Stjórnmál 2006

100% MENN Í NORÐ VESTRINU !

Auðvitað á að taka skoðanakönnunum með varúð. Líka könnunum í Norðvestur-kjördæmi. Það hlýtur þó að vera saga til næsta bæjar þegar skoðanakannanir sýna fylgi stjórnmálaflokks vaxa um helming. Það hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð gert frá síðustu alþingiskosningum ef marka má nýjustu skoðanakönnun Gallup. Hverju er þetta að þakka? Í Skagafirði hafa samherjar í VG staðið sig vel við stjórnvölinn í sveitarstjórnarmálum og í landsmálum hefur flokkurinn einnig staðið sig afar vel undir gunnfána Jóns Bjarnasonar alþingismanns, sem hefur verið óþreytandi í ferðum og erindrekstri um kjördæmið og stöðugt að gæta að hagsmunum þess á Alþingi. Enginn hefur verið ötulli og eindregnari en Jón Bjarnason í baráttunni til verndar jökulsám Skagafjarðar. Hefur mjög mætt á honum í því efni upp á síðkastið og flutti hann fimm tíma magnaða og hugsjónaþrungna ræðu um málefnið á þingi fyrir fáeinum dögum. Henni gleymir hvorki ég né Valgerður Sverrisdóttir. Á vefriti Skagfirðinga segir frá þessum framgangi VG í ...

Lesa meira

PRÓFKJÖRSRAUNIR

...Nú eru það framsóknarmenn sem berjast sín í milli. "Hestamenn, kjósið Bergsson", ómar á öldum ljósvakans kvölds og morgna og samsvarandi má heyra frá öðrum kandídötum: Þeir sem vilja umferðaröryggi, fylkið ykkur um Önnu Kristins. Og síðan er það Björn Ingi, sem hvarvetna blasir við, hvort sem er á auglýsingasíðum eða netmiðlum. Sá maður virðist hafa peningavaldið á bak við sig. Nýlega var hann sakaður um að gefa unglingum bjór og áfengi á kosningaskrifstofu sinni. Össur Skarphéðinsson segir á heimasíðu að þarna sé á ferðinni ómerkileg árás á Björn Inga og Hrafn Jökulsson tekur undir með Össuri í hvassyrtri blaðagrein. Ég virði það við þá félaga Össur og Hrafn að...

Lesa meira

MÁLEFNADEIGLA VG Á LAUGARDAG - KOSNINGABARÁTTAN BYRJUÐ !

Baráttan byrjar með mismunandi hætti hjá flokkunum í Reykjavík. VG valdi sína frambjóðendur í forvali þegar í haust og var gengið frá listanum í heild nú í byrjun mánaðarins. Nú stendur hins vegar yfir mikil auglýsingaveisla áróðursfyrirtækja og fjölmiðla þar sem "miðjuflokkarnir", Framsókn og Samfylking velja fólk til að leiða sína lista. Þau sem greiðastan aðgang hafa að fjármagni fá mesta kynningu meðan almennir flokksmenn eiga litla sem enga möguleika. VG stendur ekki í slíku heldur boðar til opinnar ráðstefnu um borgarmál...

Lesa meira

MISHEPPNUÐ ÍKVEIKJA


Einar K. Guðfinnsson,

alþingismaður og sjávarútvegsráðherra, minnir svolítið á pólitískan brennuvarg þessa dagana. Hann skrifar pistil á heimasíðu sína í dag þar sem hann reynir allt hvað hann getur að spilla því ágæta samstarfi sem er á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Hann reynir að finna dæmi þar sem flokkarnir veitist hver að öðrum og er harla hróðugur þegar honum finnst það takast. Hann gleðst eins og brennuvargur við eldsvoða. Staðreyndin er hins vegar sú að á sama tíma og logar stafna á milli á ríkisstjórnarskútunni fer fram gott og málefnalegt samstarf á milli stjórnarandstöðuflokkanna, VG, Frjálslyndra og Samfylkingar. Margt eiga þessir flokkar sameiginlegt og við höfum það jafnan í huga. Að sjálfsögðu horfum við af raunsæi einnig til þess að málefnalegur ágreiningur er á milli þeirra á ýmsum sviðum...

Lesa meira

STAKSTEINAR OG PÓLITÍSKAR RANNSÓKNAMIÐSTÖÐVAR

Morgunblaðið

gerir að umfjöllunarefni skrif mín hér á síðunni um svokallaða Rannsóknamiðstöð um samfélags- og efnahagsmál,  RSE.  Ég vakti athygli á þeim aðilum, sem að miðstöðinni standa en þeir eru flestir, ef ekki allir, af frjálshyggjuvæng stjórnmálanna, enda er markmið Rannsóknamiðstöðvarinnar að: "efla skilning og mikilvægi frjálsra viðskipta og eignaréttinda…"  Á vegum þessarar stofnunar var nýlega birt skýrsla um Ísland og alþjóðaviðskipti og vakti ég athygli á því að þar hefðu höfundar lýst því blákalt yfir að skýrslan væri skrifuð í því augnamiði að "tíunda kosti alþjóðaviðskipta…"  Þetta sagði ég að virtist ekki vera sérlega fræðileg nálgun.

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar