ÍSLENSKA „NO MATTER WHAT“?


Undarlegt hve nokkurra daga fjarvera gefur manni gestsauga við heimkomuna. Margt verður skýrara. Af lestri dagblaða sem út komu meðan á utanferð minni stóð að dæma hefur stóra umræðuefnið greinilega verið hvort íslenskir vinnustaðir eigi að verða tvítyngdir. Umræða um þetta efni var reyndar hafin þegar ég fór af landi brott en er greinilega engan veginn lokið. Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, er ákafamaður um þetta efni og sé ég að hann hefur tekið undir með bankaforstjórum og fjölþjóðafjárfestum sem ólmir vilja fá að tala á ensku í vinnunni. Varaformaður Samfylkingarinnar segir þetta mikilvægt til að...

Fréttabréf