...Og fólkið sem hneykslaðist hvað mest á skrifum á þessari síðu
á sínum tíma um hvort við kynnum að vera betur komin með
hugsunarhátt af þessu tagi utan landsteinanna en innan, segir nú
vera fullkomlega skiljanlegt að auðkýfingarnir hugsi sér til
hreyfings ef almenningur er ekki reiðubúinn að opna sjóði sína þeim
til styrktar og lúti þeim í auðmýkt í stóru og smáu. Sá
stjórnmálaflokkur sem stýrt hefur Íslandi inn á þessar glæfralegu
brautir heitir Sjálfstæðisflokkur. Óumdeilanlegt er að hann stendur
til hægri í stjórnmálum. Þetta er flokkurinn sem gaf bankana,
greiddi götu þotuliðsins og hlóð undir gullrassana. Þetta er líka
flokkurinn sem lækkað hefur álögur á stóreignamenn og hlaðið
gjöldum á sjúkt fólk og fátækt. Næst á dagskrá hjá flokknum er að
eyðileggja Íbúðalánasjóð og ...
Birtist í DV 27.08.08. ...En hvers vegna í ósköpunum láta
fjölmiðlamenn þau Geir og Ingibjörgu komast upp með þetta
blekkingartal um samráð við stjórnarandstöðuna? Og varðandi
aðferðafræðina spyr ég hvort fjölmiðlamönnum geti virkilega fundist
eðlilegt að þingmenn og ráðherrar makki á bak við tjöldin um eigin
sérréttinda-lífeyriskjör eins og formaður Samfylkingarinnar sagði
Kastljósáhorfendum að unnið væri að? Hvers vegna er ekki
spurt út í þetta? Og einnig hitt, hvers vegna er komið í veg fyrir
að greidd séu atkvæði um þær tvær leiðir sem deilt er um,
sérréttindaleiðina fyrir þingmenn og ráðherra annars vegar og
almenn kjör þeim til handa hins vegar? Ekki svo að skilja að
ekki verði séð til þess að atkvæðagreiðsla um þessa tvo
...
...Eftir kosningarnar 2006 efndu Framsóknarmenn til
uppskeruhátíðar. Þeir fögnuðu að vísu fáum atkvæðum í Reykjavík, en
mögulegum aðgöngumiða að kjötkötlum borgarinnar. Á uppskeruhátíð
Framsóknar sem haldin var hjá Siv Friðleifsdóttur, þingmanni
flokksins, voru þeir gleiðbrosandi, Óskar framsóknarmaður og
Guðlaugur framsóknarmaður. Nú er uppskeran, sem Siv segir frá á
heimasíðu sinni, komin í hús. Óskar framsóknarmaður orðinn formaður
í aðskiljanlegum nefndum og Guðlaugur framsóknarmaður
stjórnarformaður í OR.
Eflaust er Framsóknarflokkurinn ánægður. Það er svo hitt að spyrja
yfir hverju ...
...Ömurlegt er að fylgjast með tilraunum ráðherranna tveggja að
ná samkomulagi um lágmarksbreytingar á lífeyrislögunum með það
fyrir augum að viðhalda sérréttindum sínum. Ég frábið að fjölmiðlar
hjálpi þeim í þessu ætlunarverki. Ekki gleyma því að lífeyrislögin
alræmdu eru sérstaklega sniðin að hagsmunum ráðherra sem fá 6% af launum sínum
fyrir hvert ár í embætti sem ráðherra. Þingmenn fá 3%. Í LSR
er rétturinn innan við 2% og í mörgum lífeyrissjóðum minna en
1,5%! Fullkomin sátt? Við hvern? Þingið? Þjóðina?...
...Í mínum huga er málið mjög skýrt. Fyrir þinginu liggur
frumvarp frá Valgerði Bjarnadóttur um afnám eftirlaunalaganna. Í
frumvarpi hennar er kveðið á um að lífeyriskjör ráðherra, þingmanna
og ýmissa embættismanna verði samræmd almennum
lífeyrisréttindum starfsmanna ríkisins. Málið er fullfrágengið.
Málið er tilbúið til afgreiðslu. Málið er í höndum þingsins...
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. Jóel A.
Björgólfur með barnslegt hjarta blygðunarleysi vill aumu skarta Þorstein vill verja mútur burt sverja og spillingu búa framtíð bjarta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...
þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i]og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...
Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...
Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...
Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...
... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...