Stjórnmál Maí 2006

VARAFORMAÐUR VG: FYLGISAUKNINGIN MUN HAFA VARNALEG ÁHRIF

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skrifar grein hér á síðuna þar sem hún leggur mat á kosningaúrslitin í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Hún telur að fylgisaukning VG muni hafa varanleg áhrif í íslenskum stjórnmálum en jafnframt megi ætla að þetta sé fyrirboði um breytt hugarfar þjóðarinnar: "Það er mín trú að þessi fjögurra prósentustiga fylgisaukning VG muni hafa varanleg áhrif í íslenskum stjórnmálum, ekki síst ef á eftir fylgir fylgisaukning í alþingiskosningum að ári. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er til alls líkleg að ári og vegna skýrrar málefnastöðu flokksins er hægt að líta á þá fylgisaukningu sem nú hefur orðið sem vísbendingu um breytt hugarfar þjóðarinnar." Katrín minnir á að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi fengið 14 sveitarstjórnarmenn kosna af hreinum VG-listum en seinast hafi þeir aðeins verið fjórir. Einnig hafi VG verið ...

Lesa meira

VILBJÖRN


Þá hefur það gerst að ríkisstjórnin er komin í Ráðhús Reykjavíkur. Þangað er mættur Vilbjörn en svo hefur verið kallað þetta samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni, með þá Vilhjálm Þ. og  Björn Inga í fararbroddi. Þetta eru ill tíðindi fyrir þá sem vilja efla samfélagsþjónustu og umhverfisvernd. Fyrir áhugamenn um mislæg gatnamót, einkavæðingu, stóriðjustefnu, í stuttu máli fyrir þá sem styðja þá mengunar- og misréttisstefnu, sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa rekið í Stjórnarráðinu, er þetta hins vegar drauma stjórnarmynstrið. Og fyrir álrisana, sem þessir flokkar þjóna svo vel, er Vilbjörn himnasending. Í fréttaviðtölum eftir að tilkynnt var um myndun meirihlutans var...

Lesa meira

ÁTAKS ER ÞÖRF Í HÚSNÆÐISMÁLUM

Birtist í Fréttablaðinu 26.05.06.
Greinin er skrifuð í félagi við Þorleif Gunnlaugssn, 3. mann á lista VG í Reykjavík.
Einu mega kjósendur treysta og það er að Vinstrihreyfinigin grænt framboð mun gera allt sem hún megnar til þess að færa húsnæðismál tekjulágs fólks til betri vegar. Þar þarf margt að koma til. Aukið framboð á leiguíbúðum, öflugra húsaleigubótakerfi og síðast en ekki síst stóraukinn stuðningur félagsþjónustunnar til aðstoðar fólki sem ekki getur séð sér farborða.  Nú þegar dýrtíðarskrúfan er farin að snúast eykst þörf á því að fylgja félagslega ábyrgri stefnu hvað þetta...

Lesa meira

SAMFYLKINGIN DREIFIR ÓSANNINDUM

Þessi mislægu gatnamót eiga ekki heima í Hlíðunum segir í dreifiriti Samfylkingarinnar sem dreift var í Hlíðunum í gær, daginn fyrir kjördag. Í dreifiritinu er þeim ósannindum haldið fram að Samfylkingin sé ein um andstöðu við mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar "samkvæmt úttekt Ríkissjónvarpsins" . Hvar skyldi hana vera að finna? Hún hefur farið framhjá mér. Það hefur hins vegar ekki farið framhjá mér hvernig ....Sú aðferðafræði Samfylkingarinnar að dreifa ósannindaáróðri í þann mund sem kjörstaðir opna og þannig að illmögulegt er að koma við leiðréttingum, er með endemum. Samfylkingunni ber að senda frá sér yfirlýsingu þegar í stað og leiðrétta ósannindin. Samfylkingin geri það svo upp við samvisku sína hvort ...

Lesa meira

NEI STURLA, ÞETTA GENGUR EKKI !

...Látum vera að samgönguráðherra vilji bakka sína menn upp fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann getur hins vegar ekki leyft sér að nota samgönguráðuneytið sem agn í þessari baráttu. Eða hvað er ráðherrann að gefa í skyn? Að hann muni hygla sveitarstjórnum þar sem sjálfstæðismenn eru við stjórnvölinn? Á ekki að láta málefnaleg rök ráða í afstöðu samgönguráðuneytisins?  Er ráðherrann að láta að því liggja að sveitarfélög sem kjósa til áhrifa fólk sem ekki er á bandi með ráðherranum í stjórnmálaskoðunum  verði látin gjalda fyrir slíkar syndir? Þetta gengur ekki Sturla!  Þetta er misnotkun á pólitísku valdi...

Lesa meira

HREINAR LÍNUR VG – ÖSSUR OG INGIBJÖRG SÓLRÚN

Birtist í Morgunblaðinu 25.05.06
...Ég beini því til vinstrisinnaðra kjósenda í Reykjavík að íhuga hvaða árif það hefði haft í Reykjavík ef ekki hefði notið aðhalds af hálfu VG þegar áform voru uppi um að hlutafélagavæða Orkuveituna, þegar sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var á döfinni, þegar húsnæðismál og félagsleg hagsmunamál hafa verið uppi og læt ég þá órætt um aðkomu borgarfulltrúa að Kárahnjúkamálum!
Samfylkingunni og VG hefur auðnast að vinna ágætlega saman. En við vitum hvor flokkurinn það er sem veitir þrýsting frá vinstri og þá einnig hvaðan blása hægri sinnaðri vindar...

Lesa meira

Á SKAGAFJARÐARVÖKU: ÞAÐ ÞARF EKKI SKURÐGRÖFU TIL AÐ SETJA NIÐUR VORLAUKA


Í gærkvöldi sat ég kosningafund Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði og flutti ég þar ávarp. Það gerði einnig oddviti framboðsins, Bjarni Jónsson. Hann leiðir lista kröftugrar sveitar og ferst það einkar vel úr hendi enda hefur Bjarni til að bera rökvísi, staðfestu og lipurð í mannlegum samskiptum. Bjarni fór í ræðu sinni yfir stöðu mála og hvatti félaga okkar til sóknar á lokasprettinum. VG hefur setið við stjórnvölinn í Skagafirði undanfarið kjörtímabil ásamt Sjálfstæðisflokki en sveitarstjórinn, Ársæll Guðmundsson, kemur úr röðum VG. Hann ákvað að gefa ekki kost á sér á komandi kjörtímabili. Ársæll hefur ásamt félögum sínum unnið gott  verk á liðnum fjórum árum og almennt er hægt að segja að Skagfirðingum hafi farnast vel á...

Lesa meira

TRYGGJUM KOSNINGU ÞORLEIFS GUNNLAUGSSONAR!

...Hvort skyldu menn vilja virkja starfskrafta Þorleifs Gunnlaugssonar í borgarstjórn Reykjavíkur eða greiða götu fulltrúa Framsóknarflokksins sem lofar gulli og grænum skógum, peningagjöfum til kjósenda í skiptum fyrir atkvæði? Þar er ég ekki síst að vísa til þess að flokkurinn hefur látið þau boð út ganga að hver Reykvíkingur komi til með að fá 250 þúsund króna ávísun eftir að Framsókn hafi látið selja hlut borgarinnar í Landsvirkjun! Svo galið er þetta og svo óábyrgt að engu tali tekur. Ýmis önnur kosningaloforð flokksins eiga án efa eftir að fara á spjöld sögunnar fyrir það hve óábyrg og óskammfeilin þau eru. Vilji kjósendur efla þau sjónarmið sem VG stendur fyrir þá skal hafa í huga að því ...

Lesa meira

KRÖFTUGUR BARÁTTUFUNDUR VINSTRIHREYFINGARINNAR GRÆNS FRAMBOÐS Í REYKJAVÍK

...Og upp í hugann kom annar langafi Silju, Stefán Ögmundsson prentari, í langan tíma forystumaður íslenskra prentara, um skeið varaforseti ASÍ, og einn magnaðasti baráttumaður félagslegra gilda sem ég hef kynnst; reyndar svo kröftugur að íhaldið lagði á sig allt sem mögulegt var til að reyna að eyðileggja líf hans og vísa ég þar í ljúgvitnin sem leidd voru fram gegn honum og Jóni Múla vegna atburðanna við Alþingishúsið 30. mars 1949, nokkuð sem orðið er aktúelt að nýju eftir upplýsingar um hleranir og ofsóknir á kaldastríðstímanum. Þetta voru hugrenningarnar...Svandís talaði um fortíðina, nútíðina og framtíðina. Hún talaði viturlega um fortíðina, vildi draga af henni lærdóma. Um nútíðina talaði hún af yfirvegun og einnig um framtíðina. Ég fékk það sterklega á tilfinninguna að þangað ætti Svandís erindi...

Lesa meira

HVORT ER BARIST UM STÓLA EÐA MÁLEFNI ?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar skrifar umhugsunarverða grein í Morgunblaðið þar sem hún segir: "Á laugardaginn verður kosið um næsta borgarstjóra í Reykjavík... Dagur B. Eggertsson borgarstjóraefni Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina að gefa eftir borgarstjórasætið í samningum..." Úrslitakostirnir í huga formanns Samfylkingarinnar virðast með öðrum orðum snúast um stóla fremur en málefni. Athygli  vekur að Ingibjörg Sólrún segir að á laugardag verði kosið um borgarstjóra. Ég hélt að við værum að kjósa um mismunandi pólitískar áherslur...Samkvæmt síðustu könnunum stendur baráttan nú á milli 8. manns Sjálfstæðisflokksins og 3. manns á lista VG. Ef VG hefur betur og Þorleifur Gunnlaugsson nær kjöri, auk þeirra Svandísar og Árna þórs, er hættan á hreinum meirihluta Íhaldsins úr sögunni. Þetta væru mikil og góð tíðindi fyrir borgarbúa því þau hefðu pólitíska þýðingu. Hitt er dapurlegt að ...

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar