Stjórnmál Júní 2008

ÞYKIR ÞJÓÐINNI NÓG KOMIÐ AF AFTURHALDI?


Menn velta því fyrir sér hvers vegna fylgi ríkisstjórnarinnar fari nú ört dalandi...Hér hefur nefnilega verið innleiddur hrá-kapítalismi 19. aldarinnar sem neitar að viðurkenna allt sem heitir samfélag. Þannig hafa bankastjórar talað í mín eyru um ójafnræði á markaði þegar samfélagið vogar sér að reka sameiginlegan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn! Frá Brüssel hafa þessir afturhaldsmenn sótt sinn styrk í gegnum EES samninginn sem aldrei skyldi gerður hafa verið. En enda þótt gjaldþrot óheftrar markaðshyggju hljóti að vera hverju barni augljóst virðist ríkisstjórnin staðráðin í að skrönglast áfram með sömu stefnuna, fela fjárglæframönnum raforkugeirann, heilbrigðiskerfið og aðra grunnþætti samfélagsins til rekstrar. Síðasta afrekið er að ...

Lesa meira

FJÖLMIÐLAR UPPLÝSI UM HAGSMUNATENGSL STJÓRNMÁLAMANNA


Hinn 12. Júní skrifar Jóhann Hauksson, fréttamaður einkar athyglisverðan pistil á DV bloggið undir heitinu Litla sæta kunningjaþjóðfélagið. Greinin fjallar um tengsl stjórnmálamanna, bein og óbein, við heilbrigðiskerfið - sama heilbrigðiskerfi og Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra einkavæðir sem mest hann má með dyggri aðstoð Samfylkingarinnar. Ég vil þakka fyrir þessa grein. Á daginn kemur að stjórnmálamenn eru sjálfir á kafi í bisniss sem tengist einkavæðingunni.  Þeir eru með öðrum orðum hagsmunatengdir í beinhörðum peningum. Það sem ég furða mig mest á er að Jóhann Hauksson skuli vera einn á báti þegar kemur að rannsóknarskrifum af þessu tagi. Hvar er nú Kastljósið, Spegillinn, Ísland í dag, Fréttablaðið, 24 Stundir og Morgunblaðið?
Það er helst  að horft sé til

Lesa meira

BROTTREKNIR RÆSTITÆKNAR Í VALHÖLL?

Birtist í Fréttablaðinu 09.06.08
Fréttabladid hausVefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins...

Lesa meira

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI RÁÐIÐ HEILT?


Þeir félagar Guðlaugur þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, eiga sér draum. Sá draumur er að koma á markaðskerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna á Íslandi. Þeir eiga stuðning hjá hægri sinnuðum mönnum í sínum flokkum... Þetta er sama hugsun og "Nýi Verkamannaflokkurinn" undir forystu Tonys Blairs hefur framfylgt í Bretlandi en sá flokkur er í stjórnartíð sinni kominn vel á veg með að koma breska heilbrigðiskerfinu út á markaðstorgið...

Lesa meira

GUÐLAUGUR ÞÓR AUGLÝSIR


Í gær birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Auglýst er starf forstjóra "sjúkratryggingastofnunar." Þessi stofnun er ekki til. Kannski er þetta eins konar afsökunarbeiðni því í auglýsingunni er okkur sagt að þar sem Alþingi hafi ekki samþykkt lög um þessa stofnun verði að framlengja umsóknartímann...

Lesa meira

Frá lesendum

FLUGVALLARSVIKIN ENN OG AFTUR

Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. 
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SAMHERJI VARLA SÉRTILFELLI

Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar