Stjórnmál Febrúar 2008

...Heiðarleiki? Ekki finnst mér það. Heilbrigðisráðherra
Sjálfstæðisflokksins einkavæðir á bak við tjöldin og afneitar á
sama tíma einkavæðingarstefnu flokks síns þegar fjölmiðlar
ganga á hann. Samfylkingin er hins vegar hinn þögli félagi, the
silent partner einsog Bretar kalla þá sem samþykkja með
þögninni það sem þeir þora ekki að gangast við opinberlega. Hinn
þögli félagi. Skrítið hlutskipti. Stórmannlegt? Nei, bara
Samfylking...
Lesa meira

...Að því marki sem þessi fundur endurspeglar viðhorfin hjá
skoðanasystkinum okkar í þjóðfélaginu er greinilegt að á þrotum er
langlundargeðið gagnvart ríkisstjórninni og þá einkum
Samfylkingunni sem ýmsir úr þessum ranni stjórnmálanna höfðu
haft væntingar um að stæði í ístaðinu í stjórnarsamstarfinu með
Sjálfstæðisflokknum. Mat fundarmanna var að hið gagnstæða hefði
gerst. Stefna Sjálfstæðisflokksins væri samþykkt, annað hvort með
þögn Samfylkingarinnar eða með beinum stuðningi hennar. Dæmi
um þetta er úr ályktun um heilbrigðismál þar sem segir meðal
annars...
Lesa meira

...En til að byrja með mætti spyrja Björgvin Sigurðsson,
viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar hvort yfirlýsingar hans á
aðalfundi SVÞ séu fráhvarf frá fyrri stefnu í menntamálum ...Þá
væri fróðlegt að heyra álit rektorsins í Bifröst hvort honum
finnist eðlilegt að allir sem setja á fót háskóla eigi rétt á
aðkomu að veski okkar skattgreiðendanna? ...Og Sigurð Jónsson
framkvæmdastjóra SVÞ þarf endilega að fá til að útskýra fyrir okkur
hvernig hann hyggist spara 1,6 milljarð í heilbrigðiskerfinu á
fjórum árum með einkavæðingu...Er nóg að mæta í hljóðstofu og
staðhæfa eitthvað út í loftið? Yfirskrift fréttarinnar á RÚV var
staðhæfing: "SVÞ: Einkarekstur er hagkvæmari." Er hann
það? Hver segir það? Hvar? Alls staðar? Alltaf...?
Lesa meira

...Svo taldi hann þá upp, Evrópusambands-bírókratana og
forsvarsmenn NATÓ - hann myndi ræða við sjálfan framkvæmdastjórann!
Þetta verður örugglega óskaplega skemmtilegir fundir hjá
okkar manni með "gæjunum" í Brussel...Annars er
þetta dæmigert fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu: Öllu
reyna þessir systurflokkar í ríkisstjórn að koma út á markað,
heilbrigðiþjónustunni, launamyndun hjá hinu opinbera, raforkunni og
annarri þjónustu. Síðan er viðkvæðið að stjórnvöld beri enga
ábyrgð, það sé bara við markaðinn að sakast ef einhver sé óánægður,
menn skuli þá snúa sér til fyrirtækjanna, Alcan og Alcóa, Öldungs
hf og Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. En er þetta rétt? Er það
svona sem við viljum hafa þetta? Vitaskuld ekki! Að sjálfsögðu eiga
Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki ekki að ákveða hvernig við
...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 13.02.08.
...Leiðin fyrir fjárfesta inn í orkugeirann opnaðist
þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað að selja hlut ríkisins í
Hitaveitu Suðurnesja síðastliðið vor. Þessari ráðagerð var mótmælt
harðlega á sínum tíma og áður en gengið var frá kaupunum krafðist
þingflokkur VG þess að horfið yrði frá þessari fyrirætlun. Þá
var Samfylkingin komin inn í ríkisstjórn í stað Framsóknar, en allt
kom fyrir ekki. Hvorki Geir H. Haarde, forsætisráðherra né Árni M.
Mathiesen, fjármálaráherra, léði þessu máls og Samfylkingin tók
einsog fyrri daginn afstöðu með þögninni...
Lesa meira

..Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs, gekkst fyrir því að forsætisráðuneytið svaraði því
hve miklum fjármunum hefði verið ráðstafað úr ríkissjóði á hálfu
ári í aðdraganda síðustu kosninga, frá því í desemberbyrjun 2006 og
fram að kosningum í maí vorið 2007. Skýrsla ráðuneytisins birtist í
dag...Hver man ekki eftir öllum borðaklippingunum,
fréttamannafundunum og yfirlýsingunum á þingi? Vinstrihreyfingin
grænt framboð lagði í kjölfar kosninganna til að tekið verði
fyrir svona ráðslag með lögum. Óneitanlega gerist áleitin sú hugsun
að siðleysi í íslenskum stjórnmálum kunni að vera meira en víða
annars staðar. Hvað á annars að kalla ...
Lesa meira

...Í Reykjavík skall hurð nærri hælum síðastliðið haust þegar
nokkrir fjármálamenn voru í þann veginn að læsa klóm sínum í
Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta tókst að stöðva vegna þess að Svandís
Svavarsdóttir oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs svaf
ekki á verðinum. Hún axlaði sína ábyrgð með sóma og þeim
afleiðingum sem allir þekkja. Það tókst að koma í veg fyrir að
eignum almennings yrði stolið. Því miður höfðu þá alltof
margir sofið á verðinum. Þar á meðal fulltrúar Samfylkingarinnar.
Þeir steinsváfu. Það skýtur því skökku við, að einmitt úr
þeim herbúðum sé nú vegið að Svandísi Svavarsdóttur, hún sé búin að
taka af sér boxhanskana og hafi valdið vonbrigðum. Á þessa leið
mæltist Katrínu Júlíusdóttur í samtali okkar í þættinum Í
vikulokin á RÚV í morgun. Svipaðar yfirlýsingar hafa heyrst
frá...
Lesa meira

...Umræðan var fróðleg um margt. Hún sýndi ákveðna pólitíska
skiptingu á Alþingi. Annars vegar var Vinstrihreyfingin grænt
framboð og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sem tóku
afstöðu með læknariturum, með persónuverndinni og með
skattborgaranum. Hins vegar var svo einkarekstrarliðið, Guðlaugur
Þór, heilbrigðisráðherra að sjálfsögðu, Ágúst Ólafur, varaformaður
Samfylkingarinnar , sem er óskaplega upptekinn af því að
einkavæðing sé í lagi ef skattgreiðandinn borgar brúsann! Svo voru
Frjálslyndir sem höfðu skilning á útvistun eða þannig.
Óþægilegast þotti mér að hlusta á mína góðu vinkonu, Ástu R.
Jóhannesdóttur, tala niður til læknaritara.
Vélritunarstörf mætti...
Lesa meira

...Formúlan er pottþétt: Skattgreiðandinn borgar. Síðan er bara
spurningin um að komast í aðstöðu til að maka krókinn. Um það sér
Sjálfstæðisflokkurinn. Það verður spennandi að skoða listann yfir
þá sem vilja komast yfir nýjasta "útvistunarpakkann" frá LSH. Hve
margir skyldu bera sjálfstæðisfálkann við brjóst sér? Eða
appelsínugula merkið frá Samfylkingunni? Sá flokkur sem
mælist stór nú um stundir reynist þegar á hólminn kemur vera
agnarmár. Pínulítil sál sem leyfir spillingunni að hafa sinn
gang með þögn sinni. Sú þögn hlýtur að vera hávær í eyrum einhverra
kjósenda þess flokks...
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum