Stjórnmál Apríl 2009

NÝJA ÍSLAND: ÞINGS OG ÞJÓÐAR AÐ ÁKVEÐA - FRAMKVÆMDAVALDS AÐ FRAMKVÆMA

...Í rauninni var ekkert þar sem átti að koma á óvart; hvorki þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og fomaður Samfylkingarinnar sagði að sér fyndist eitt brýnasta hagsmunamál Íslendinga vera að komast inn fyrir dyr hjá Evrópusambandinu, né hjá mér þegar ég sagði að það væri það alvitlausasta sem ég gæti hugsað mér. Ónákvæmni gætti hjá mér í einu viðtali þegar skilja mátti að ég legði að jöfnu aðild að Evrópusambandi og viðræðuferli. Það leiðréttist hérmeð. En hvernig leysa samstarfsflokkar í ríkisstjórn djúpstæðan ágreining af þessu tagi? Það gera þeir með aðferðum Nýja Íslands: Lýðræðinu. Þjóðin ákveði...

Lesa meira

FLESTIR VG-KJÓSENDUR Í KRAGA!


Ofarlega í huga eru þakkir til allra þeirra sem lögðu Vinstrihreyfingunni grænu framboði lið í kosningabaráttunni, bæði við undirbúning þeirra og í kjörklefanum. ...Í  Suðvesturkjördæmi, svokölluðum Kraga, fékk VG 17,4% atkvæða og tvo þingmenn kjörna. Fyrir þremur árum var enginn þingmaður VG í kjördæminu. Í kosningunum 2007 fengum við fyrsta þingmanninn og eftir þessar kosningar eru þeir orðnir tveir. Bærilegur árangur í kjördæmi sem er hefðbundið vígi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Greinilegt er að VG er að treysta stöðu sína í kjördæminu svo um munar. Kraginn er langfjölmennasta kjördæmi landsins. Þannig skýrist að ...

Lesa meira

ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB Í EÐLILEGUM FARVEGI

Morgunblaðið tekur bakföll í dag yfir því að ekki skuli hafa verið skrifað undir Þjónustutilskipun Evrópusambandsins á ríkisstjórnarfundi í gær. Ekki dugir minna en forsíða, innsíða og Staksteinar sem er með útleggingar um málið, væntanlega í tilefni þess að í dag ganga Íslendingar að kjörborðinu...Utanríkisráðherra kom í gær á ríkisstjórnarfund með nokkrar tilskipanir frá Brussel til afgreiðslu. Hann kvaðst vilja vekja athygli heilbrigðisráðherra sérstakalega á þjónustutilskipuninni. Óskað var eftir því að málið fengi nánari skoðun. Ég varð ekki var við annað en utanríkisráðherra þætti það fullkomlega eðlilegt. Ísland var keyrt í þrot vegna þess að ...allt var keyrt áfram í óðagoti, umræðulaust.. Það mætti ekki spyrjast að eftir okkur væri beðið. Nægði þá að segja að einhverjir sérfræðingar hefðu lagt blessun sína yfir málið... 
  

Lesa meira

VIÐ HEITUM ÞVÍ AÐ VINNA VEL!


Sannast sagna er ég mjög stoltur af samherjum mínum á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Á myndinni hér að ofan er talið frá vinstri Margrét Pétursdóttir ... Ása Björk Ólafsdóttir...Ólafur Þór Gunnarsson.... Andrés Magnússon... Guðfríður Lilja Grétarsdóttir... Sjálfur skipa ég annað sætið, og stend lengst til hægri þótt ég heiti lesendum að í pólitíkinni stefni ég ekki í þá átt.
Hvað skal segja nú rétt áður en kjörstaðir opna annað en að biðja öll þau sem vilja veg Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem mestan í komandi kosningum að leggjast á eitt um að safna liði. Hvert atkvæði skiptir máli!!!   Myndin er tekin í blaði VG sem dreift var í Kraganum um helgina. Þar var að finna viðtöl og greinar og lýsti ég viðhorfum mínum í svörum við spurningum sem blaðið beindi til mín...

Lesa meira

LÍFEYRISSJÓÐIRNIR TIL BJARGAR


...Fyrir lífeyrissjóðina væri þetta hagkvæm og skynsamleg fjárfesting. Hjá ríkinu væru fjármunirnir vel komnir - jafnvel þótt ríkið standi nú höllum fæti. Fjárfesting með ríkið - okkur öll -  sem bakhjarl er öruggari en í fallvöltum atvinnufyrirtækjum. Þetta sanna dæmin. Svo er á hitt að líta að í gegnum almannasjóði streyma peningarnir að nýju út í atvinnulifið í framkvæmdum og þar með til fyrirtækjanna. Þetta myndi því gagnast fyrirtækjum í atvinnurekstri  þótt mest liggi fyrirtækjunum á því að fá vextina niður undir frostmark. Meginrök eru og þessi: Ef samfélagið hrynur þá hrynja einnig lífeyrissjóðirnir. Hvorugt ætlum við að láta gerast. Nú þurfa ...

Lesa meira

TÍMI TIL AÐ TENGJA


Þessi mynd var notuð með pistli hér á síðunni í októberbyrjun árið 2007. Til umfjöllunar voru tilraunir fjárfestingabraskara til að hafa af okkur orkuauðlindir, nokkuð sem varað hafði verið við í langan tíma og alveg sérstaklega í aðdraganda þingkosninganna vorið 2007. Fjölmiðlungar eru smám saman að leggja á borð fyrir okkur hvað máli skiptir í styrkveitinga/mútumálum gagnvart stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðismenn reyna án afláts að afvegaleiða þá....Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, segir síðan í útvarpsviðtali í dag  að ...

Lesa meira

SKÚRKURINN?


....Það er mín sannfæring að ef frá er skilin pólitísk villukenning Geirs og hve mislagðar hendur honum og samherjum hans í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu voru hin síðari ár, þá fái það ekki breytt þeirri staðreynd að í mínum huga er Geir H. Haarde heiðarlegur og gegnheill maður. Það hef ég reynt hann af í löngum kynnum þingmannsins/ fjármálaráðherrans annars vegar og formanns Starfsmannafélags Sjónvarps og síðar BSRB/þingmanns hins vegar. Þess vegna þykir mér miður þegar hann leyfir sökudólgum að þvo hendur sínar á sinn kostnað. Sjálfstæðisflokkurinn á að sjá sóma sinn í því að láta raunverulega gerendur axla ábyrgð en nýta sér ekki bak Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns, þótt breitt sé....

Lesa meira

MÁLSVARAR OG MÁLSTAÐUR


...Í þættinum baðst Bjarni, formaður flokksins afsökunar og kvaðst ætla að skila fénu til baka. En þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að biðjast afsökunar á fleiru? Þetta er flokkurinn sem (ásamt hjálparkokkum úr öðrum ónefndum flokkum) er valdur þess að við erum stödd þar sem við nú erum. Bjarni Benediktsson átti í vandræðum í þættinum vegna þess málstaðar sem hann er í forsvari fyrir og vegna foraðsins sem nú er að koma betur og betur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er á bólakafi í. En hafi Bjarni átt erfitt í þessum þætti þá verður ekki sama sagt um Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, oddvita Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjördæminu. Hún nýtur þess vissulega að vera óvenju skýr og skilmerkileg í málflutningi, segir hlutina þannig að allir skilja. En hún er einnig...

Lesa meira

24%, 20%, 18%....


Hversu langt niður skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ætla að tala sig á síðustu metrunum fyrir kosningar? Hann stundar nú það sem kallað er málþóf á Alþingi til að koma í veg fyrir að komið verði á laggirnar sérstöku stjórnlagaþingi á komandi kjörtímabili. Þar er ætlunin að fjalla um stjórnskipan landsins. ... Meira hangir líka á spýtunni. Í ráði er að festa í stjórnarkrá ákvæði þess efnis að 15% þjóðarinnar getist krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni og síðast en ekki síst að tryggður verði í stjórnarskrá eignarréttur á auðlindum sem "ekki eru einkaeignarréttarlegs eðlis." Þetta ávæði er lint en of afdráttarlaust fyrir Vinavæðingarflokkinn, sem má ekki til þess hugsa að ...

Lesa meira

LEIFTRANDI STJÓRNARANDSTAÐA SJÁLFSTÆÐISFLOKKS - EÐA ÞANNIG


Þeim sem tekst að halda sér vakandi yfir daufgerðum ræðuhöldum Sjálfstæðismanna á Alþingi þessa dagana, fá innsýn í harla undarlegan hugarheim. Flokkurinn sem leiddi þjóðina út í dýpsta skuldafen sem hún nokkru sinni hefur ratað í, hafnar nú öllum hugmyndum um kjarajöfnun og bjargráðum ...Það krefst átaks að fylgjast með málatilbúnaði Sjálfstæðismanna í Alþingi. Vissulega er engum vorkunn að fylgjast með umræðu um ranglátan málstað ef hún er skemmtilega fram sett. En pólitískum fjörkálfum Sjálfstæðisflokksins er flest betur til lista lagt en fá hlustandann til að leggja við hlustir. Kjósendum ráðlegg ég hins vegar að fylgjast vel með...

Lesa meira

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar