Fara í efni

TÍMI TIL AÐ TENGJA


Þessi mynd var notuð með pistli hér á síðunni í októberbyrjun árið 2007. Til umfjöllunar voru tilraunir fjárfestingabraskara til að hafa af okkur orkuauðlindir, nokkuð sem varað hafði verið við í langan tíma og alveg sérstaklega í aðdraganda þingkosninganna vorið 2007.

Kristján þór og Gísli Marteinn

Fjölmiðlungar eru smám saman að leggja á borð fyrir okkur hvað máli skiptir í styrkveitinga/mútumálum gagnvart stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðismenn reyna án afláts að afvegaleiða þá. Þannig sagði Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, að upplýsingar um milljónatuga stykveitingar til Sjálfstæðisflokksins væru slæmar fyrir stjórnmálin og "alla stjórnmálaflokka". Þetta er fráleitt. Þetta er einvörðungu slæmt fyrir þá stjórnmálalokka sem tekið hafa við silfurpeningum.
Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, segir síðan í útvarpsviðtali í dag  að hafi menn ætlað að kaupa Sjálfstæðisflokkinn til greiðasemi þá hafi þeir farið erindisleysu. Hér er visað til ráðstöfunar á orkulindum á Reykjanesi og Hellisheiði og aðkomu Fl group og Geysis Green að því máli. Sannast sagna held ég að Gísli Marteinn hafi verið heill í því máli einsog margir flokksfélagar hans. Hins vegar voru þeir tilbúinir að halda í vafasaman útrásarvíking að uppfylltum tilteknum formsatriðum.

Samhenginu má aldrei gleyma

Hinu verður ekki horft framhjá að skömmu eftir "styrkveitinguna" ákvað ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja með því skilyrði að einkaaðili mætti einvörðungu kaupa - hvorki ríki né sveitarfélög. Þetta gagnaðist Geysir Green og þar með hinum gjöfulu fjárfestum úr Fl group og fjármálastofnunum prýðilega. Málið snýst ekki bara um upphæðir heldur tímasetningar og allt samhengi.
Höldum því áfram að tengja. Nú er tíminn til þess. Þó að ekki sé nema til að forða okkur frá þeirri ógæfu að forrræði auðlindanna lendi í umsjá stjórnmálaflokks sem hefur sýnt það í verki að honum er meira annt um hag peningabraskara en almennings.

Hvers vegna er ekki kallað á Svandísi?

Hvað Orkuveituna, Geysir Green, Fl group, Glitni og allt þetta samkrull áhrærir, þá  fer því fjarri að fjölmiðlar hafi gert málinu verðug skil. Skyldu menn vera búnir að gleyma öllum hlutabréfakaupum stjórnenda og vildarvina í útrásarfleyinu væntanlega? Og er það gleymt og tröllum gefið að Guðlaugur nokkur Þór, var stjórnarformaður Orkuveitunnar þegar mikilvægar ákvarðanir voru teknar þar innanborðs. Og hvernig skyldi standa á því að Svandís Svavarsdóttir er ekki kvödd í viðtal um sinn hlut í málinu? Hún varð þess valdandi að örlagaríkar upplýsingar komu fram í dagsljósið. 
Sjá eftirfarandi dæmi um tengd skrif:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thjofnadur-aldarinnar
https://www.ogmundur.is/is/greinar/einkavaeding-raforkugeirans-bitnar-a-almenningi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/fagra-island-dagur-thrju
https://www.ogmundur.is/is/greinar/um-abyrgd-embaettismanna-og-stjornmalamanna
https://www.ogmundur.is/is/greinar/fallid-a-hlutabrefamorkudum-og-orkugeirinn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/audmenn-islands-og-aherslur-verkalydshreyfingar
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thakkir-til-frettabladisns-fyrir-upplysandi-vidtal
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thakkir-til-frettabladisns-fyrir-upplysandi-vidtal
https://www.ogmundur.is/is/greinar/annad-opid-bref-til-geirs-og-ingibjargar
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvar-eru-kratarnir
https://www.ogmundur.is/is/greinar/tharf-ad-gera-uppreisn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/framtidarsyn-fjarfesta
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hver-er-bestur-um-gott-audvald-og-vont-audvald
https://www.ogmundur.is/is/greinar/vid-berum-enga-abyrgd
https://www.ogmundur.is/is/greinar/mal-ad-linni