Stjórnmál September 2006

PÓLITÍSK MISNOTKUN ÚTVARPSSTJÓRA

...En hverjir óskuðu eftir þessari könnun? Það voru forsvarsmenn   Ríkisútvarpsins og þá væntanlega að undirlagi Páls Magnússonar útvarpsstjóra, því útvarpsráð kom ekki að þessari ákvörðun. Útvarpsstjórinn Páll Magnússon hefur verið í pólitísku slagtogi með einkavæðingarsinnum á Alþingi um að gera RÚV að hlutafélagi. Þar er ég ósammála útvarpsstjóra en viðurkenni að hann á rétt til sinnar sannfæringar eins og aðrir. En þá ber honum líka að berjast heiðarlega fyrir henni. Það gerir hann ekki með því að spyrja misvísandi spurninga í nafni Ríkisútvarpsins. Slíkt kallast misnotkun... Lesa meira

Í UNDRALANDI MEÐ DAVÍÐ ODDSSYNI


Hinn 1. september birti Ríkisútvarpið viðtal Ólafar Rúnar Skúladóttur við Davíð Oddsson, núverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi forsætisráðherra, þar sem komið var inn á þetta málefni. Viðtalið er mjög upplýsandi fyrir afstöðu og vinnubrögð þessa fyrrum verkstjóra í ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Í viðtalinu er Davíð Oddsson spurður um fyrrnefnda skýrslu Gríms Björnssonar og segir hann meðal annars: "Ég skil svo sem ekkert í þessari umræðu, þessi skýrsla er búin að liggja fyrir í 3-4 ár. Hennar er getið í bók sem kom út árið 2003 og ég veit ekki hverskonar leyniskýrsla það er sem er getið  sérstaklega á prentuðum bókum og allt í einu er þetta orðin merkileg leyniskýrsla. Það er hins vegar þannig að Alþingi ...

Lesa meira

MÁLSTAÐUR OG MÁLFLUTNINGUR HJÁLMARS ÁRNASONAR

Birtist í Fréttablaðinu 16.09.06.
...Við erum kallaðir lygarar, menn sem "sannleikurinn virðist engu skipta" því "tilgangurinn helgi meðalið". Hjálmar telur að jafnharðan og flett sé ofan af lygum okkar séum við komnir fram með ný ósannindi. "Í stað þess að skammast sín fyrir lygarnar og ásakanirnar búa þeir til nýtt leikrit sem hefst á því að Ögmundur gengur af fundi iðnaðarnefndar og baðar út öllum öngum í fjölmiðlum. Nú er það leynd Landsvirkjunar sem er glæpurinn..."
Ekki ætla ég mér að reyna að hafa áhrif á hvernig formaður þingflokks Framsóknarflokksins hagar málflutningi sínum, hvaða orð hann notar og hvernig. Það er hans mál.
Lesendum til glöggvunar vil ég hins vegar...

Lesa meira

JÓN BJARNASON SPYR AÐ GEFNU TILEFNI: HVENÆR LÆRA MENN AF REYNSLUNNI?

... Í grein sinni segir Jón Bjarnason m.a. : " Nú  í gær varð bilun í ljósleiðara á Norðurlandi með þeim afleiðingum að öryggiskerfi sjófarenda fyrir öllum Vestfjörðum og Norðurlandi féll út svo og útsendingar útvarps og sjónvarps á mörgum stöðum sem einnig eru hluti öryggiskerfis landsmanna. Bilunin stóð í 15 klukkustundir."
Og Jón Bjarnason rifjar upp: "Í kjölfar sölu Símans fylgdu uppsagnir á starfsfólki og lokun starfsstöðva víða um land, hækkað verð og skert þjónusta. Þetta gerðist á Ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki Siglufirði já hringinn í kringum landið hefur þjónustustöðvum verið lokað og íbúarnir bera skarðan hlut....  Jón Bjarnason hafði forgöngu um það á sínum tíma að þingflokkur VG bar fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort einkavæða ætti Landsímann. Sú tillaga fékk ekki stuðning annarra flokka á Alþingi en Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er ekki að undra að Jón Bjarnason velti því fyrir sér hvort...

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar