesen, fjármálaráðherra, hugsanlega af misskilinni samstöðu með álvinum sínum í Hafnarfirði, vill ekkert slæmt heyra um stóriðjuna...Öllu þessu hefur verið haldið til haga í þinginu. En eitt hefur gleymst. Það er ekki bara Kristinn H. Gunnarsson, sem haldið hefur uppi andófi í Framsóknarflokknum. Í þessu máli er það nefnilega ekki síður varaformaður flokksins, sjálfur Guðni Ágústsson, sem varað hefur við álæðinu í flokknum. Þetta hefur Guðni gert á afdráttarlausan og skeleggan hátt. Þessa dagana situr Guðni brúnaþungur á ráðherrabekk Alþingis og er... Lesa meira

UM LOTTÓVINNINGA, RÚSSNESKA RÚLLETTU OG PÓLITÍSKA KÖNNUN FRAMSÓKNARFLOKKSINS Á KOSTNAÐ SKATTBORGARA


Það er hressandi að heyra í Skagfirðingum þessa dagana, enginn uppgjafartónn þar á bæ. Það skiptir máli að Vinstrihreyfingin grænt framboð á aðild að sveitarstjórninni í Skagafirði. Í yfirlýsingu sem kom frá VG í Skagafirði í dag er minnt á að " Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vildu álver í Skagafjörð og voru tilbúin til að fórna skagfirsku Jökulsánum og náttúru þeirra. Vinstri grænir stóðu einir stjórnmálaflokka í Skagafirði með Jökulsánum og Héraðsvötnum ... ...Ég hef kynnt mér niðurstöður könnunarinnar og furða mig á því að spurningar um pólitíska afstöðu manna eru ekki birtar í þeim niðurstöðum sem hafa verið gerðar opinberar. Ég hef hins vegar heyrt frá nokkrum einstaklingum sem lentu í úrtaki þessarar könnunar Framsóknarflokksins...

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar