Stjórnmál Júní 2006

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN TEKINN VIÐ STJÓRN REYKJAVÍKURBORGAR


Ekki fer það framhjá nokkrum manni að stjórnarsamstarf  Íhalds og  og Framsóknar hefur nú tekið sér bólfestu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Linnulaus fréttaflutningur í gær af áformum um mislæg gatnamót hér og þriggja hæða gatnamót þar minnti okkur á að stjórnarskipti hafa átt sér stað í Reykjavík. Nú stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn borginni en Framsókn styður allt það sem hann vill eftir að hafa þegið sínar sporslur og bitlinga: Sama mynstur og í Stjórnarráðinu. Eflaust mun það gerast í samstarfi þessara flokka í borginni, eins og í ríkisstjórn, að Framsókn gerist enn harðdrægari í að framkvæma stefnumál Sjálfstæðisflokksins en sá flokkur myndi nokkurn tímann voga sér. Þannig má ætla að mislæg gatnamót á hverju horni verði innan tíðar helsta hugsjón Framsóknarflokksins og munu þá verða gleymd loforðin um ...

Lesa meira

VERKEFNI FRAMTÍÐARINNAR: NÁTTÚRUVERND OG JAFNRÉTTI KYNJANNA

...Þetta er rétt hjá Drífu Snædal. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur stimplað náttúruverndaráherslur inn í íslensk stjórnmál frá því flokkurinn varð til undir aldamótin og áhersla á jafnrétti kynjanna hefur einnig verið ein af grunnstoðum hreyfingarinnar. Sú hugsun er ekki ný af nálinni. Hún fléttast saman við hefðbundna félagshyggju, sem byggir á jöfnuði og andstöðu við hvers kyns misrétti. Það er hins vegar rétt hjá Drífu Snædal að jafnréttisbaráttufáninn hefur nú verið hafinn á loft af miklum krafti og standa þar fremst í flokki hópur ungra kvenna, sem sett hafa mark á umræður og áherslur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Baráttugleði og kraftur þeirra hefur smitað út í þjóðfélagið, sem finnur að hugur fylgir máli. Þetta hefur án efa...

Lesa meira

SÝNUM FRAMSÓKNARFLOKKNUM MISKUNNSEMI

...Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað Framsókn til að framkvæma stefnu sína í tíu ár. Svo trú er Framsókn orðin þessari stefnu að hún telur hana vera sína. Þegar hún selur og gefur landið, þegar hún einkavinavæðir, þegar hún leggst undir Bush stjórnina bandarísku, fasíska og heimsvaldasinnaða einsog hún er, þá telur Framsókn þetta vera stefnu Framsóknarflokksins. Og auðvitað má það til sanns vegar færa. Þetta er sú stefna sem Framsóknarflokkurinn hefur fylgt í áratug. Framsóknarflokksstefnan er hægra megin við það sem Sjálfstæðisflokknum hefur þótt boðlegt að boða opinberlega og út á við. Það hlutverk hefur Framsókn hins vegar tekið að sér - í skiptum fyrir ráðherrastóla. Og nú þegar Framsókn fær einn slíkan stól í viðbót er ástæða til að hafa af því nokkrar áhyggjur að flokkurinn gerist jafnvel enn auðsveipari þjónn Sjálfstæðisflokksins en til þessa ef það þá á annað borð er hægt! Að sumu leyti var það táknrænt að ...

Lesa meira

INNSÆI EÐA MISMÆLI?

Þeir voru dramatískir félagarnir að baki Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á hlaðinu fyrir framan ráðherrabústaðinn á Þingvöllum í gærkvöldi þegar Halldór sagði að hann myndi nú fara frá sem forsætisráðherra og innan skamms einnig sem formaður Framsóknarflokksins. Alltumlykjandi í sviðsmynd fréttamannafundarins voru (karl)menn sem greinilega áttu að sýna skjaldborg sem slegin hefði verið um Framsóknarflokkinn og fráfarandi foringja hans. Þungir á brún minntu þeir svolítið á Kreml hér forðum.
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, sagði á þessum fréttmannafundi að nú myndu hefjast nýjar stjórnarmyndunarviðræður og myndi hann...

Lesa meira

FINNUR Á LEIÐINNI?


... Ef nafn einhvers stjórnmálamanns tengist fyrrnefndu tveimur þáttunum, álvæðingunni og einkavæðingunni, meira eða jafnmikið og nöfn þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur, þá er það nafn Finns Ingólfssonar. Þess vegna er það með ólíkindum að láta sér koma til hugar að velja hann til endurreisnarstarfs í Framsóknarflokknum. Á myndinni hér að ofan má sjá þá félaga Ólaf Ólafsson... koma úr Ráðherrabústaðnum sæla og hróðuga eftir að gengið hafði verið frá því að S-hópurinn eins og Framsóknarhópurinn var kallaður, hafði fengið Búnaðarbankann í sinn hlut...Sú spurning gerist mjög áleitin hvers konar fyrirbæri Framsóknarflokkurinn eiginlega er orðinn. Er hann stjórnmálaflokkur eða er hann ef til vill orðinn þröngt hagsmunabandalag sem nýtir sér ítök í stjórnmálum, fjármálaklíkum innan flokksins til framdráttar? Til þess að skilja hræringarnar innan flokksins er nauðsynlegt að kunna svörin við þessum grundvallarspurningum. Er flokkurinn ..

Lesa meira

HVAÐ ER SATT OG HVAÐ ER LOGIÐ UM FRAMSÓKNARFLOKKINN?

Fram hefur komið í fréttum að Þjóðarhreyfingin hyggst leggja fram kæru á hendur Framsóknarflokknum í Reykjavík fyrir meint kosningasvindl. Því er haldið fram að flokkurinn hafi keypt atkvæði innflytjenda, nokkuð sem ég get staðfest að þrálátur orðrómur var um fyrir kosningarnar. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Ólaf Hannibalsson í Kastljósi í kvöld. Ólafur svaraði því til að best væri fyrir alla aðila að fá málið á hreint og til þess væri kæran fram komin...Eitt enn væri fróðlegt að fá rannsakað. Óskar Bergsson sagði í fyrrnefndum Kastljósþætti að fyrir kosningar hefði Framsóknarflokkurinn verið sakaður um að ætla sér að kaupa sig til sigurs í kosningunum. En hvað gerist svo? "Nú liggur fyrir að við auglýstum minnst" ! Skyldi þetta vera rétt hjá þessum talsmanni Framsóknarflokksins? Eina könnunin sem ég hef séð um auglýsingakostnað flokkanna var birt á vefritinu Múrnum og þar kom fram að Framsóknarflokkurinn hefði auglýst mest ! Sjá ...

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar