Stjórnmál Október 2006

RÚV SEGIR FRÉTTIR ÚR VALHÖLL

... Jafnframt þótti augljóslega nauðsynlegt að reyna að drepa á dreif gagnrýni sem fram hefur komið á tregðu Sjálfstæðisflokksins við að upplýsa um njósnastarfsemi og mannréttindabrot sem framin voru hér á landi á Kaldastríðstímanum.
Allt gekk eftir: Boðað var til fundar í Valhöll. Fjölmiðlar með RÚV í broddi fylkingar mættu og síðan var messað um eldgömlu málin og hina lúalegu aðför að Birni Bjarnasyni! Allt síðan kórónað með frásögn fréttastofu Sjónvarps sem sagði okkur að eins og glögglega mætti sjá á fundinum væri allt í lukkunnar velstandi á milli þeIrra Geirs og Björns. En er allt í lukkunnar velstandi á ...

Lesa meira

ÞEIR EIGA AÐ BIÐJA SVAVAR GESTSSON AFSÖKUNAR

 

Birtist í Fréttablaðinu 20.10.06.
Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins.
Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið "tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir "myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. "Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI", segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að...

Lesa meira

HVERS VEGNA JBH Á AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hann vísar því á bug að sér beri að biðja Svavar Gestsson afsökunar eins og ég hafði farið fram á í grein í sama blaði. Af viðbrögðunum að dæma virðist Jón Baldvin vera blindur á það sem málið snýst um. Það snýst um siðferði í stjórnmálum og öndverðuna einnig: siðleysi. Kjarninn er eftirfarandi...Það getur verið að Jón Baldvin skilji ekki þessa mynd: Einhver - ekki Svavar Gestsson - heldur einhver er borinn þungum sökum og mannorð hans flekkað með ósæmilegum hætti árum saman. Þú veist að sakirnar eru upplognar en þú ferð samt ekki til að aðstoða þann mann sem er borinn sökunum.
...Eftir stendur að mannorð manna, sem um áratugaskeið hefur skipulega verið auri atað, hefur nú verið hreinsað. Það eru tíðindin sem máli skipta; ekki hitt hversu... Lesa meira

ÓSPRUNGIN SPRENGJA ÞÓRS WHITEHEAD

... Nú hefur komið á daginn að eineltispólitíkin náði inn í Stjórnarráðið fyrir aðeins hálfum öðrum áratug. Róbert Trausti Árnason, sem beðinn var um að kanna hugsanleg tengsl Svavars Gestssonar við austur-þýsku leyniþjónustuna STASI, segist hafa verið "tregur til verksins" af því að hann hafi ekki fengið að vita hvernig ætti "að nota hugsanlegar upplýsingar um mögulega íslenska erindreka STASI."
Það er von að maðurinn spyrji og er verðugt viðfangsefni sagnfræðinga að skoða þetta í samhengi við pólitíska umræðu á þessum tíma...  

Lesa meira

ÓLÍNA OG SÍÐA 2 Í MOGGA

Fyrir fáeinum dögum fékk ég bréf frá Ólínu, sem vakti athygli á því hve lýsandi og táknræn frásögn Morgunblaðsins var síðastliðinn föstudag af vesturför þremenninganna, Geirs, Valgerðar og Björns. Ólína segir:  "Mogginn á það til að bregða sér í skemmtigallann og rífa sig upp úr gráu hversdagslegu farinu, sem einkennir hann enn, þótt tíminn hafi stungið þetta annars ágæta dagblað af. Fyrir okkur lesendur jafnast skemmtidagar Moggans á við að lesa ljóð, eða jafnvel frekar flókna glæpasögu, útlenda. Svona dagur var í dag. Bjartur, tær og spennandi. Síða tvö í Mogganum. Fyrst fréttin um að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður og efasemdir fyrrverandi samgönguráðherra um að það hafi verið svo. Síðan neðri fréttin á sömu síðu svo að segja í sama ramma: Samstarf á nýjum grunni fer vel af stað. Þarna standa þeir Bjarnason, Mueller og Haarde i höfuðstöðvum FBI, bandarísku ríkislögreglunnar sem Hoover gerði svo fræga, og þarna voru þeir samkvæmt yfirlýsingum forsætisráðherra vegna "plaggsins" sem valdhafar íslenskir og bandarískir settu stafina sína á daginn áður…"  Í rauninni ætla ég ekki að gera annað að sinni en...

Lesa meira

TÍMI TÍMAMÓTANNA AÐ RENNA UPP

Kosningar nálgast. Það liggur í loftinu og má merkja á ýmsu. Prófkjörsbarátta er hafin innan flokkanna og pólitíkin að taka á sig mynd kosningabaráttu. Augljósasta merki um hvað er framundan er, eins og fyrri daginn, að finna hjá Framsókn. Borðaklippingum og hvers kyns opnunum fjölgar jafnt og þétt hjá ráðherrum flokksins, allt eins og færustu hönnuðir og ímyndarfræðingar hefðu best getað hannað. Ekki veit ég með neinni vissu hvort kosningaráðgjafar og auglýsingasérfræðingar Framsóknar eru teknir til starfa en fyrir þá sem ekki muna, þá fékk auglýsingastofan sem matreiddi Framsókn ofan í kjósendur fyrir síðustu alþingiskosningar sérstök afreksverðlaun fyrir að ...

Lesa meira

KRAFTMIKIL ÞINGBYRJUN

...Stórtíðindi dagsins voru svo yfirlýsingar stjórnarandstöðuflokkanna um að leggja í sameiningu fram mál sem snerta grundvallaratriði: Almannatryggingar, náttúruvernd, jafnréttismál, raforkumál og utanríkismál. Frá þessu var skýrt á sameiginlegum fréttamannafundi í svokölluðu "ríkisstjórnarherbergi" í þinghúsinu í dag.
Ef til vill var fundarstaðurinn táknrænn um það sem koma skal eftir þingkosningarnar í vor...Fái stjórnarandstaðan meirihluta eftir næstu kosningar hlýtur það að skoðast sem áskorun þjóðarinnar um að hún taki við landstjórninni.  Að mínu mati eru verulegar líkur á því, að þegar að afloknum þingkosningum, 5. maí næstkomandi, hefjist stjórnarmyndunarviðræður núverandi stjórnarandstöðuflokka. Auðvitað er til í dæminu að ...

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar