Stjórnmál Apríl 2008

Eitt er dapurlegt í þessu sambandi. Það er ef svo skyldi fara að
eftir alla fyrirhöfnina við stjórnarmyndunina fyrir ári við að
skapa þá umgjörð að ríkisstjórnin hlyti heitið "Þingvallastjórn" -
fréttamennirnir sem þurftu að keyra til Þingvalla á hverjum degi að
ljósmynda þau Geir og Ingibjörgu vera að mynda
"Þingvallastjórnina" sína gleyma þessu ekki - ef svo skyldi
fara að á daginn kæmi að allt þetta hafi verið unnið fyrir gýg. Að
"Þingvallastjórnin" sem auglýsingastofurnar áttu að búa til, komi
bara til með að heita eftir prinsessu úr gömlu ævintýri...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 14.04.08.
Fyrir skömmu fór
fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan
heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni
var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á
deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti
við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, sagði ekkert
í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir
með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að
mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð
undarlega...
Lesa meira
Viðtal í Fréttablaðinu 13.04.08
Efnahags- og félagslegum ávinningi 20. aldarinnar er ógnað, að mati
Ögmundar Jónassonar. Auðmenn
deili og drottni á eigin forsendum en ekki samfélagsins og ásælist
sífellt fleiri svið til að athafna sig á. Í samtali við
Björn Þór Sigbjörnsson kveðst Ögmundur
vilja hækka við þá skattana og fela samfélaginu sjálfu að styðja
þurfandi. Þeirri víðtæku sátt sem skapaðist um
miðbik síðustu aldar um mikilvægi samtakamáttar og almennrar
velferðar stendur ógn af gömlum og nýjum sérhyggjulausnum. Þetta er
mat Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB og þingmanns
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem óttast að íslenska
samfélagsgerðin skaðist af auknum völdum auðmanna.
Lesa meira

...Samkrullið við fjölmiðlana sem forsætisráðherra stærði sig
af á Alþingi er í sjálfu sér umhugsunarvert. Þegar
ríkisstjórn í einu landi er farin að efna til auglýsingaferða eins
og þau Geir og Ingibjörg Sólrún hafa staðið fyrir að undanförnu með
fjölmiðla upp á sína náð og miskunn þá er ástæða til að staldra
við. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ætti að vara sig á
hrokafullum viðbrögðum af því tagi sem hann sýndi í þinginu.
Auðvitað gerir hvert mannsbarn sér ljóst að í því felst
tímasparnaður - og í þeim skilningi hagræði - að stíga
upp í einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í stað þess að ferðast með
áætlunarflugi frá Keflavík þegar haldið er til útlanda. Þetta
gildir hins vegar um okkur öll, ekki bara...
Lesa meira

Fram kemur í fréttum í dag að forsætisráðherra og
viðskiptaráðherra séu á leið til útlanda - í einkaþotu. Fyrir
nokkrum dögum var það gagnrýnt harðlega þegar oddvitar
ríkisstjórnarflokkanna héldu ásamt föruneyti sínu til Búkarest í
Rúmeníu á NATÓ fund í einkaþotu. Þau Geir H. Haarde og Ingibjörg
Sólrún sögðust vera að spara tíma. Í þessum ferðmamáta væri einnig
fólgið hagræði. Ekki efa ég að svo sé. Það vill hins vegar svo til
að þetta myndi eiga við um okkur öll. Það er nefnilega auðveldara
og þægilegra að ferðast til útlanda í einkaþotu en að gera einsog
við gerum flest, taka áætlunarflugvél frá Keflavík...Heyra mátti á
forsætisráðherra að honum mislíkaði gagnrýnin á ferðamáta hans og
utanríkisráðherrans. Hann talaði um að...
Lesa meira

...Í baráttunni við að verja lífskjör almennings lögðu Vinstri
græn fram tillögur á þingi fyrir þremur vikum síðan um víðtækar
ráðstafanir í efnahagsmálum. Til að kynna tillögurnar og fá umræður
um þær hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð útbúið myndskeið
sem vakin hefur verið athygli á hér á síðunni og hleypt af
stokkunum fundaröð um allt land undir yfirskriftinni Tökum á
efnahagsvandanum: Tillögur Vinstri grænna. Fundurinir eru
á eftirtöldum stöðum:...
Lesa meira
Í tíu-fréttum Sjónvarps í kvöld sátu Rúmeníu-fararnir okkar, Geir
H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formenn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem nú sækja fund NATÓ í
Búkarest, fyrir svörum fréttamanna, samferðamanna sinna úr
einkaþotunni góðu. Það dugir ekki annað en fá góða "dekkun" frá
Búkarest. (Mér er reyndar sagt að fréttamaður Sjónvarps hafi komið
frá London og fyrir vikið misst af því að kynnast ferðamáta
hefðarfólksins úr Stjórnarráði Íslands). Hvað um það,
fréttamannafundurinn, sem virtist haldinn á...
Lesa meira

Ung Vinstri-græn hafa útbúið bækling og sent hann með hraðpósti
til forsætis- og utanríkisráðherra á NATÓ-fundinn í Rúmeníu þar sem
þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttur og Geir H. Haarde eru nú. Þar er
að finna leiðbeiningar um það hvernig ráðherrarnir geta komist heim
frá Rúmeníu án einkaþotu. Sem kunnugt er létu þau Geir og Ingibjörg
Sólrún skattborgarann leigja undir sig og föruneyti sitt einkaþotu
til að geta ferðast með stæl til NATO-fundarins. Með í för voru
fulltrúar fjölmiðla til að geta þjónað ráðherrunum. Þjóðinni hefur
blöskrað flottræfislháttur ríkisstjórnarparsins og segir Auður
Lilja Erlengsdóttir formaður UVG á ...
Lesa meira

Í dag héldu oddvitar ríkisstjórnarflokkanna Geir H. Haarde
formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
formaður Samfylkingarinnar til Búkarest. Tilefnið er að sækja fund
í hernaðarbandalaginu NATÓ. Almennt hélt ég að þau hefðu öðrum
hnöppum að hneppa en sitja saman fundi um málefni NATÓ. Enginn
velkist í vafa um að íslenska þjóðarbúið stendur frammi fyrir
alvarlegum erfiðleikum og mikilvægt er að skapa samstöðu um
aðgerðir því til varnar. Í því samhengi horfir fólk ekki aðeins til
þess sem ríkisstjórnin aðhefst, eða lætur hjá líða að aðhafast
eftir atvikum, heldur er líka horft til merkjasendinga úr
Stjórnarráðinu. Á undanförnum árum hefur ...
Lesa meira

...Þannig lætur flokkurinn ekki við það eitt sitja að efna til
fundaraðar víðs vegar um landið á næstunni til að kynna áherslur
sínar í efnahagsmálum heldur er einnig hægt að fá forsmekkinn af
fundunum með því að hlýða á mál formanns flokksins í þar til gerðu
sjónvarpsávarpi. Með því að smella á slóðina sem hér fylgir má
heyra og sjá ávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG þar sem
hann ....
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum