Stjórnmál Apríl 2006

STEFNIR Í SUMARÞING

Ríkisstjórnin hefur nú kastað stríðshanskanum. Það gerði hún þegar hún ákvað að rífa frumvarpið um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins út úr menntamálanefnd Alþingis og henda því inn í þriðju og jafnframt lokaumræðu á Alþingi. Þetta er frumvarpið sem stjórnarandstaðan sameinuð hafði óskað eftir að sett yrði á ís. Sú ósk hefur verið hundsuð...Breytingarnar sem nú eru boðaðar á RÚV frumvarpinu eru að sjálfsögðu til góðs. Þær eru hins vegar ekkert annað en bútasaumur til þess að reyna að kaupa stuðning við þetta vonlausa frumvarp. Engum hef ég heyrt í sem telur þetta nóg til að snúa andstöðu við frumvarpið upp í stuðning. Það gera sér allir grein fyrir því að...

Lesa meira

AÐ ÓTTAST SPEGILMYND SÍNA


Einar Kárason rithöfundur skrifar oft lipran texta. Ekki er þar með sagt að alltaf sé mikið vit í honum. Í grein í Morgunblaðinu í dag reynir Einar að svara sjálfum sér þeirri spurningu af hverju Íhaldið óttist bara Samfylkinguna. Einar Kárason kemst að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin sé alvöru flokkur sem Sjálfstæðismenn geri sér grein fyrir að keppi við hann um völdin í landinu. VG sé skýr kostur sem Sjálfstæðisflokkurinn viti hvar hann hafi, hann kunni að berjast við hann og líki það ekki illa. Öðru máli gegni um Samylkinguna...Nokkur sannleikskorn kann að vera að finna í þessari greiningu. Samfylkingin vill vera keppinautur Sjálfstæðisflokksins um völdin  en er það síður um stefnumörkun í þjóðfélaginu. Þar er VG keppinauturinn...Sem betur fer er þessi staða ekki uppi hjá umhverfissinnum og félagslega þenkjandi fólki hér á landi. Þeir þurfa ekki að velja á milli Íhalds og Samfylkingar. Þeir hafa Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Þeim flokki er treystandi til að koma stefnumálum sínum í mark þegar hann kemst til áhrifa fremur en flokki sem vill verða spegilmynd Íhaldsins... 

Lesa meira

FRAMSÓKN VILL MALBIKA SKERJAFJÖRÐINN

"Svo virðist sem stjórnmálamenn haldi aldrei á lofti orðinu sátt nema ósátt ríki."

Svo mæltist Staksteinari Morgunblaðsins 19. apríl síðastliðinn þegar hótun Framsóknarflokksins um að múra upp í Skerjafjörðinn var til umræðu. Sem kunnugt er vill exbé í Reykjavík flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og út á Löngusker í Skerjafirði og talar um að mynduð verði um þetta þjóðarsátt. Og Staksteinar varpaði fram spurningu: "Hvernig getur líka orðið sátt um flugvöll á Lönguskerjum þegar Skerjafjörðurinn er löngu orðinn helsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins með sínu fjölbreytta lífríki. Eru landfyllingar, flugvallargerð og flugumferð á slíkum stað líkleg til að skapa þjóðarsátt? Að ekki sé talað um kostnaðinn, sem rennur úr götóttum vasa skattgreiðenda." Auðvitað er það sjónarmið að vilja setja flugvöll í Skerjafjörðinn og þess vegna ekkert að því að berjast fyrir því að svo verði gert. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða - og tek þar undir með Staksteinari - að um slíkt mun aldrei takast þjóðarsátt...

Lesa meira

MIKIÐ Í HÚFI AÐ TRYGGJA GÓÐA KOSNINGU VG Í REYKJAVÍK

Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík er firnasterkur. Svandís Svavarsdóttir hefur sannað sig sem mjög öflugur stjórnmálamaður, sem þegar hefur skipað sér í fremstu röð stjórnmálamanna í landinu. Í öðru sæti listans er Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, sem gegnt hefur lykilstöðum hjá Reykjavíkurborg, þar á meðal verið forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að mér hefur verið órótt að fylgjast með skoðanakönnunum að undanförnu, sem allt of margar hafa gefið vísbendingu um að VG fengi aðeins einn borgarfulltrúa kjörinn, og væri Árni Þór þar með dottinn út úr borgarstjórn. Þetta væri mikið slys. Árni Þór Sigurðsson er með allra reynslumestu mönnum í málefnum borgar- og landsmála og þarf ekki að hafa mörg orð um það hve slæmt það væri að hann fengi ekki kosningu. Þetta skyldu vinstri menn og umhverfissinnar hafa í huga. Reyndar þyrftum við að gera enn betur og tryggja Þorleifi Gunnlaugssyni, dúklagningameistara, einnig aðkomu að borgarstjórninni í komandi kosningum. Þorleifur er geysilega öflugur maður, það þekki ég vel. Hann er beintengdur inn í atvinnulífið, hefur tekið þátt í mannréttindabaráttu og verið potturinn og pannan í skipulagningu hvers kyns funda og herferða svo lengi sem ég man eftir. Hann er hins vegar einn af þeim mönnum sem...

Lesa meira

BREYTTAR ÁHERSLUR SAMFYLKINGARINNAR Í SKATTA- OG STÓRIÐJUMÁLUM?

Batnandi fólki er best að lifa. Þess vegna hljótum við að taka fagnandi yfirlýsingum formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í fréttum um helgina, um úrræði í efnahagsmálum. Ég fæ ekki betur séð en þær feli í sér kúvendingu á stefnu Samfylkingarinnar í veigamiklum atriðum. Í fyrsta lagi tekur formaður Samfylkingarinnar undir kröfu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til langs tíma, um stóriðjustopp á næstu árum. Þetta er fráhvarf frá fyrri yfirlýsingum, þótt það verði að viðurkennast að erfitt er að átta sig á því hver raunveruleg stefna Samfylkingarinnar er í þessum efnum því eitt virðist vera sagt á Austfjörðum og á Húsavík, annað á Sauðárkróki og svo enn annað í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Á Alþingi hefur yfirleitt verið talað fremur óskýrt um þessi efni...Formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu á nýafstöðnum flokkstjórnarfundi að Samfylkingin væri ekki, og vildi ekki vera, "jaðarflokkur" heldur stór og breiður flokkur. Það skyldi þó aldrei vera að sá flokkur sem hér var augljóslega skírskotað til sem jaðarflokks, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hafi verið sá flokkur sem mestan hljómgrunn hefur átt með þjóðinni í þessum efnum á undanförnum misserum? Gæti verið, að hvað stóriðjustefnuna snertir, sé Samfylkingin nú, þegar allt kemur til alls, að skríða utan af jaðrinum og samræma sjónarmið sín meirihlutaviljanum í landinu...

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar