Stjórnmál Ágúst 2006

SVONA ER LÍFIÐ STUNDUM SKRÍTIÐ


Í morgun sat ég þingflokksfund VG þegar inn á fund okkar kom hringing þar sem óskað var eftir því að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi þingflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis kæmi í Kastljós Sjónvarps í kvöld og ræddi þar við Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, um yfirhylminguna á skýrslu Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings, og þátt Valgerðar þar. Steingrímur tók þessu fagnandi og kvað sjálfsagt  að mæta. Ég hugsaði með sjálfum mér, að ólíklegt væri að af þessu sjónvarpseinvígi yrði og hafði ég þá þegar einnig miklar efasemdir um að Valgerður vogaði sér inn á fund iðnaðarnefndar sem boðaður hafði verið í dag, en þar hafði einnig verið óskað eftir nærveru hennar. Og það fór sem mig grunaði. Valgerður mætti... Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN ÖLL SAMSEK Í YFIRHYLMINGU VALGERÐAR SVERRISDÓTTUR

...Hrikaleg eru ummæli Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sem segir að Alþingi hafi fengið allar þær upplýsingar sem skiptu máli! Það eru þá væntanlega Valgerður sjálf, orkumálastjóri og Landsvirkjunarmenn sem eiga að ákveða hvað skiptir Alþingi máli! Forsætisráðherrann hefur í raun tekið undir þetta sjónarmið sbr. eftirfarandi í Fréttablaðinu 26. ágúst: " Ég treysti fullkomlega því sem fram er komið af hálfu Lnadsvirkjunar og Orkustofnunar…" Nú vill svo til að á Alþingi voru þingmenn sem sjálfir vildu fara í saumana á málum og einnig bera álitamál undir sérfróða aðila sem þeir treystu. Ásetningur Gríms að Alþingi þyrfti að fá frekari upplýsingar kemur skýrt fram í greinargerð hans: "Nú í dag, 14. febrúar 2002, stendur svo til að leggja fyrir Alþingi frumvarp um virkjunina og fá leyfi þingsins til að mannvirkið verði reist. Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinargerð sett saman…"   Þetta telja forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að hafi ekki átt erindi til Alþingis. Ekki nóg með það. Þessum upplýsingum var haldið leyndum. Ríkisstjórn sem verður uppvís af öðru eins pólitísku misferli á að fara frá...

Lesa meira

PÓLITÍSKT MISFERLI – HVERNIG VERÐUR ÁBYRGÐIN ÖXLUÐ?


...Allar götur frá því þessi ákvörðun var tekin hafa legið fyrir mjög sterk rök gegn þessari framkvæmd: Rök sem tengjast náttúru- og umhverfisvernd og rök sem varða efnahagsforsendur. Furðu sætti hve lítinn áhuga fylgismenn framkvæmdanna á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur sýndu þessum röksemdum á meðan framkvæmdirnar voru á ákvörðunarstiginu. Á þessum tíma komu einnig fram efasemdir jarðvísindamanna en það er fyrst nú að í ljós kemur að skýrslum um áhættuþætti sem tengjast virkjunarframkvæmdunum var beinlínis haldið leyndum fyrir Alþingi. Þetta hefur m.a. komið fram í viðtölum við Grím Björnsson, vísindamann á þessu sviði, sem sendi frá sér ítarlega skýrslu um efnið í ársbyrjun 2002. Orkumálastjóri og iðnaðarráðherra fengu skýrsluna en þessir aðilar kröfðust þess að Grímur færi með innihald hennar sem trúnaðarmál!
Þetta er eitt alvarlegasta mál sem upp hefur komið í íslenskum stjórnmálum í langan tíma og hlýtur að...

Lesa meira

ÞING FRAMSÓKNARFLOKKSINS OG TÚLKUN MORGUNBLAÐSINS

Lokið er sögulegu þingi Framsóknarflokksins. Magnað var að fylgjast með slagsmálum nokkurra helstu forkólfa flokksins um embætti. Í orði kveðnu, úr ræðustólnum, voru allir kandídatar miklir vinir og allt var þetta, að þeirra sögn, ein allsherjar veisla lýðræðisins. Þó var ekki verið að takast á um neitt nema langanir nokkurra einstaklinga til að skipa stöður og embætti í Framsóknarflokknum. Að vísu verður að segjast eins og er, að eftirsókn í embætti og vegtyllur í Framsókn gengur út á annað og meira,  því embætti í æðstu stjórn þessa stjórnmálaflokks kjötkatlanna, er ávísun á ráðherraembætti komist flokkurinn í Stjórnarráðið. Í þessu ljósi verða skiljanlegar yfirlýsingar kandidatanna, bæði þeirra sem unnu og einnig hinna sem töpuðu. Ég kem mjög sterk út úr þessu, sagði Jónína Bjartmarz, sem tapaði fyrir Guðna, nokkuð sem hann tók undir af annáluðu lítillæti: Jónína hefur styrkt stöðu sína við að glíma við mig, sagði landbúnaðarráðherra. Og Siv Friðleifsdóttir, hún kom að eigin sögn... Lesa meira

STEFNUBREYTING EÐA SJÓNHVERFINGAR: HVER ER RAUNVERULEG AFSTAÐA TIL STÓRIÐJUSTEFNUNNAR?


...Ef flokkarnir þrír sem saman stóðu að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun og hingað til hafa stutt stóriðjustefnuna með ráðum og dáð, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, eru nú komnir með efasemdir um forsendur þessarar stefnu verður að spyrja þá eftirfarandi spurninga:
Eru þeir þá nú orðnir fráhverfir virkjun Jökulsánna í Skagafirði, sem allir þessir flokkar hafa stutt?
Eru þessir flokkar orðnir fráhverfir því að Alcoa verði heimilað að reisa álver á Húsavík eins og allir þessir flokkar hafa stutt?
Eru þeir orðnir fráhverfir því að styðja álversframkvæmdir á Reykjanesi sem allir þessir flokkar hafa stutt?
Hversu djúpt rista sinnaskiptin? Eða eru þetta...

Lesa meira

ATHYGLISVERÐ FRÁSÖGN ODDVITA VG Í SKAGAFIRÐI

Að undanförnu hafa birst skrif  sem ættuð eru innan úr Stjórnarráðinu um stóriðjustefnuna, sem gefa þá mynd að ríkisstjórnin kunni að hafa farið offari. Átakanlegasta birtingarmynd þessa er sú yfirlýsing forsvarsmanna Framsóknarflokksins að flokkurinn hafi síðustu þrjú árin verið umhverfisvænn og ekki viljað skerða strá í íslenskri náttúru! Menn stóðu og göptu við þessi tíðindi, minnugir þess að ekki  er lengra síðan en í fyrra að fyrrverandi iðnaðarráðherra, núverandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, fór um landið falbjóðandi íslenskar náttúruperlur fjölþjóðlegum álrisum. Getur verið að eftir alla álþjónkunina á undanförnum árum takist kamelljóninu Framsókn að telja kjósendum í komandi kosningum trú um að flokkurinn sé umhverfisvænn í  meira lagi? Hvað sem þessu líður þá fjölgar þeim, sem sjá eftir því að Kárahnjúkasvæðinu skuli hafa verið fórnað og segja að nú sé nóg komið. En er það svo í raun? Hér á síðunni birtist afar áhugaverð grein eftir forsvarsmann Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði, Bjarna Jónsson. Hann bendir á að jökulsárnar í Skagafirði séu...

Lesa meira

VINSTRIHREYFINIGIN GRÆNT FRAMBOÐ ENDURFLYTUR FRUMVARP UM FJÁRMAGNSTEKJUSKATT

...Athyglisvert er að næðu tillögur VG fram að ganga mætti ætla að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem hafa fjármagnstekjur nú yrðu undanþegnir skatti, eða eins og segir í greinargerð með frumvarpi VG: "Gera má ráð fyrir að ...rúm 90% einstaklinga og ríflega 70% hjóna sem nú greiða fjármagnstekjuskatt (yrðu) undanþegin skattinum. Þótt hlutfallið sé hátt er hér fyrst og fremst um að ræða smásparnað almennings sem hefur yfirleitt sínar tekjur af launavinnu ... Vinnandi fólk greiðir af launum sínum (36,72%) að samanlögðum tekjuskatti og útsvari ... Tekjur þeirra auðugustu í landinu, þ.e. þeirra sem eiga fjármagnið og þeirra sem þiggja hluta tekna sinna af hlutabréfakaupum eða kaupréttarsamningum, eru aftur á móti mestmegnis fjármagnstekjur. Af þeim greiða þeir, eins og fyrr segir, aðeins 10% skatt." Þetta endurspeglar þann veruleika sem fram kemur í viðtali Morgunblaðsins í dag við Indriða H. Þorláksson, ríkisskattstjóra, um ...

Lesa meira

ENN UM FJÖLMIÐLALAGAFARSANN

...En hvaða ályktanir er hægt að draga af deilunni um fjölmðilafrumvarpið? Í fyrsta lagi, að sú ríkisstjórn sem nú situr er reiðubúin að hagræða sannnleikanum til að ná fram markmiðum sínum. Í öðru lagi, hve ótrúlega fylgispekt stjórnarmeirihlutinn á Alþingi sýnir foringjum sínum þegar fyrirskipað er að allir gangi í takt. Ég trúi því ekki enn að allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi í reynd talið málatilbúnað þeirra Davíðs og Halldórs varðandi málskotsrétt forseta, sannfærandi. Og hvað með Kárahnjúka, einkavæðinguna, vatnið, öryrkjamálið, gagnagrunnsmálið, Ríkisútvarpið...Hversu oft hefur sannfæring og samviska ráðið för og hve oft flokkssvipan? Í þriðja lagi hve...

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar