Stjórnmál Mars 2006

ILLUGI OG VATNIÐ

...Illugi Gunnarsson á vissulega fullt erindi inn á vettvang stjórnmálanna. Hann er rökfastur og góður fyrir sinn málstað. Nema þegar hann skrifar um vatn. Það gerði IIlugi í Fréttablaðspistli sínum um helgina. Ekki var það góð grein. Það er mikil dirfska - mér liggur við að segja fífldirfska - að nota vatn og reynsluna af einkavæðingu vatnsveitna sem dæmi um ágæti einkaframtaksins... Í vatnsveitumálum fyrirfinnst engin samkeppni. Reynslan er sú að vatnsfyrirtækin skipta markaðnum á milli sín og hafa síðan samráð um verðlag. Neytandinn er þess vegna algerlega á þeirra valdi. Afleiðingin er hærra verðlag og lakari þjónusta. Þetta eru ...

Lesa meira

STENDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í VEGI ÞESS AÐ FRAMSÓKN EINKAVÆÐI?

...Ráðherra Framsóknar segir það ekki hafa verið "til sóma" að sýna ekki meiri dugnað við einkavæðinguna. Valgerður getur þó huggað sig við það að í vikunni verður frumvarp hennar um að gera Rafmagnsveitur ríkisins að hlutafélagi tekið til annarrar umræðu á Alþingi. Það hlýtur ráðherrann þó að telja vera til sóma – eða hvað? En hver skyldi vera skýrinign á því að meira hefur ekki verið einkavætt á síðustu árum en raun ber vitni, þrátt fyrir heitstrengingar og svardaga í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Skyldi Íhaldið vera tregt í taumi hinna áköfu einkavæðingarsinna í ... Lesa meira

FRAMSÓKN LEITAR SKJÓLS HJÁ DÖNSKUM BANKA

...Hitt er svo annað mál að við þurfum að horfa á þessi mál af raunsæi og yfirvegun og vera sjálfsgagnrýnin í þessum efnum. Ekki verður það sagt um Magnús Stefánsson, framsóknarþingmann. Hann kom fram í fjölmiðlum í gær sveipaður skikkju formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann tók undir gagnrýni í garð Danske Bank. Þetta veit Magnús að fellur í kramið hjá landanum því í hugum margra Íslendinga eru grunsemdir um að Danir geti ekki unnt Íslendingum velgengni innan okkar gamla konugsríkis, og skýri það gagnrýni þeirra i garð íslenskra stórfjárfesta! Í skjóli þessa stígur Magnús einu feti framar því hann notar tækifærið og spyrðir stjórnarandstöðuna á Íslandi eins og hún leggur sig saman við danska bankamenn og segir þennan mannskap allan fara með óábyrgan málflutning! Í fréttum RÚV í gær segir...Gagnrýni á stóriðjustefnu Framsóknarflokksins verður ekki afgreidd út af borðinu með þessum hætti. Við hljótum að frábiðja okkur niðurskurð í velferðaþjónustu á vegum ríkisins í komandi fjárlögum til þess að greiða götu stóriðjuáforma Framsóknarflokksins. Það eru þau sem valda þenslunni í íslensku hagkerfi, ekki launahækkanir láglaunafólks. Sem kunnugt er stefnir...

Lesa meira

ÞVERPÓLITÍSKUR JÓN BALDVIN?

...Ekkert var ákveðið í þessu efni en ljóst að ef hugmyndin um þverpólitíska aðkomu ætti að verða að veruleika, þyrfti vilji að vera fyrir hendi af allra hálfu...En það er ekki hægt að bíða endalaust og til þess að leysa málið - höggva á hnútinn - hefur formaður Samfylkingarinnar nú ákveðið einhliða að skipa hina þverpólitísku nefnd. Í fréttum í kvöld var okkur sagt að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins, yrði formaður nefndarinnar. Svona er hægt að leysa málin hratt og vel. Kannski verður skipuð önnur nefnd á morgun til að ná þverpólitískri sátt um heilbrigðismálin með sérstakri áherslu á gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Sighvatur Björgvinsson gæti orðið formaður í þeirri nefnd. Vanur maður. Svona má ...

Lesa meira

VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR SAKAR PÓLITÍSKA ANDSTÆÐINGA RANGLEGA UM FALSANIR

Birtist í Morgunblaðinu 17.03.06.
...Hvers vegna sé ég mig knúinn til að tína til þessi ummæli Valgerðar Sverrisdóttur frá síðasta ári? Það er vegna þess að hún hefur leyft sér að saka mig og aðra þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um að falsa ummæli sín. Ég hef nú sett fram gögn á Alþingi sem sýna ótvírætt að ásakanir ráðherrans byggja á ósannindum. Hvorki ráðherrar né alþingismenn, né nokkur annar ef því er að skipta, eiga að komast upp með að ljúga fölsunum upp á pólitíska andstæðinga sína. Að slíku hefur Valgerður Sverrisdóttir nú orðið uppvís...

Lesa meira

ÞAÐ VERÐUR KOSIÐ UM VATNIÐ

...Umræðan um vatnalagafrumvarpið hefur verið fróðleg um margt. Sérstaklega hefur verið athyglisvert að fylgjast með því hvernig verktakar ríkisstjórnarinnar úr stétt lögfræðinga hafa gegnt lykilhlutverki í fjölmiðlum. Höfundar frumvarpsins og ýmsar "hægri hendur" ráðherra hafa verið kynntar til leiks sem lögfræðingar og sérfræðingar til þess að staðhæfa að ríkisstjórnin hafi rétt fyrir sér! ... Þá þykja það vera rök í málinu af hálfu forsætisráðherrans að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé til þess fallið að aðlaga lög að hæstaréttardómum á liðnum áratugum...En jafnvel þótt svo væri, þá eru þetta haldlítil rök... Bæði hér á landi og í grannlöndum okkar færist það hins vegar í vöxt að dómstólar taki sér pólitískt vald og sveigi þannig lögin með túlkunarvaldi sínu. Dómstólar gegna þannig sífellt stærra hlutverki í þróun löggjafar. Dómstólarnir verða ágengari og löggjafinn sífellt lítilþægari gagnvart dómsvaldinu hvað þetta snertir...En er það ekki hlutverk okkar að bæta það sem fyrir er? Okkur mun gefast kostur á því. En til þess þurfum við að fella stjórnarmeirihlutann í næstu alþingiskosningum. Þá verður afleitt vatnalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar aldrei að lögum...

Lesa meira

HVERT ER HLUTVERK UPPLÝSINGAFULLTRÚA FORSÆTISRÁÐUNEYTISINS?

Að gefnu tilefni velti ég því fyrir mér hve marga aðstoðarmenn Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hafi ráðið til starfa í forsætisráðuneytinu. Björn Ingi Hrafnsson er titlaður aðstoðarmaður ráðherra, ef ég man rétt. Hann er kraftmikill pólitískur áhugamaður og betri en enginn fyrir sinn mann. Það má í sjálfu sér segja líka um Steingrím Ólafsson, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Allt gott um það, nema hvað ég hefði haldið að upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins héldi örlítið aftur af framsóknarmennskunni í sjálfum sér þegar hann notar embættistitil sinn í opinberum blaðaskrifum. Það gerir Steingrímur Ólafsson hins vegar ekki. Í dag skrifar hann grein í Blaðið, sem...

Lesa meira

RÉTTLÁT REIÐI EÐA DÓMGREINDARLEYSI?


Í vikunni tók Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, pokann sinn og yfirgaf ráðuneyti og þing. Spunnust af þessu orðaskipti á Alþingi. Fyrir mitt leyti kvaddi ég Árna og óskaði honum velfarnaðar með þessum orðum: "Hæstv. forseti. Fyrst hin persónulegu skilaboð, síðan hin pólitísku skilaboð. Persónulega þykir mér eftirsjá að Árna Magnússyni úr stjórnmálum og óska ég  honum alls góðs. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að segja að við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs óskum öllum hrókeruðum hæstv. ráðherrum og þingmönnum velfarnaðar í starfi og brottförnum að sama skapi."  Þetta voru persónulegar kveðjur og vil ég leggja áherslu á, að persónulegar velfarnaðaróskir félaga minna í VG og sjálfs mín til handa Árna Magnússyni, eru hugheilar. Hefur mér líkað prýðilega við manninn eins og þeir sem til þekkja vita. En Árni er ekki bara Árni. Hann er líka áhrifamaður í innsta hring Framsóknarflokksins og...

Lesa meira

HVERS VEGNA HLUSTAR FRAMSÓKN EKKI Á GUÐNA?

Öfgafull stefna Framsóknarflokksins í stóriðjumálum veldur samstarfsflokknum í ríkisstjórn undrun og vaxandi áhyggjum. Sérstaklega hafa Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra flokksins, viðrað áhyggjur sínar, að vísu með dulmáli því ekki vilja þeir ganga of nærri Framsókn, sem af skiljanlegum ástæðum er sérstaklega taugaveikluð þessa dagana. Athygli vekur að Árni Matthiesen, fjármálaráðherra, hugsanlega af misskilinni samstöðu með álvinum sínum í Hafnarfirði, vill ekkert slæmt heyra um stóriðjuna...Öllu þessu hefur verið haldið til haga í þinginu. En eitt hefur gleymst. Það er ekki bara Kristinn H. Gunnarsson, sem haldið hefur uppi andófi í Framsóknarflokknum. Í þessu máli er það nefnilega ekki síður varaformaður flokksins, sjálfur Guðni Ágústsson, sem varað hefur við álæðinu í flokknum. Þetta hefur Guðni gert á afdráttarlausan og skeleggan hátt. Þessa dagana situr Guðni brúnaþungur á ráðherrabekk Alþingis og er... Lesa meira

UM LOTTÓVINNINGA, RÚSSNESKA RÚLLETTU OG PÓLITÍSKA KÖNNUN FRAMSÓKNARFLOKKSINS Á KOSTNAÐ SKATTBORGARA


Það er hressandi að heyra í Skagfirðingum þessa dagana, enginn uppgjafartónn þar á bæ. Það skiptir máli að Vinstrihreyfingin grænt framboð á aðild að sveitarstjórninni í Skagafirði. Í yfirlýsingu sem kom frá VG í Skagafirði í dag er minnt á að " Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vildu álver í Skagafjörð og voru tilbúin til að fórna skagfirsku Jökulsánum og náttúru þeirra. Vinstri grænir stóðu einir stjórnmálaflokka í Skagafirði með Jökulsánum og Héraðsvötnum ... ...Ég hef kynnt mér niðurstöður könnunarinnar og furða mig á því að spurningar um pólitíska afstöðu manna eru ekki birtar í þeim niðurstöðum sem hafa verið gerðar opinberar. Ég hef hins vegar heyrt frá nokkrum einstaklingum sem lentu í úrtaki þessarar könnunar Framsóknarflokksins...

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar