Stjórnmál 2006

SVONA ER LÍFIÐ STUNDUM SKRÍTIÐ


Í morgun sat ég þingflokksfund VG þegar inn á fund okkar kom hringing þar sem óskað var eftir því að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi þingflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis kæmi í Kastljós Sjónvarps í kvöld og ræddi þar við Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, um yfirhylminguna á skýrslu Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings, og þátt Valgerðar þar. Steingrímur tók þessu fagnandi og kvað sjálfsagt  að mæta. Ég hugsaði með sjálfum mér, að ólíklegt væri að af þessu sjónvarpseinvígi yrði og hafði ég þá þegar einnig miklar efasemdir um að Valgerður vogaði sér inn á fund iðnaðarnefndar sem boðaður hafði verið í dag, en þar hafði einnig verið óskað eftir nærveru hennar. Og það fór sem mig grunaði. Valgerður mætti... Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN ÖLL SAMSEK Í YFIRHYLMINGU VALGERÐAR SVERRISDÓTTUR

...Hrikaleg eru ummæli Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sem segir að Alþingi hafi fengið allar þær upplýsingar sem skiptu máli! Það eru þá væntanlega Valgerður sjálf, orkumálastjóri og Landsvirkjunarmenn sem eiga að ákveða hvað skiptir Alþingi máli! Forsætisráðherrann hefur í raun tekið undir þetta sjónarmið sbr. eftirfarandi í Fréttablaðinu 26. ágúst: " Ég treysti fullkomlega því sem fram er komið af hálfu Lnadsvirkjunar og Orkustofnunar…" Nú vill svo til að á Alþingi voru þingmenn sem sjálfir vildu fara í saumana á málum og einnig bera álitamál undir sérfróða aðila sem þeir treystu. Ásetningur Gríms að Alþingi þyrfti að fá frekari upplýsingar kemur skýrt fram í greinargerð hans: "Nú í dag, 14. febrúar 2002, stendur svo til að leggja fyrir Alþingi frumvarp um virkjunina og fá leyfi þingsins til að mannvirkið verði reist. Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinargerð sett saman…"   Þetta telja forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að hafi ekki átt erindi til Alþingis. Ekki nóg með það. Þessum upplýsingum var haldið leyndum. Ríkisstjórn sem verður uppvís af öðru eins pólitísku misferli á að fara frá...

Lesa meira

PÓLITÍSKT MISFERLI – HVERNIG VERÐUR ÁBYRGÐIN ÖXLUÐ?


...Allar götur frá því þessi ákvörðun var tekin hafa legið fyrir mjög sterk rök gegn þessari framkvæmd: Rök sem tengjast náttúru- og umhverfisvernd og rök sem varða efnahagsforsendur. Furðu sætti hve lítinn áhuga fylgismenn framkvæmdanna á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur sýndu þessum röksemdum á meðan framkvæmdirnar voru á ákvörðunarstiginu. Á þessum tíma komu einnig fram efasemdir jarðvísindamanna en það er fyrst nú að í ljós kemur að skýrslum um áhættuþætti sem tengjast virkjunarframkvæmdunum var beinlínis haldið leyndum fyrir Alþingi. Þetta hefur m.a. komið fram í viðtölum við Grím Björnsson, vísindamann á þessu sviði, sem sendi frá sér ítarlega skýrslu um efnið í ársbyrjun 2002. Orkumálastjóri og iðnaðarráðherra fengu skýrsluna en þessir aðilar kröfðust þess að Grímur færi með innihald hennar sem trúnaðarmál!
Þetta er eitt alvarlegasta mál sem upp hefur komið í íslenskum stjórnmálum í langan tíma og hlýtur að...

Lesa meira

ÞING FRAMSÓKNARFLOKKSINS OG TÚLKUN MORGUNBLAÐSINS

Lokið er sögulegu þingi Framsóknarflokksins. Magnað var að fylgjast með slagsmálum nokkurra helstu forkólfa flokksins um embætti. Í orði kveðnu, úr ræðustólnum, voru allir kandídatar miklir vinir og allt var þetta, að þeirra sögn, ein allsherjar veisla lýðræðisins. Þó var ekki verið að takast á um neitt nema langanir nokkurra einstaklinga til að skipa stöður og embætti í Framsóknarflokknum. Að vísu verður að segjast eins og er, að eftirsókn í embætti og vegtyllur í Framsókn gengur út á annað og meira,  því embætti í æðstu stjórn þessa stjórnmálaflokks kjötkatlanna, er ávísun á ráðherraembætti komist flokkurinn í Stjórnarráðið. Í þessu ljósi verða skiljanlegar yfirlýsingar kandidatanna, bæði þeirra sem unnu og einnig hinna sem töpuðu. Ég kem mjög sterk út úr þessu, sagði Jónína Bjartmarz, sem tapaði fyrir Guðna, nokkuð sem hann tók undir af annáluðu lítillæti: Jónína hefur styrkt stöðu sína við að glíma við mig, sagði landbúnaðarráðherra. Og Siv Friðleifsdóttir, hún kom að eigin sögn... Lesa meira

STEFNUBREYTING EÐA SJÓNHVERFINGAR: HVER ER RAUNVERULEG AFSTAÐA TIL STÓRIÐJUSTEFNUNNAR?


...Ef flokkarnir þrír sem saman stóðu að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun og hingað til hafa stutt stóriðjustefnuna með ráðum og dáð, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, eru nú komnir með efasemdir um forsendur þessarar stefnu verður að spyrja þá eftirfarandi spurninga:
Eru þeir þá nú orðnir fráhverfir virkjun Jökulsánna í Skagafirði, sem allir þessir flokkar hafa stutt?
Eru þessir flokkar orðnir fráhverfir því að Alcoa verði heimilað að reisa álver á Húsavík eins og allir þessir flokkar hafa stutt?
Eru þeir orðnir fráhverfir því að styðja álversframkvæmdir á Reykjanesi sem allir þessir flokkar hafa stutt?
Hversu djúpt rista sinnaskiptin? Eða eru þetta...

Lesa meira

ATHYGLISVERÐ FRÁSÖGN ODDVITA VG Í SKAGAFIRÐI

Að undanförnu hafa birst skrif  sem ættuð eru innan úr Stjórnarráðinu um stóriðjustefnuna, sem gefa þá mynd að ríkisstjórnin kunni að hafa farið offari. Átakanlegasta birtingarmynd þessa er sú yfirlýsing forsvarsmanna Framsóknarflokksins að flokkurinn hafi síðustu þrjú árin verið umhverfisvænn og ekki viljað skerða strá í íslenskri náttúru! Menn stóðu og göptu við þessi tíðindi, minnugir þess að ekki  er lengra síðan en í fyrra að fyrrverandi iðnaðarráðherra, núverandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, fór um landið falbjóðandi íslenskar náttúruperlur fjölþjóðlegum álrisum. Getur verið að eftir alla álþjónkunina á undanförnum árum takist kamelljóninu Framsókn að telja kjósendum í komandi kosningum trú um að flokkurinn sé umhverfisvænn í  meira lagi? Hvað sem þessu líður þá fjölgar þeim, sem sjá eftir því að Kárahnjúkasvæðinu skuli hafa verið fórnað og segja að nú sé nóg komið. En er það svo í raun? Hér á síðunni birtist afar áhugaverð grein eftir forsvarsmann Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði, Bjarna Jónsson. Hann bendir á að jökulsárnar í Skagafirði séu...

Lesa meira

VINSTRIHREYFINIGIN GRÆNT FRAMBOÐ ENDURFLYTUR FRUMVARP UM FJÁRMAGNSTEKJUSKATT

...Athyglisvert er að næðu tillögur VG fram að ganga mætti ætla að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem hafa fjármagnstekjur nú yrðu undanþegnir skatti, eða eins og segir í greinargerð með frumvarpi VG: "Gera má ráð fyrir að ...rúm 90% einstaklinga og ríflega 70% hjóna sem nú greiða fjármagnstekjuskatt (yrðu) undanþegin skattinum. Þótt hlutfallið sé hátt er hér fyrst og fremst um að ræða smásparnað almennings sem hefur yfirleitt sínar tekjur af launavinnu ... Vinnandi fólk greiðir af launum sínum (36,72%) að samanlögðum tekjuskatti og útsvari ... Tekjur þeirra auðugustu í landinu, þ.e. þeirra sem eiga fjármagnið og þeirra sem þiggja hluta tekna sinna af hlutabréfakaupum eða kaupréttarsamningum, eru aftur á móti mestmegnis fjármagnstekjur. Af þeim greiða þeir, eins og fyrr segir, aðeins 10% skatt." Þetta endurspeglar þann veruleika sem fram kemur í viðtali Morgunblaðsins í dag við Indriða H. Þorláksson, ríkisskattstjóra, um ...

Lesa meira

ENN UM FJÖLMIÐLALAGAFARSANN

...En hvaða ályktanir er hægt að draga af deilunni um fjölmðilafrumvarpið? Í fyrsta lagi, að sú ríkisstjórn sem nú situr er reiðubúin að hagræða sannnleikanum til að ná fram markmiðum sínum. Í öðru lagi, hve ótrúlega fylgispekt stjórnarmeirihlutinn á Alþingi sýnir foringjum sínum þegar fyrirskipað er að allir gangi í takt. Ég trúi því ekki enn að allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi í reynd talið málatilbúnað þeirra Davíðs og Halldórs varðandi málskotsrétt forseta, sannfærandi. Og hvað með Kárahnjúka, einkavæðinguna, vatnið, öryrkjamálið, gagnagrunnsmálið, Ríkisútvarpið...Hversu oft hefur sannfæring og samviska ráðið för og hve oft flokkssvipan? Í þriðja lagi hve...

Lesa meira

STUNDUM EIGA RÁÐHERRAR AÐ ÞEGJA

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, blés mikinn í hádegisfréttum í dag. Athygli vekja þau orð sem ráðherrann notaði um það athæfi starfsmanna Vegagerðarinnar að flagga í hálfa stöng vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að skera niður samgönguáætlun á Vestfjörðum. Þetta hefði verið "hneykslunarvert", þarna hefðu verið að verki "undirmenn" vegamálastjóra sem hefði yfir þeim "húsbóndavald"; hann hlyti að kalla þá fyrir enda kvaðst ráðherrann mjög "hneykslaður".
Sturla Böðvarsson er hins vegar ekki hneykslaður á eigin athæfi. Sturlu Böðvarssyni væri hollt að ... Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN TEKINN VIÐ STJÓRN REYKJAVÍKURBORGAR


Ekki fer það framhjá nokkrum manni að stjórnarsamstarf  Íhalds og  og Framsóknar hefur nú tekið sér bólfestu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Linnulaus fréttaflutningur í gær af áformum um mislæg gatnamót hér og þriggja hæða gatnamót þar minnti okkur á að stjórnarskipti hafa átt sér stað í Reykjavík. Nú stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn borginni en Framsókn styður allt það sem hann vill eftir að hafa þegið sínar sporslur og bitlinga: Sama mynstur og í Stjórnarráðinu. Eflaust mun það gerast í samstarfi þessara flokka í borginni, eins og í ríkisstjórn, að Framsókn gerist enn harðdrægari í að framkvæma stefnumál Sjálfstæðisflokksins en sá flokkur myndi nokkurn tímann voga sér. Þannig má ætla að mislæg gatnamót á hverju horni verði innan tíðar helsta hugsjón Framsóknarflokksins og munu þá verða gleymd loforðin um ...

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar